Úti - 15.12.1936, Qupperneq 20

Úti - 15.12.1936, Qupperneq 20
20 ÚTI bregður svo við að frostið hverfur, hon- nm hiýnar öllum og liann getur sofnað eðlilegum svefni, þar til hann vaknar á ný, nægilega liress til að hrjótast áfram á ný ef hriðinni er slotað, eða ef svo er eigi, getur hann í næði hugsað sitt ráð, og finnur þá eina úrræðið, að halda enn kyrru fyrir, þar til styttir upp. Niðri í fönninni er venjulega nóg' loft til að anda að sjer, en ef þröngt er um andrúmið, þá er ætið liægt að gera sjer dálítinn stromp með stafnum eða hendinni. En liitt er víst, að strax undir þunri snjóbreiðunni er ekkert frost fram- ar og engin hætta á kali fvrir þann, sem ekki liefir þegar kalið eða er því ver á sig kominn, vegna veikhmar eða [jreytu. Mennirnir hafa einnig lært af skepn- unum, hvernig fara skal að. Þær bjarg- ast þráfaldlega, þó þær grafist í fann- fergi. Hestar að vísu sjaldan, því þeir þráast við að standa upp úr snjónum þar til yfir tekur og frostið hefir gagn- tekið þá. En sauðfje fennir oft og bjarg- ast jafnvel þó að það verði að iig'gja marga daga eða vikur í fönninni. Dæmi eru til, að kind hafi náðs lifandi úr fönn eftir 18 vikur. Þegar æðarkollan liggur á eggjum og iiríð skellur á, þá situr hún sem fastast og lætur skefla vfir sig. Bjargar hún með því oft og tíðum bæði sjálfri sjer og eggj- um sínum. Vilhjálmur Stefánsson lærði það af Grænlendingum, að leggjast fvrir ofboð rólega og' láta skefla yfir sig likt og æð- arkollan gerir, og hlessast þetta ágæt- lega. Um að gera að taka þetta ráð í tíma, meðan kraftar eru óskertir. Það er of seint þegar „frýs í æðum blóð“. Hafi maður nestisbita með sjer, eins og allir óvitlausir ferðamenn eiga að hafa, þá er öllu óhætt í fönninni fyrst um sinn, og sje maður vel búinn, i góð- um stígvjelum og vatnsheldum jakka, með lambhúshettu á höfði, Þá er vistin fullgóð. En sje engu að bita nje brenna og klæðnaður ljelegur, þá vöknar maður að sjálfsögðu af snjóbráðinni og verður lítt svefnsamt og hrollkalt. búi fullfrísk- an mann sakar ekki, þó svo þjaki að honum um hríð. Mýmörg dæmi eru þess, að menn hafi bjargast í fönn. Unglingar ættu að æfa sig í því að grafa sig í snjó í stórlirið og finna, hvílíkt snjallræði hjer er um að ræða, ef í tíma er tekið. Það segir sig sjálft, að varasamt er að fara úr fönninni of snemma, áður en upp styttir, eða ef frostið er liart, því að þá er liætt við kali. Það má fullyrða, að eins og skepnurnar bjargast, sem liggja vikum saman, eins getur maður þolað við að minsta kosti í nokkra daga“. Kafli þessi er eftir Steingrím Mattbi- asson lækni. Hann hefir og skrifað á- gæta ritgerð um sama efni í „Skírni“ 1909. Skátar og aðrir ferðalangar ættu að fara að ráðum læknisins og æfa sig í því að grafa sig í fönn, næst er þeir fara í vetrarferðalag. ,/. O. ,/. Eins og sjá má á greininni Blaðamál ísl. skáta hjer í blaðinu, hefir Bandalag ísl. skáta nú tekið að sjer útgáfu allra hinna þriggja skátablaða, sem út koma lijer á landi. Einum manni liefir verið falin afgreiðsla allra blaðanna. Hann sjer og um innheimtu og öflun. auglýsinga. Til þess að sjá um þessi störf, befir B. í. S. kosið Axel L. Sveins, sem Uti birtir lijer mynd af.

x

Úti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.