Úti - 15.12.1936, Síða 11

Úti - 15.12.1936, Síða 11
UTI II þar sem var niður í móti og það jók þvi ekki hundunum erfiði. A sumrum, eða þegar snjór er horfinn, verður ekki farið öðruvísi en gangandi og verða menn þá að bera pjönkur sínar. Þá eru meira að segja hundarnir látnir bera líka. Það er því ekki nema eðlilegt að Eskimóunum — og Vilhjálmi þvki vænst um vetur- inn! Það er ein ferð, sem Vilhjálmur sjálf- ur talar um með einna mestum fjálgleik og jeg verð því að geta um hjer. Sagnir gengu um það, að austar miklu en þar, sem Vilhjálmur hjelt til, væru Eskimóar með ljóst liár og blá augu. Eskimóar eru annars skyldir Kínverjum að uppruna og eru svarthærðir og dökkeygir. Vil- hjálmur einsetti sjer að komast þangað og rannsaka þetta fólk. Inn í steinöldina. Hann lagði af stað í það ferðalag 21. apríl 1910. I fylgd með honum voru þrír Eskimóar, tveir karlmenn og ein kona. Konur voru jafnan með', til þess að við- halda klæðnaðinum, varð jafnvel oft að hafa börn með þeirra vegna. Eskimó- arnir höfðu heyrt um kynflokk, sem hyg'gi austar, en það fylgdi með sögnnni að hann dræpi alt aðkomufólk. Eskimó- ar eru yfirleitt tregir til að ferðast í öðru skyni en því, að afla matfanga. Að ferð- ast til þess að sjá sig um eða að kynnast einhverju nýju er þeim fjarlægt. Nú reyndist veiðin heldur treg á þessu ferða- lagi og Eskimóarnir fóru að verða treg- ir til að halda áfram. Lengi sáu þeir eng- in merki eflir menn, en 9. maí finna þeir þó rekavið, sem auðsjáanlega hafði ver- ig höggvið í með heldur bitlitlu verkfæri. Nóttina eftir varð Eskimóunum ekki svefnvært, þeir töluðu ákaft saman fram undir morgun. Voru þessi merki eftir fólkið sem „drepur alla aðkomumenn“? Vilhjálmur óttaðist að þeir fengjust elcki til að fara lengra, en það merkilega var, að þeir voru sjálfir orðnir forvitnir að sjá þetta fólk. 4. mynd. Skotvopn ,,steinaldar“~Eskimóa. Þremur dögum seinna fundu þeir snjó- húsaþorp með ekki færri en 50 lnisum og lá slóð eftir sleða frá húsunum til norðurs, þ. e. út á ísinn. Þeir hjeldu svo áfram eftir slóðinni og daginn eftir fundu þeir fólkið. Móttökurnar voru iixjög merkilegar, en það er annars af fólkinu að segja, að það reyndist sama gæðafólkið og aðrir Eskimóar eða jafn- vel fremra í gestrisni. En hjer kom Vilhjálmur í einum svip beint inn í steinöldina. Hann var alt í einu kominn svo sem tíu þúsund ár aftur í tímann. Þetta fólk hafði ekki haft nein kynni af hvítum mönnum eða menningu þeirra. Það liafði verkfæri, sem það hafði útbúið sjálft, en þau voru úr eir, sem fanst þar í jörðu. ílátin voru úr tálgu- steini, sem þar var einnig til. Þarna lifði það sínu glaða og áhyggjulausa lífi, bjó í snjóhúsum og fluttist til eftir veiðinni. Gestrisnin var einlæg og innileg. Gestirn- ir fengu besta matinn að borða. Þeir fengu ekki einu sinni sjálfir að gera snjó- hús yfir sig, því það gerðu liinir. Það er liklega einsdæmi að vísinda- menn komist svo beint að slíku viðfangs- efni sem Vilhjálmur i þetta sinn. Hjer var hann sjálfur sem einn af þessu fólki, talaði þeirra mál og kyntist þeim bæði i sjón og reynd.

x

Úti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.