Úti - 15.12.1936, Síða 5
ÚTI
5
f f
Avarp frá skátahöfðingja Islands
Kæru skútafjelagcir!
Þar eð jeg er kominn heim aftur, eftir að hafa dvalið, ásamt
konu minni, erlendis í rúmt ár, til heilsubótar, nota jeg auðvitað fyrsta
tækifærið, sem gefst, til þess að heilsa ykkur, sem svo oft hafið glatt
mig og sýnt mjer vott um vinskap. Oft hefi jeg hugsað til ykkar þetta
síðasta ár, en jafnframt hefi jeg athugað starf skáta erlendis, bæði í rit-
um þeirra og í viðræðum við þá. Ekki hvað síst hefi jeg, af eigin sjón,
kynst framkomu þeirra opinberlega, við ýms hátíðleg tækifæri.
Norðurlandaþjóðirnar, að oss undanteknum, hafa varnarskyldu
og því her. Af því leiðir, að hermannablær er meiri á framkomu skáta
t. d. í Danmörku en hjá oss. Að öðru leyti eru skátaæfingar þeirra sams-
konar og vorar.
Útilegur dönsku skátanna eru þó allólíkar vorum. Skógarnir í
Danmörku gera útilegur þeirra þægilegar og flutningur á vistum og
áhöldum er mun hægari en hjer, því tjaldbúðir þeirra eru oftast um-
kringdar kaupstöðum og bæjum.
Hjá oss er öðru máli að gegna, sem betur fer.
Útilegur vorar, á sumrin, eru ávalt að fjarlægjast, meir og meir,
bygðirnar. Skógar vorir eru fáir og smáir, en þó vaxandi og þar er verk
fyrir skáta að vinna; að auka þá og friða. Hver'sá runni, er vex upp,
undir handleiðslu æskunnar er fat, sem breiðir yfir og þekur nekt lands-
ins, en bætir jafnframt fyrir afglöp forfeðra vorra, sem ekki vissu betur.
Hvergi mun að fá heilnæmara loft en á öræfum vorum. Er vjer
teygum að oss hið tæra loft og horfum á heiðbláan himinn og útsýni yfir
jökla og heiðar, hlýtur ást vor til föðurlandsins að aukast.
Margt böl getur hugsast að gangi yfir þjóð vora, en landið sjálft
verður ætíð ísland, og það ber oss að elska.
Vjer eigum að kanna það sem best og láta fána vorn, er vjer elsk-
um og virðum, blakta við bláloftið hátt.
Um störf erlendu skátanna, bæði sjóskáta þeirra og fleira, mun
jeg ræða við ykkur nánar á öðrum vettvangi, en því skal jeg að lokum
lýsa yfir með ánægju, að íslenskir skátar þola fyllilega samanburð við
erlenda skáta, hvað störf og lærdóm snertir. Oss er þó nauðsynlegt að
fylgjast sem best með í öllu því helsta, er gerist í heimi skáta, og þess
vegna, meðal annars, ættum vjer að leggja kapp á það að senda lióp ís-
lenskra skáta á næsta alheimsmót — Jamboree — í Hollandi að sumri
komandi.