Úti - 15.12.1936, Síða 31

Úti - 15.12.1936, Síða 31
ÚTI 31 Líf og leikur Æðsta lakmark skátans er að verða nýtur og góður maður i þjóðfjelaginu. Til þess að vera viðbúinn, að mæta ýms- um örðugleikum, er verða á vegi hans, þjálfar hann sjálfan sig. Það sem eink- um einkennir þjálfun skátanna er það, að um leið og þeir þjálfa sig, þá leika þeir sjer. Þeir sameina líf og leik, ef svo mætti segjja. Inní leiki þeirra er fljettað ýmsum hugraunum, svo sem að geta ratað í myrkri eftir áttavila og landabrjefi,mæta ýmsum (ímynduðum) slysum, veita at- hygli öllu, sem gerist í kringum þá og fl. og fl. Þegar þeir æfa sig í slíku, þótt í leik sje, hjálpar það þeim, til þess að geta leyst verkefui þessi rjett af hendi síðar, i sjálfu lífinu. Til þess að skýra þetta betur, ætla jeg að segja ykkur frá einum slíkum leik, sem skátarnir í Reykjavík háðu i haust. Þrem skátaflokkum (í hverjum flokki eru 6—8 drengir) var sagt að mæta eitt laugardagskvöldið á Lækjartorgi. Út- búnaður hvers eins og flokksins í heild, varð að vera eftir öllum skátareglum. Með hverjum flokki mætti einn skáti, úr eldri deildunum (R. S.-skáti). Þeir sögðu nú hverjum flokksforingja, hvert ætti að halda. Fyrsti flokkurinn fór með strætis- vagni uppað Rauðavatui, annar að Gunn- arshólma og sá þriðji að Reykjakoli. Verkefnin voru sem hjer segir: Allir flokkarnir eru latnir tjalda, hver á sínum áfangastað. Þeir ganga til náða í tjöld- um sínum, eins og vant er. En kl. 1 um nóttina, í kolamyrkri, er fyrsti flokkur- inn vakinn. R. S.-skátinn segir foringja skátanna, að sjer hafi borist svohljóð- andi brjef: Skátar! Komið fljótt til hjálpar. í áttina (lijer var átt sú, sem hver flokkur Daníel Gíslaso álti að fara i, nákvæmlega uppgef- in) hjeðan hefir flugvjel hrapað til jarðar. Hún stendur í björtu báli. Þrír menn voru i vjelimii, sem þarfnast skjótrar og góðrar hjálpar. Allir flokkarnir fengu þetta brjef. Annar flokkur var vakinn kl. W2 og sá þriðji kl. 2. Strax og foringi hvers flokks Iiafði fengið hrjefið, liar honum að láta liðsmenn sína taka niður tjöldin, í skyndi, og leggja af stað, með allan far- angur, í áttina til flugvjelarinnar. Allir voru flokkarnir látnir stefna á sama stað, Langavatn, enda var það jafnlangt frá öllum tjaldstöðum flokkanna, svo að all- ir höfðu jafnlangt að fara. Nú var um að gera fyrir skátana að rata í myrkrinu og nota rjett áttavitann og landahrjefið. Vegalengdin, sem þeir þurftu að ganga var um 4 km. Hvernig var nú ástandið við Langa- va tn ? Þar lágu þrir skátar, við vesturenda vatnsins. Allir táknuðu þeir liina særðu flugmenu, sem biðu eftir hjálp skátanna. Skamt l'rá þeim brann bál, sem auðvitað táknaði hina hrennandi vjel. Auk þess voru þarna nokkrir R. S.-skátar, sem eft- irlitsmenn og dómarar. Nú var beðið með óþreyju eftir skátunum. Loks kom fvrsti flokkurinn. Hann hafði ratað rjett og sjeð hálið. Einn R. S.-skátanna, sem þar

x

Úti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.