Úti - 15.12.1936, Qupperneq 24

Úti - 15.12.1936, Qupperneq 24
24 U T I Kenslustund hjá Dav. Sch. Thorsteinsson Eftir Jón Oddgeir Jónssori. Aðalstoð sjerlivers æskulýðsfjelags- skapar er sú, að þeir hinir eldri og reynd- ari vilji ljá æskunni leiðsögn sina. Oft hefir það viljað brenna við innan skátafjelagsskaparins, hæði hjer og er- lendis, að hópur áhugasamra drengja hef- ir ekki getað stofnað skátasveit eða flokk, vegna þess að þá vantaði foryst- una — forystu fullorðins manns, er leiða vildi starfið. Oft hefir það einnig hamlað framhalds- kenslu í einstökum fræðslugreinum, sem skátar leggja áherslu á, t. d. hjálp í við- lögum, að leiðbeiningar þeirra, er meira vissu, vantaði. Sá maður, sem mest hefir fyrir skáta gert, í þeim fræðum er vjer nefnum tijálp i viðlögum, er eflaust Davíð Sch. Thorsteinsson læknir. Árið 1917 fluttist hann til Reykjavík- ur. Var hann þá kominn á sjötugsaldur og hafði verið hjeraðslæknir í erfiðum iæknahjeruðum vestanlands í 36 ár sam- fleitt. Flestir munu álíta að í hans sporum mundi eðlilegast að setjast í lielgan stein livílast eftir erfitt og merkilegt lifs- starf. En i þess stað hefst nýr og merkilegur þáttur í lífsstarfi Daviðs Sch. Thorsteins- sonar. Hann byrjar að vekja almenning Læknirinn, sem hóf merkilega starfsemi eftir að hann varð sext- ugur og búinn að gegna erfiðum tæknahjeruðum í 36 ár. til umhugsunar, í ræðu og riti, um liið mikla nauðsynjamál, að ef slys beri að höndum, sje hverjum manni skylt að kunna hin algengustu og einföldiistu ráð til hjálpar, þar til náist í lækni. Og hann byrjar á hinum rjetta vetf- vangi meðal æskunnar. Ári síðar en hann flyst til Reykja- víkur er hann byrjaður að kenna af fullu fjöri, stórum hóp skáta, hin merki- legu fræði að geta veitt sjálfum sjer og tíðrum hjálp, ef slys beri að höndum. Jeg var einn þeirra mörgu skáta, er naut kenstu og leiðbeininga Davíðs Sch. Thorsteinssonar Aldrei munu mjer liða kenslustundir lians úr minni. Við hvert orð — hvert handarvik hins reynda læknis, luk- ust upp fvrir oss nýir leyndardómar. Svo lifandi og eðlileg var kensla hans, að ekki var hægt annað en að taka eftir og' læra. Seint mun jeg gleyma þeirri eftirvænt- ingu, er vaknaði í brjósti okkar drengj- anna, þegar læknirinn sagði í byrjun einnar kenslustundarinnar, að nú ætti að taka fyrir hvernig lífga mætti menn úr dauðadái, menn sem t. d. hefðu verið dregni rupp úr sjó eða vatni og litu út sem dauðir væru. Hvernig í ósköpunum skyldi nú tækn- irinn fara að því, hugsaði jeg' með sjálf- um mjer og datt í hug þjóðsögurnar um það, þegar menn voru vaktir upp frá dauðum. Varla mundi hami fara að

x

Úti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.