Úti - 15.12.1936, Qupperneq 15

Úti - 15.12.1936, Qupperneq 15
IJ T I 15 sent mjer hesta til Seyðisfjarðar og korn handa þeim, því hverg'i á leiðinni sást stingandi strá eða votta fyrir gróðri. Fjarðarlieiði og Eskifjarðarheiði vorn þaktar þykkum klaka. — ísinn hvarf frá Austurlandi 1. júlí þ. á. Eins og oft á sjer stað með hafís, hvarf hann alt í einu og varð ekkert vart við hann það sem eftir var ársins. Það er eðlilegt, að ísinn hverfi snögglega frá landinu, þar eð slraumar ráða ferð- um hans, meira en veður og vindur. Foreldrar mínir höfðu heðið mig um að leggja leiðina 1883 yfir Færeyjar, svo jeg slippi við hafísinn. Nú vildi svo til að um vorið 1883 var íslaust. Þegar jeg losnaði úr skólanum hafði jeg ekkert frjett af ís, svo jeg af- rjeð að taka mjer far með e.s „Laura“, sem þá var nýtt skip og vandað. Gat það farið alt að 12 mílur í vöku. Mig langaði ekkert til Færeyja, en kring um land átti jeg marga vini, þá gæti jeg rent færi á þeirn höfnum, sem jeg ekki ncnti í land, eða þeim stöðum, sein skipið leitaði til lands, fyrir vondum veðrum eða þoku. Við lögðum af slað frá Reykjavík þ. 1. júlí í indælu veðri. Margir farþegar voru um borð, meðal annara margir skóla- piltar á 2. farrými. Glatt var á hjalla í góða veðrinu og þess á milli spilað, sung- ið og sagðar sögur. Bjart var allar nætur og man jeg aldrei eftir betra sjóveðri, en jiegar við fórum austur með Horni. Skygni var óvenju gott og virtist sjást langt til hafs. Stýrimaður skipsins fór upp i reiðann, svo hátt sem komist var, en hvergi sást votta fyrir ís. Þegar við vorum komnir nokkra leið austur á Húnaflóa, sást hafís og stefndi beint á flóann með miklum liraða. Skip- inu var þegar í stað snúið við og aukin ferðin sem mest, til þess að komast vest- ur fvrir horn, áður en ísinn kvíaði okkur inni. En ísinn varð fljótari og króaði okkur inni í Húnaflóa. Komumst við þó inn á Revkjarfjörð. ísinn var svo mikill að livergi sást út yfir hann, eða vök í honum, frá hæstu fjöllum. Á hverjum morgni fór jeg með stýrimanni upp á fjöllin, venjulega norður fyrir fjörðinn. Hafði jeg mikla skemtun af þessum túr- um og oft fórum við í leiðinni yfir fjörð- inn út að ísnum i fjarðarmynninu, ef einhverja veiði bæri að höndum, en um veiði var ekki að ræða. Samt sáum við einn daginn, á leið yfir fjörðinn, ein- kennileg sjón. Á firðinum var logn og framundan bátnum alveg íslaust. Alt í einu komu stórar gusur upp úr sjónum og þegar við komum þar að, sáum við, að þarna börðust tvö stór sjáfardýr upp á líf og dauða í vatnsskorpunni, það var selur og afarstór spraka (lúða). Okkur varð svo starsýnt á aðfarir dýranna, að við hugsuðum ekki um að skerast í leik- inn. Dýrin hentust upp úr sjónum og sýndist mjer selurinn hafa náð heljar- taki á flvðrunni, en samt fór svo að liún slapp úr greipum hans, og hvarf með miklum hraða í djúpið. Selurinn var auð- sjáanlega dasaður því hann var lengur að komast í kaf. Þegar við höfðum legið á Reykjarfirði 4 daga og ekkert útlit var fyrir, að sleppa þaðan fyrst um sinn, yfirgáfu allir far- þegarnir, c. 40 manns skipið. Lögðu þeir á stað landveg heimleiðis. Áttu flestir heima á Norðurlandi en einstaka á Aust- urlandi. Jeg einn slóst ekki með í förina, því jeg vonaði að ekki yrði langt að híða þar til ísinn hyrfi. Og óneitanlega hafði jeg liálf gaman af þessu ferðalagi í ísn- um. Það fanst mjer meira spennandi, en að leggja landið undir fót. Við það að jeg varð einn eftir, græddi jeg það, að jeg fjekk að borða með yfir- mönnum skipsins í „messanum“, sem kallað var, af því að það borgaði sig ekki að halda borðhald á 2. farrými fyrir mig einan. Maturinn var þar miklu hetri en á 2. farrými. Einn morgun varð jeg var við það, að þjónustufólk brytans hafði mikinn út- búnað og ætlaði til fjalls með stórar

x

Úti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.