Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 20
Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá gildistöku samn-ingsins um Evrópska efna-
hagssvæðið, mikilvægasta milli-
ríkjasamnings sem Ísland hefur
gert. Auk þess að vera stærsti við-
skiptasamningur Íslands býður
hann upp á margvísleg tæki til
samstarfs fyrir Íslendinga við aðra
Evrópubúa á sviðum rannsókna
og vísinda, lista og menningar,
menntunar, nýsköpunar, mann-
réttinda og jafnréttismála. Upp-
byggingarsjóður EES er eitt slíkt
tæki.
Með þátttöku í Uppbyggingar-
sjóði EES leggur Ísland fram sinn
skerf til samstarfs Evrópuríkja um
umbætur og uppbyggingu í þeim
ríkjum Evrópu sem standa lakar
í efnahagslegu tilliti. Þetta eru
Eystrasaltsríkin og ríkin í Mið- og
Suður-Evrópu, nánar tiltekið Eist-
land, Lettland, Litháen, Búlgaría,
Grikkland, Króatía, Kýpur, Malta,
Portúgal, Pólland, Rúmenía, Sló-
vakía, Slóvenía, Tékkland og Ung-
verjaland. Uppbyggingarsjóðurinn
er fjármagnaður af Íslandi, Liech-
tenstein og Noregi og er okkar
framlag til að draga úr félagslegum
og efnahagslegum ójöfnuði innan
Evrópska efnahagssvæðisins og þar
með stuðla að stöðugleika og fram-
förum í Evrópu.
Áherslur Íslands hafa frá upp-
haf i verið á að stuðla að sam-
starfsverkefnum á sviði rann-
sókna og vísinda, menntunar og
menningar, umhverfis- og orku-
mála, samfélagslegra umbóta og
málefna f lóttamanna. Höfum
við í þeim efnum notið dyggrar
aðstoðar RANNÍS, Orkustofnunar
og Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Samvinna á sviði jarðvarma hefur
fram til þessa verið mikið áherslu-
mál okkar og mun svo verða áfram.
Um leið hef ég lagt ríka áherslu á að
ef la samstarf á sviði jafnréttismála
og á sviðum nýsköpunar og fyrir-
tækjaþróunar.
Uppbyggingarsjóðurinn býður
upp á margvísleg tækifæri fyrir
Íslendinga til samstarfs við aðila
í þessum fimmtán ríkjum. Auk
styrkja sem renna til verkefn-
anna sjálfra eru veittir styrkir til
tengslamyndunar og verkefnaþró-
unar. Þegar hafa f leiri hundruð
samstarfsverkefni með þátttöku
íslenskra aðila notið styrkja úr
sjóðnum. Hvað nýsköpun og
fyrirtækjaþróun varðar hef ég lagt
áherslu á aðkomu Íslandsstofu að
því að aðstoða íslensk fyrirtæki við
að taka þátt í verkefnum á vegum
sjóðsins.
Til marks um þann ávinning
sem bæði Ísland og viðtökuríkin
hafa af aðildinni í sjóðnum er ráð-
stefna um jafnréttismál sem hefst í
Reykjavík í dag. Hún er samvinnu-
verkefni Íslands, Noregs og Portú-
gals með stuðningi Uppbyggingar-
sjóðs EES og sækja hana fulltrúar
frá öllum viðtökuríkjunum til þess
að læra af reynslu Íslendinga og
Norðmanna á sviði jafnréttismála.
Frumkvæði okkar og þau tæki og
aðferðir sem við höfum beitt með
góðum árangri í jafnréttisbarátt-
unni verða kynnt fyrir þátttak-
endum, og áhugasömum boðið upp
á að skapa samstarfsverkefni sem
notið geta styrkja úr sjóðnum. Það
má því segja að með þessari ráð-
stefnu sé íslensk jafnréttisstefna
orðin sannkölluð útf lutningsvara.
Uppbygging í aldarfjórðung
Árið 2014 úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að lagnir sem Gagnaveita
Reykjavíkur (GR) hafði lagt fyrir
húseigendur væru ólöglegar og
að GR bæri að laga vitleysuna.
