Úti - 15.12.1936, Page 14

Úti - 15.12.1936, Page 14
14 Ú T I Mörg skip láu fyrir utan ísinn, vi'ð Austurland, flest seglskip með vorvör- urnar til Austur og Norðurlandsins, og sumt smá gufuskip með síldveiðaáhöld og síldveiðamenn. Yeður var stilt, eins og vanalega á sjer stað, þegar ísinn er orðinn landfastur, svo ferðin gekk vel til haka og komum við seinni hluta dags inn á Reykjavíkurhöfn. — Jeg fór í land og var þá auðvitað peningalaus, því ferðapeningarnir höfðu farið í þetta ferðalag; en peninga gat jeg fengið hjá fjárhaldsmanni mínum, ef jeg gæti kom- ist á annað skij). A höfninni láu norsk skip, sem höfðu snúið aftur frá Austur- landi og leitað hafnar í Reykjavík, lil þess að fá sjer vistir, áður en þau legðu af stað í nýja tilraunaferð. Meðal þessara skipa var lítið gufuskip, norskt, er hjet „Adria“, skipstjórinn hjet Rasmussen. Um horð í það fór jeg sama dag og „Valdemar" kom aftur til Reykjavíkur. „Adria“ ætlaði af slað snemma næsta morgun. Skipstjórinn tjáði mjer að hann gæti engan farþega lekið, því að um horð væru !)() síldveiða- menn. Þeir lægu ofan á tunnufarminum í lestarrúmi skipsins og matur væri af skornum skamti og fl. Meðan jeg var að þinga við skipstjór- ann kom eigandi farmsins, Otto Wath- ne til okkar og er hann frjetti liver jeg væri, kvað hann sjálfsagt að lofa mjer með, því það ættu foreldrar mínir skilið af sjer og var það samþykt, með því skilyrði að jeg keypti mjer smjör og brauð og eitthvað meira til fararinnar. Jeg tjáði honum, að við værum þrír skólapiltar að austan og að við hefðum lofað hver öðiúim, að vtírða samferða austur, hvernig sem við höguðum ferða- laginu, en það var fyrst eftir langa mæðu að þeir fengu að fara með, Um kvöldið komum við um borð og sigldum næsta morgun frá Reykjavík. Próvíantinn (matarforðinn), sem við keyptum, entist til Vestmannlaeyjja, og úr því var fæðið eigi margbrotið, en samt fengum við hæfilega nóg að borða. Þegar við komum að Ingólfshöfða mættum við hafísnum. Yið hjeldum norð- ur með landi, fyrir utan ísinn og livergi sást votia fyrir vök i ísnum, sem hægt væri að smjúga inn um. Loks staðnæmd- umst við fyrir norðan Glettinganes og var þá kolsvarta þoka. Jeg reyndi að renna færi og varð líka var. Fjekk að mig minn- ir, 2 þorska, en svo var farið að hreyfa skipið og' jeg varð að hætta. Um kvöldið þennan dag var skapið heldur dauft um borð, því að það hafði verið ákveðið að setja stefnu á Noreg, ef ekkerl lagaðisl um nóttina. Þegar jeg' vaknaði, í hýti næsta morgun, milli tunnanna i lestinni, var alt kyrt og sama þokan. En þá vor- um við umkringdir af is, á alla vegu, og því ekkert hægt að aðhafast. Varð því að láta skipið reka fyrir straumi og' falli. Altaf urðu menn að skiftast til að vera á ísnum fyrir aftan skipið, til þess að stjaka ísnum frá skrúfunni, því hún var, eins og gefur að skilja, það einasta, sem gal hjargað okkur, ef við losnuðum. Þannig rákum við fram og aftur lengi og venjulega sáum við ekkert fyrir þoku. Loks áttuðum við okkur og vorum þá staddir í flóanum fyrir norðan Dala- langa. Svo skall þokan á aftur. Isinn var svo þjettur, að hvergi sást í valn milli jakanna. Loks komumst við móts við Brimnes í Seyðisfirði. Vorum við 13 klukkutíma þaðan og inn að Vestdals- ejæi, altaf í svarta þoku, og mjökuðum okkur þannig áfram, að þegar var búið að stjaka ísnum frá skrúfunni, var hún látin ganga liægt áfram og íttum þann- ig ísnum frá öðru stefninu. Rjóma- logn var ’iallani þann dag o/g auðvitað enginn undiralda. Þ. 22. júní stigum við á land í Seyðisfirði og er mjer óhælt að segja að þá var jeg feginn að fá „huff“ hjá Thostrup gestgjafa, en hve mörg stvkki jeg horðaði, man jeg ekki, en þau voru mörg. Þann 24. júní (jónsmessudag) kom jeg heim á Eskifjörð og hafði faðir minn

x

Úti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.