Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 32

Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 32
Þótt Ísland sé lítið hefur íslensk tónlist vakið heims­athygli og sett landið á kortið. Airwaves Pro er tveggja daga ráðstefna sem verður haldin 7.­8. nóvember, tilgangur hennar er að tengja saman hér á Íslandi eina virtustu leiðtoga listabransans. Einn þessara leiðtoga er Nelly Ben Hayoun. Nelly er einn virtasti hönnuður heims en hún hefur hlotið fjöldann allan af verð­ launum, síðast var hún í fyrsta sæti af 50 bestu kvenkyns fyrirlesurum af The Drum í janúar 2018. Nelly er líka kvikmyndagerðarmaður og hefur skrifað og leikstýrt þremur heimildarmyndum í fullri lengd. Á ráðstefnunni ætlar hún að tala um síðustu heimildarmyndina sína, I am (not) a Monster, sem fjallar um valdauppbyggingu og virkni þekkingar og það að hugsa. Nelly útskýrir að hún muni fara út í hvernig maður hugsar og hvernig maður breytir hugsunum í aðgerðir. Hugsar út fyrir kassann Hún hlýtur að vita eitthvað sjálf um það, en listinn yfir það sem Nelly hefur framkvæmt er ansi langur. I am (not) a Monster er ekki bara dreift í myndbandsformi heldur er Nelly Ben í samstarfi við The Vinyl Factory um að dreifa myndinni á vínylplötum. Á ráð­ stefnunni ætlar Nelly að bjóða fólki að fá ókeypis vínylplötu til að geta hlustað á myndina. Nelly er þekkt fyrir að hugsa út fyrir kass­ ann og brjóta upp hefðbundnar leiðir, en hún segir að ein áskorun kvikmyndaiðnaðarins í dag sé að finna nýjar leiðir til að dreifa myndum. Kvikmyndir á vínylplöt­ um geta höfðað enn betur til kvik­ mynda­ og tónlistarunnenda. Á ráðstefnunni ætlar hún að tala um hvernig listahöfundar geta unnið með kerfi tónlistariðnaðarins, sérstaklega þegar viðfangsefnið er tilraunakennt og er tjáð frá fjöl­ breyttum sjónarhornum. Háskóli á næturklúbbum Árið 2017 stofnaði Nelly the Uni­ versity of the Underground, eða háskóla undirheimanna. Háskól­ inn er gjaldfrjáls og er kennt í næturklúbbum London, New York og Amsterdam. Nelly ætlar að fjalla um skólann á ráðstefnunni og segist vona að einhverjir Íslend­ ingar muni hafa áhuga á að skrá sig. Skólinn styður óhefðbundnar rannsóknaraðferðir og gjaldfrjálst og landamæralaust nám. Opnað var fyrir umsóknir í skólann þann 28. október og fresturinn rennur út þann 18. nóvember. Nelly hefur einu sinni áður komið til Íslands, en það var í tengslum við Geimsinfóníuna sem hún safnaði saman og stjórnaði. Geimsinfónían er fyrsta sinfónía geimvísindamanna og geimfara NASA, af fjölmörgum virtum tón­ listarmönnum tók hljómsveitin Sigur Rós meðal annars þátt í verk­ efninu. Nelly segist að sjálfsögðu ætla að fara á tónlistarhátíðina sjálfa í ár, jafnvel að uppgötva nýja tónlistarmenn. Kvikmyndir á vínylplötum Nelly Ben Hayoun. Nelly er einn virtasti hönnuður heims og hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum. Hún er einnig kvikmyndagerðarmaður. Óskar Guðjónsson og eigin­kona hans, Vala Jónsdóttir, segjast hafa mikla ánægju af því að rölta á milli tónleikastaða, uppgötva nýtt tónlistarfólk og sjá hljómsveitir sem þau hafa ekki séð áður. Allt þetta geta þau gert á Iceland Airwaves. „Maður hittir erlenda ferðamenn á röltinu sem koma sumir hingað bara til að fara á Airwaves. Síðan er líka gaman að sjá stærri og þekktari hljómsveitir koma fram á smærri tónleika­ stöðum. Það er oft meiri nánd við hljómsveitir og tónlistarfólk heldur en maður er vanur á stærri tónleikum erlendis,“ segir Óskar. „Við reynum að fylgja flæðinu. Gerum samt drög að plani fyrir hátíðina, en endum alltaf á að breyta því á miðri leið. Hittum kannski fólk sem við þekkjum og fylgjum því þangað sem það er að fara, eða heyrum af tónlistarfólki sem við vissum ekki af og breytum planinu. Okkur finnst besta upp­ lifunin fylgja því að vera sveigjan­ leg og fylgja straumnum. Síðastliðin tvö ár höfum við fengið okkur hótelherbergi niðri í bæ yfir Iceland Airwaves­helgina. Reynum að finna eitthvert gott „last minute“ verð og höfum sloppið vel hingað til. Við lítum á þetta eins og helgarferð og högum okkur eiginlega eins og við séum erlendis. Morgunmatur uppi á her­ bergi, skoða verslanir í bænum og kynnast nýjum veitingastöðum í bland við góða tónlist og félags­ skap vina,“ segir hann. Óskar segist vera búinn að setja upp sína eigin dagskrá fyrir hátíðina. „Við erum búin að hlusta á Spotify­playlistann frá Iceland Airwaves og alltaf þegar við heyrum eitthvað