Úti - 15.12.1936, Side 22
22
U T I
um liina mörgu leyndardóma svifflugs-
ins. Hann þekkir öfl þau, er gera svil'-
flug mögulegt og honum finst svifflug
ekkert undarlegra en sigling með seglbáti.
Hann þekkir einnig álirif stýrisútbúnað-
ar svifflugunnar og veit hvernig hann á
að beita þeim á hverjum tíma, hann er
með öðrum orðum orðinn all flugfróður
og efast aldrei um gagnsemi flugsins yfir-
leitt. Hann er að verða einn af sonum
loftsins og trúir á framtið hins besta og
fljótasta farartækis, sem til er, framtíð
flugvjelarinnar. Að þessu bóklega námi
loknu, sem venjulega fer fram á veturn-
ar er hvrjað á sjálfu fluginu. í fyrstu er
vjelin aðeins dregin eftir jörðinni, þó það
Iiratt að áhrif stýranna gæti lítið eitt.
Nem. er sagt að hreyfa stýrið á vissan
hátt og' lionum er sagt að liann eigi að
stýra eins og vjelin sje í einhverri ákveð-
inni stöðn í loftinu. Þegar að kennarinn
sjer að alt er rjett gert og er viss um að
nem. þekkir flugtækið nákvæmlega að
öllu ieyti, er byrjað að lyfta sjer frá jörðu.
í fyrstu þó aðeins tæpan metra. Nem. á
nú að halda öllum stýrisáhöldunum í
miðstöðu og þarf í fyrstu flugunum alls
ekki að lireifa stýrin. Er þetta aðeins gert
til þess að venja hann við að lief ja sig til
flugs. Smátt og smátt eru gúmmíböndin,
sem notuð eru til þess að hefja vjelina
til flugs, teygð meir og meir, hraðinn
eykst, vjelin þýtur af stað, vængirnir fá
af hinum aukna hraða, aukið burðar-
magn, flugið hækkar smátt og smátt og
ekki líður á löngu þar til nem. er farinn
að fljúga bæði í 10 og 15 metra hæð. Á
einu verður nem. mjög hissa og það er
vegna þess að þótt hann fljúgi í alt að 50
m. liæð, finnur liann ekkert til lofthræðslu
og því liærra sem hann flýgur þeim mun
minni möguleika liefir hann til þess að
verða lofthræddur. Þetta gildir fyrir alla
jafnt; fólk sem varla getur litið út um
glugga á háu Iiúsi án þess að verða loft-
lirætt, getur flogjð hvað hátt sem vera
skal án þess að finna til lofthræðslu.
Þegar að nem. er búinn að fljúga nokk-
uð oft og orðinn öllu vanur er hann látinn
taka A prófið.
Hann sest í vjelina á vanalegan liátt,
spennir sig fastann, atliugar stýrisútbún-
aðinn, liagræðir fótunum á fótastýrinu,
heldur laust um stýrisstöngina með hægri
hendi og' bíður rólegur átekta. Kennarinn
stendur við vinstri væng vjelarinnar og
styður við hann með hægri hendi.
Tveir menn halda í sporð vjelarinnar
og bíða eftir að fá merki um að sleppa.
Fremst í vjelina er festur allþykkur
gummikaðall eða gúmmíkaball um 2 cm.
á þykt og um 80 metra langur, er hann í
tveimur álmum 40 m. hvor.
Kennarinn gefur skipun um að byrja
að teyg'ja á böndunum og mennirnir 6
ganga af stað, nú stríkkar á böndunum
og fá „start“mennirnir þessu næst skip-
un um að hlaupa með höndin. Þegar
kennarinn sjer að böndin eru að verða
fullteygð, gefur hann mönnunum, sem
hjeldu vjelinni, skipun um að sleppa, og
nú þýtur vjelin til flugs. Kennarinn hefir
stop])úr og' hafi liðið 30 sek. frá „starti“
til lendingar og lendingin verið rjett, er
nem. orðinn „A“ svifflugsmaður og fær
nú dökkblátt kringlótt merki með einum
hvítum máf.