Úti - 15.12.1936, Síða 9
ÚTI
9
vottur að kali, þá bregða þeir hendinni
inn á kroppinn og hita hana vel, bera
hana svo heita að blettinum og nudda
hann uns liann er orðinn heitur. Með
þessu móti geta þeir altaf varist kali. Og
í þessum fatnaði verður þeim ekki kalt.
Snjóhús.
Eins og' áður er drepið á, gera þeir sjer
einnig snjóhús, sumstaðar sem íveruhús
að vetrinum, ef þeir þurfa að flytja sig
til vegna veiðiskapar og halda þeir þá
oft til langt úti á ísnum, sumstaðar að-
eins á ferðalögum að vetrarlagi af þvi
þau eru heitari og' traustari en tjöld.
Snjórinn í þau þarf að vera jafn og' helst
nokkuð þjettur. Þau eru höfð kringlótt.
Snjórinn er skorinn með stórum hníf í
aflengar rjetthyrndar flögur og' þeim
hlaðið á langveginn á rönd. Þegar fvrrsta
lagið er komið, er skorinn flái á svo sem
þrjár flögur og byrjað þar á ný og haldið
svo áfram, þannig að hleðslan hækkar
jafnt, eins og gormur. Ef fleiri en einn
eru að verki, er sá, sem hleður, inni í
húsinu. Þegar hleðslan fer að hækka er
hún látin ganga að sjer, þ. e. ofurlítill
flái skorinn á flögurnar að neðan svo að
þeim halli irin. Húsið verður því eins og
sundurskorið egg að lögun. Lausum snjó
er svo mokað yfir og fyllir hann all-
ar holur. Inngangurinn er skorinn á
á eftir, lágur, niðri við jörð eða helst
nokkuð niður í fönnina, sem húsið
stendur á. Inni er hlaðinn upp dálítill
pallur úr snjó, þar sem menn hvílast á.
Á hann er fyrst breitt hreindýraskinn-
um með loðnuna niður og svo aftur
öðru lagi af skinnum með loðnuna upp
og verður þá ekki vart kuldans af snjón-
i .ín. Þegar kveikt er á eldunartæki, sem
er látið vera á „gólfinu“, hitnar brátt
inni, því að inngangurinn er það lágur
að hitinn fer ekki út. Það sem hráðnar við
hitann drekkur snjórinn í sig sjálfur, en
það frýs svo smámsaman af kuldanum
úti og verður því húsið brátt að traustu ís-
liúsi.
1
1. mynd. ' Flögur í snjóhús.
2. mynd. Flögunum hlaðið í veggi.
3. mynd. Snjóhúsið nærri fullgert.
Þau eru hlýjust meðan þan eru ný, því
að þá er snjórinn þykkastur og meðan
hann er ekki þjettari en svo, að loft
kemst ofnrlítið í gegn um liann. Því leng-
ur sem verið er í þeim, því þvnnri og
þjettari verða þau. Það var einu sinni að
því komið að þetta hefði alvarlegar af-
leiðingar fyrir Vilhjálm og fjelaga hans,
eiginlega eina hættan, sem liann komst í
á ferðum sínum.