Úti - 15.12.1936, Page 17

Úti - 15.12.1936, Page 17
UTI 17 rjes“, kallaði Hannes kennari og dró mál- band upp úr vasanum. „Sjáum til, 20% metri. Það er eitt lengsta stökk, sem hjer hefir sjest. — „Nú verður þú að reyna“, i)ætti liann við og sneri sjer að Þóri, „og sýna okkur, hvort þú getur gert betur“. Þórir sá hæðnisglott nýja drengsins, þar sem hann stóð og horfði á hann, og brá stöfunum í snjóinn og gekk hratt upp á brekkubrúnina. Njáli stóð kvrr við hengjuna. Þórir beit saman tönnunum og rann af stað. Jú, á þessum ágætu, nýju skiðum, sem pabhi Iians hafði gefið honum í af- mælisgjöf um daginn, með úrvalsbönd- um, skyldi það takast! Hann ýtti sjer kröftuglega áfram með stöfúnum, tií að auka hraðann nú slepti hann stöfunum og hevgði sig dá- lítið — það var eins og hver vöðvaþráð- ur í líkama hans titraði og hann stökk. Hann heyrði drengina hrópa húrra fyrir aftan sig, þegar hann rann neðri brekkuna, og þegar hann kom upp, frétti liann, að hann hafði stokkið tuttugu og einn metra. En Andrjes stefndi upp á brúnina hugsanirnar hringsnerust í kollinum á honum. Ef honum tækist að sigra í skíða- kepninni, mundu skólahræður hans líta upp til lians! Hann sem hafði verið svo viss um sigurinn, og nú leit þó út fyrir, að Þórir mundi sigra hann! En hann skyldi sigra! Hann var ákveðinn í að láta skólabræður sína líta upp til hans, nýlið- ans, sem hafði sigrað þeirra eigin kappa, Þóri á Vengi.----— Svo kom liinn langþráði dagur. Glamp- andi sólskin og heiðblár himinn yfir dalnum. Fjölmenni mikið streymdi upp í skíða- brekkuna, keppendur og áhorfendur. Nú hófst fyrsta umferð í skíðakepn- inni. Hver drengurinn eftir annan þaul fram af hengjunni. Þarna kom Njáll. Hann missti jafnvægið, þegar hann kom niður af stökkinu, og valt niður hrekk- una. Alt í einu bárust hvíslraddir um allan áhorfendaskarann. Þarna kom sonur nýja ráðsmannsins á prestssetrinu, liann Andrjes! Hann rann fagurlega af stað, sveif eins og fugl fram af liengjunni, og húrrahróp- in sög'ðu til, að vel hefði tekist. „Tuttugu og einn metri“, kallaði sá, sem mældi, og hrifningaralda fór um raðir áhorfendanna þetta var drengur, sem kunni að stökkva! Nú komu margir drengir, sem áhorf- endurnir kærðu sig ekki mikið um að liorfa á. Allir biðu eftir Þóri. Þarna kom hann jók hraðann með stöfunum og lagði sig bersýnilega fram. Hann stökk, fallega, lítið eitt álútur snart brekkuna aftur og rann áfram, stöðugur og rólegur. „Tuttugu og einn og hálfur“, kallaði sá, sem mældi. Dynjandi húrrahrój) kváðu við, og liamingjuóskun- um rigndi yfir Þóri, þegar hann gekk upp aftur með sitt skíðið í hvorri liönd. Hann gekk upp á brúnina, lagði skíðin þar frá sjer og hljóp niður eftir til að frjetta, hvernig hinum hafði gengið. Hann tók ekkert eftir því, að Andrjes horfði á hann. Svo þreifaði Andrjes nið- ur í huxnavasann og horfði uppeftir, þangað sem Þórir hafði skilið við skíð- in sín.---- f annari umferð stökk Njáll tuttugu metra, en það stoðaði ekkert, úr því liann datt í fyrstu umferð. Andrjes stökk fall- ega, tuttugu og hálfan metra. Og nú biðu áhorfendur með eftirvæntingu eftir hetju dagsins — Þóri. Þarna kom liann, með sama rjúkandi hraðanum sem fyrra skiftið. Hann stökk ágætlega — en hvað nú? Um leið og hann snart brekkuna aftur, inissti hann jafnvægið og valt nið- ur eftir. Vonhrigðaliróp heyrðust frá áliorfönd- unum. Þarna hafði liann alveg eyðilagt fvrir sjer nú var Andrjes viss með að fá fyrstu verðlaun!

x

Úti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.