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póst-
mála komst að sömu niðurstöðu,
að lagnir GR væru ólögmætar en
taldi að PFS hefði ekki nægilega
heimild til að leggja íþyngjandi lag-
færingarkröfu á GR. Staðreyndin er
að GR hefur lagt þúsundir ólöglegra
innanhússlagna og þær eru á ábyrgð
húseigenda líkt og PFS hefur stað-
fest. Mikilvægt er að lesa skrif fram-
kvæmdastjóra borgarfyrirtækisins
GR í Fréttablaðinu í þessu ljósi.
Markmið GR með ólöglegum frá-
gangi er að gera notendum erfitt
að skipta um ljósleiðara. Til að
laga ólöglegan frágang GR þarf að
klippa á innanhússlögn og aftengja
tengibox GR og það er í samræmi
við reglur PFS.
PFS hefur ítrekað komist að þeirri
niðurstöðu að frágangur GR sé ólög-
legur en GR heldur áfram að brjóta
reglur og það virðist markviss
stefna fyrirtækisins, að fylgja ekki
reglum PFS um innanhússlagnir.
Óvandaður og ólöglegur frágangur
er því í boði GR.
Þann 7. október síðastliðinn fékk,
Jónas, starfsmaður Mílu, heimsókn
frá GR. Tilgangurinn var að tengja
ljósleiðara fyrir íbúa í húsinu. Jónas
sem er einn helst sérfræðingur
landsins í faginu, upplýsti fulltrúa
GR um að uppsetning í hans húsi
þyrfti að vera lögmæt, þekkjandi
vinnubrögð GR til fjölda ára. Jónas
þurfti að útskýra fyrir fulltrúa GR
hvað í því fælist. Fulltrúi GR sagði
að þeirra fyrirmæli væru önnur og
að hann væri einu sinni ekki með
efni til að framkvæma uppsetn-
inguna með löglegum hætti. Hann
þurfti því að fara og sækja efni til að
geta klárað verkið.
Míla hvetur húseigendur til að
fara að fordæmi Jónasar og krefjast
þess að GR vinni uppsetningar í
samræmi við reglur því ábyrgðin
er húseigandans sem mun bera
kostnað við lagfæringar.
Sorgarsaga um
ólöglegan frágang
Gagnaveitu Reykjavíkur
Að setja Miklubraut í stokk mun bæta lífsgæði íbúa í hver fum næst þessari
umferðarþyngstu götu landsins.
Skýr vilji íbúa um vegstokk eða
göng kom fram í samráði vegna
vinnu við hverfisskipulag Reykja-
víkur. Aðgerðin mun draga úr slysa-
hættu, loft- og hljóðmengun og gera
borgarumhverfið ofanjarðar betra
um leið og skapað er rými fyrir
almenningssamgöngur og dregið
úr umferðartöfum. Tilefni þessara
skrifa eru greinar Hilmars Þórs
Björnsonar arkitekts í Fréttablað-
inu þar sem hann hnýtir í þessar
tillögur og kallar þær vanreifaðar.
Þetta eru órökstuddar ávirðingar
eins og sést best þegar forsaga máls-
ins er skoðuð.
Ósk íbúa
Hugmyndir um að setja Miklubraut
í stokk eru áratuga gamlar og marg-
reifaðar. Gerð er grein fyrir þeim í
aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-
2016, í samvinnuhópi borgarinnar
og Vegagerðarinnar frá 2008 og í
gildandi aðalskipulagi 2010–2030.
Sú alvara sem nú birtist meðal ann-
ars í samgöngusáttmála er þó fyrst
og fremst tilkomin vegna samráðs
við íbúa í hverfum næst Miklu-
braut.
Í vinnu við hverf isskipulag
Reykjavíkur í borgarhluta 3 Hlíðar
og borgarhluta 5 Háaleiti-Bústaðir
árið 2016 kom fram eindreginn vilji
meirihluta íbúa um aðgerðir við
Miklubraut til að bæta heilsu og lífs-
gæði íbúa. Vilji íbúa birtist í skipu-
lögðu samráði þar sem leitað var
álits á helstu vandamálum í þeirra
hverfum og hvaða úrbætur þeim
líkaði best. Beitt var fjölbreyttum
samráðsaðferðum eins og rýni-
hópum, skoðanakönnunum á íbúa-
fundum og aðferð hverfisskipulags
sem kallast Skapandi samráð sem
sérstaklega dregur fram skoðanir
ungra borgarbúa (fyrir þá sem vilja
er hægt er að kynna sér niðurstöður
samráðsins á http://hverfisskipu-
lag.is/).