sem okkur líst á, þá merkjum við hljómsveitina eða tónlistarfólkið í appinu og reynum að stilla smá dagskrá upp. Við erum ekki komin með pott­ þétta dagskrá fyrir þessa hátíð en ef ég þekki okkur rétt þá mun það skýrast rétt fyrir hátíðina. Svo er spurning hvað við náum að halda okkur við af því plani. Það sem er mest spilað í stofunni heima núna eru lög með Cautious Clay, líst vel á hann. En svo finnum við alveg pottþétt eitthvað annað jafn spennandi á morgun, fram­ boðið er svo mikið,“ segir Óskar. Eins og í útlöndum Óskar og Vala njóta sín vel á Iceland Airwaves og gera mikið úr helginni. Íslensk tónlist hefur á síðustu árum verið sterkt aðdráttar afl fyrir ferðamenn. Will segir að reynt hafi verið að blanda saman ólíkum tegundum tónlistar auk þess sem tónleika­ staðirnir séu margir og ólíkir. Hann segir það skapa skemmti­ lega stemningu á hátíðinni. „Eitt af því sem mér finnst standa upp úr í ár eru tónleikar Johns Grant í Fríkirkjunni. Ég held að þeir verði stórkostlegir. Þetta er svo lítill tónleikastaður og nálægðin milli áheyrendanna og flytjandans svo mikil. Venjulega spilar John Grant á stórum stöðum eins og Hörpu svo ég held að það verði mjög sér­ stakt að sjá hann spila í Fríkirkj­ unni,“ segir Will. Hann segist vera mjög spenntur fyrir tónleikunum í Valshöllinni á laugardeginum þar sem hljóm­ sveitin Of Monsters and Men lokar kvöldinu. „Þar spilar líka með hell­ ingur af öðrum hæfileikaríkum listamönnum. Daði Freyr, Agent Fresco og Vök koma fram þar og líka japanska hljómsveitin Chai sem er nokkurs konar indí­fönk­ hljómsveit sem er alveg frábær og ég er spenntur að sjá þær spila.“ Í ár verður sú nýjung á hátíðinni að boðið verður upp á sérstaka On­Venue dagskrá. Það er dagskrá í samstarfi við tónleikastaði sem skipuleggja sína dagskrá sjálfir en armband á hátíðina gildir sem aðgöngumiði. „Við erum að vinna með Dillon bar og Kornhlöðunni. Kornhlaðan er fallegur staður sem er nýlega orðinn tónleikastaður og við erum spennt fyrir að vera í samstarfi með þeim.“ Will nefnir einnig Listasafn Íslands þar sem margt áhugavert verður um að vera. Seabear heldur þar sína fyrstu tónleika í mörg ár og Hatari verður með stóra tón­ leika. „Þetta er frekar stórt ár hjá þeim í Hatara eftir Eurovision,“ segir Will. „Orville Peck kemur líka fram í Listasafninu en hann er alveg frábær tónlistarmaður, nokkurs konar kántrísöngvari. Svo má líka nefna Mac DeMarco. Það er erfitt að nefna nokkra, það er frábært tónlistarfólk að koma fram alls staðar á meðan á hátíðinni stendur.“ Hátíðin breyst gegnum árin Þetta er annað árið í röð sem Will stýrir Airwaves en hann er þó ekki ókunnugur hátíðinni. „Ég held að ég hafi komið fyrst á Airwaves árið 2000 eða 2001. Ég vann sem kynningarstjóri Sigur Rósar fyrir mörgum árum svo ég þekkti Ísland og hátíðina. Hátíðin hefur breyst mikið síðan ég fór fyrst á hana en ég á góðar minningar frá þeim tíma.“ Eitt af því sem Will telur að hafi breyst frá upphafsárum hátíðar­ innar er að fólk hefur víðari tón­ listarsmekk. „Fólk hélt áður fyrr að íslensk tónlist væri öll mjög svipuð, aðallega indí tónlist. En íslensk tónlist er mjög fjölbreytt eins og sést greinilega á Airwaves. Þar koma fram hljómsveitir sem spila nánast klassíska tónlist, eins og Hugar til dæmis, svo koma líka fram popphljómsveitir og R&B­ hljómsveitir, hipphopp­ og metal­ hljómsveitir og auðvitað líka indí.“ Will telur að hátíðin í dag sé þekkt bæði erlendis og hérlendis fyrir að tefla fram ólíkum tón­ listarstílum. „Hátíðin hefur mjög gott orð á sér fyrir að uppgötva nýjar hljómsveitir á undan öðrum. Það er eitthvað sem hefur verið að þróast gegnum árin og við leggjum mikla áherslu á það að kynna nýtt tónlistarfólk. Mér finnst það mjög spennandi en ég held það sé það sem mörgum finnst skemmtilegast við Airwaves. Ekki bara að hlusta á hljómsveitir sem þú þekkir heldur uppgötva eitthvað nýtt.“ Gaman að uppgötva ný bönd Will Larnach Jones, rekstrarstjóri Iceland Airwaves, segist sérlega spenntur fyrir hátíðinni í ár. Von er á fjölbreyttum hljómsveitum til lands ins og fjöldi ís lenskra hljómsveita skemmtir gestum. Will Larnach-Jones stjórnar Airwaves annað árið í röð. 4 3 1 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RICELAND AIRWAVES 3 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 0 -7 9 0 4 2 4 2 0 -7 7 C 8 2 4 2 0 -7 6 8 C 2 4 2 0 -7 5 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.