Úti - 15.12.1936, Page 7
IITI
7
íshafsströnd, sem fara skvldi á skipi frá
vesturströnd Ameríku, norður Berings-
sund inn í íshafið og svo austur eftir
meðfram strönd Alaska og Kanada. Hann
kaus lieldur að sleppa þessari löngu sjó-
ferð og fara landleiðina. Hún er tiltölu-
lega hein og er það þó um 3000 kílómetra
vegur. Mikið af þeirri leið er farið eflir
Mackenzie-fljótinu. Skyldi Vilhjálmur
hitta leiðangursskipið við Herscheleyju,
sem er nokkuð fyrir vestan mynni fljóts-
ins. En svo fór um sjóferð þá, að skipið
komst ekki alla leið vegna ísa og stóð
því Vilhjálmur þarna uppi einn síns liðs.
Þarna voru þó hvítir menn örfáir, sem
bjuggu í sæmilegum húsakynnum og að
mestu við matvæli úr heimkynnum sín-
um, og huðu þeir Vilhjálmi vist með sjer.
En hann kaus sjerlieldurvistmeðEskimó-
unum. Hann ætlaði sjer að kynnast þeim
og hann vissi, að sú kynning yrði alt
önnur, ef hann byggi í sjerstöku liúsi og
kæmi til þeirra sem gestur, heldur en ef
hann dveldi alveg meðal þeirra, í þeirra
húsakynnum, við þeirra matvæli, í þeirra
fatnaði o. s. frv. Úr því að þeir gátu lifað
við þetta, þá átti hann að geta það líka.
En til þessa hefði ekki komið ef leiðang-
ursskipið hefði náð áfangastaðnum; þá
hefði hann dvalið meðal fjelaga sinna
og starfað með þeim um veturinn.
Nú hefjast kyrini Vilhjálms af Eski-
móum, af lífi þeirra og siðum — og ferða-
Iögum. Hann lærir mál þeirra og um-
gengst þá eins og einn af þeim. Það
mundi margur telja, að hann hefði orðið
að láta ýmislegt á móti sjer, eða það sem
kallað væri að „yfirvinna sjálfan sig“, en
Vilhjálmur gerir lítið úr því. Ef það er
eitthvað, sem honum finst liann vanta,
þá hugsar hann sem svo: „Ekki þarfnast
þeir þess, þvi skyldi jeg þá þarfnast þess
heldur?“ Nú fór hann að lifa eingöngu á
keti, eða eingöngu á fiski, eftir því sem
á stóð. Lengi vel var hann að treina sjer
salt í rnatinn, en það nota Eskimóar ekki.
Svo kom að því, að það þraut, en nokkru
seinna fjekk hann salt hjá kunninga sín-
urn. Þá kom það fyrir að hann gleynrdi
að láta salt í matinn, þ. e. hann fann að
það var engin nauðsyn. Og svo hætti
hann því alveg.
Mataræði.
Þar sem Vilhjálmur settist að fyrst
veiðist mikið af fiski, í nrynni Macken-
zie-fljótsins. Frost eru þarna stöðug all-
an veturinn og geymist hann því frosinn.
Við máltíðir er lrann borinn inn þannig
og látinn þiðna, þangað til hann er orð-
inn álíka nreir og ískrenr. Þá er hann et-
inn þannig, ósoðinn. 1 annað rnálið, en
þarna er etið tvímælt, var liann þó oftast
soðinn, lielst hausarnir, sem þóttu sjer-
stakt sælgæti. (Helsti fiskurinn er laxa-
ættar og mun hausinn þvi vera feitur).
Nú hafði Vilhjálmur einmitt lraft óbeit á
fiski, alt frá því er lrann var barn. Taldi
móðir lrans það stafa af því, að í æsku,
er hungursneyð gekk yfir, hefði fiskur
verið eina næringin er hann fjekk og
mundi lrann því hafa fengið leiða á hon-
um. Nú sinti liann þessu ekki og fann
þá, að þetta hafði ekki verið annað en
kenjar.
Annars lifa Eskimóar mikið á sela- og
hreindýrakjöti. Er það etið soðið, en þó
liklega snöggsoðnara en hjer hjá okkur.
Ilreindýrakjöt er stundum þurkað eða
liert. Þegar meira aflast af því að sumrinu
en etið er, er ekki hægt að geyma það
öðrnvísi.
Vilhjálmur liafði mikið heyrt talað um
óþef inni i híbýlum Eskimóa. En þar sem
það var mest matarþefur, vandist hann
honum um leið og liann vandist matnum.
Ef hann kom svangur heim frá útiveru,
fanst honum þefurinn meira að segja
þægilegur.
Hann lærði þarna margt, sem honum
þótti merkilegt og sem hann hefir haldið
fram síðan og meira að segja sannað með
tilraunum á sjálfum sjer. Svo er t. d.
um einhæft mataræði. „Jeg þekki menn,
sem hafa verið orðnir leiðir á selsketi
eftir þrjár vikur eða þrjá mánuði, en