Könnun á því að setja Miklubraut
í stokk hófst eftir að niðurstöður úr
samráði hverfisskipulags lágu fyrir.
Að þeirri vinnu komu skipulagsráð-
gjafar hverfisskipulags í borgar-
hluta 3 og 5 ásamt umferðarráðgjöf-
um og sérfræðingum borgarinnar.
Nærtæk fordæmi
Miklabraut í stokk ásamt tilheyr-
andi framkvæmdum á yfirborðinu
er mikil og f lókin aðgerð. En verk-
efnið er á engan hátt óyfirstígan-
legt né óþekkt, eins og ýjað er að í
greinarskrifum Hilmars Þórs arki-
tekts. Fjölmargar framkvæmdir
úr byggingarsögunni eru þessu
til vitnis, en einnig nýlegar fram-
kvæmdir. Má til dæmis nefna
nýlegar ganga- og stokkafram-
kvæmdir í Þrándheimi, en borgin
er af svipaðri stærð og Reykjavík.
Þar var fyrir nokkrum árum opnuð
röð af veggöngum/stokkum upp á
um 5,3 kílómetra sem ætlað var að
létta á bílaumferð í gegnum mið-
borg Þrándheims. Annað nærtækt
dæmi er frá Ósló, sem ég þekki
vel til. Þar hófust umfangsmiklar
gangaf ramk væmdir um 1985
vegna þess að miðborgin var afar
þjökuð af loftmengun frá útblæstri
bíla. Í dag er miðborg Óslóar bæði
falleg og vistvæn með mun minni
bílaumferð á yfirborðinu. Þar eru
fótgangandi, hjólandi og almenn-
ingssamgöngur í forgangi og mann-
líf blómstrar.
Dregur úr umferðartöfum
Enginn efi er í mínum huga um að
þegar framkvæmdum við Miklu-
braut verður lokið munu lífsgæði
og tilvera þúsunda íbúa verða mun
betri. Í borgarhluta 3 og 5 búa í dag
um 26 þúsund íbúar í um 11 þús-
und íbúðum. Umhverfis Miklu-
brautina eru stór uppbyggingar-
svæði eins og Kringlan, Hlíðarendi
og Skeifan auk vannýttra veghelg-
unarsvæða meðfram Miklubraut. Á
þessum svæðum geta bæst við allt
að sex þúsund nýjar íbúðir fyrir
um sextán þúsund íbúa ef reiknað
er með 2,5 íbúum á íbúð.
Spurningu Hilmars Þórs um
hvort réttlætanlegt sé að spilla
akstursleið og upplifun bifreiðar-
stjóra sem í dag aka um gróna
byggð er auðsvarað. Miklabraut í
stokk er fyrir íbúana í hverfunum
og er ætlað að gera borgarumhverfi
á yfirborðinu fallegra, skemmti-
legra og betra ásamt því að draga
úr neikvæðum áhrifum umferðar-
tafa. Umferð um stokkinn þarf
hvorki að vera dimm, drungaleg
né mengandi eins og arkitektinn
Hilmar Þór gefur í skyn. Til þess
er beitt þekktum hönnunarað-
ferðum við form- og efnisval, liti og
lýsingu ásamt loftræstihönnun, allt
atriðum sem arkitektinn þekkir
sjálfsagt til.
Miklabraut í stokk bætir líf þúsunda
Guðlaugur Þór
Þórðarson
utanríkis
ráðherra
Frumkvæði okkar og þau
tæki og aðferðir sem við höf-
um beitt með góðum árangri
í jafnréttisbaráttunni verða
kynnt fyrir þátttakendum,
og áhugasömum boðið upp
á að skapa samstarfsverk-
efni sem notið geta styrkja
úr sjóðnum.
Markmið GR með ólög-
legum frágangi er að gera
notendum erfitt að skipta
um ljósleiðara.
Jón Ríkharð
Kristjánsson
framkvæmda
stjóri Mílu
Ævar Harðarson
Ph.D. arkitekt,
verkefnisstjóri
hverfisskipu
lags Reykjavíkur
Gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar eftir breytingar. Unnin fyrir Miklabraut í stokk – Frumathugun á þróunarmöguleikum og leiðbeiningar hverfis-
skipulags um borgargötur. MYND TRIPÓLI ARKITEKTAR
3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
0
-9
1
B
4
2
4
2
0
-9
0
7
8
2
4
2
0
-8
F
3
C
2
4
2
0
-8
E
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K