Úti - 15.12.1936, Síða 32
32
ÚTI
var staddur, segir skátunum að nú þurfi
skjót liandtök, því einn flugmannanna
liggi hálfdruknaður í flæðarmáli vatns-
ins, annar sje fótbrotinn og sá þriðji mik-
ið brunninn. Foringi skátanna skipar nú
fyrir, hvernig best sje að haga hjálpar-
starfinu, þannig að allir fái sem fyrst
bráðabyrgðahjálp við meiðslunum. Eins
og góðum skátaflokki bar, hafði flokkur-
inn ágætt ferðaapotek með sjer, og allir
kunnu skátarnir að veita fyrstu iijálj).
Þá eru þeir spurðir um, hvar sje næsti
læknir, bílvegur og svo framv. Þegar
þessu er lokið, har skátunum að velja
Ijaldstað og slá þar upp tjöldum sínum.
Með nokkru millibili komu svo flokk-
ar þeir, sem eftir voru. Fóru þeir að öllu
eins og fyrsti floklcurinn, bundu um sár
hins brenda og hins fótbrotna manns og
gerðu lífgunarlilraunir á þeim druknaða.
Síðan tjölduðu þeir. Allir komust flokk-
arnir þannig heilu og höldnu að mark-
inu. Auðvitað voru þeir misjafnlega dug-
legir að rata í myrkrinu og eins að veita
hjálpina, en alt fór það samt rjett fram.
í þessum leik reynir jafnt á foringja
og liðsmenn flokkanna. Foringinn verð-
ur að vera fljótur að átta sig á því, hvern-
ig hest er að skipa drengjunum fyrir
verkum, bæði þegar taka þarf upp tjöld-
in, í einni svipan, og eins þegar komið
er að hóp slasaðra manna, að gæta þess
að allir geri eittlivað, og að öllum hinum
særðu sje veitt hjálpin jafn fljótt. Þá ríð-
ur og á þvi, að rjett átt sje valin á átta-
vitanum og að skátarnir kunni einnig að
notfæra sjer það, að rata jafnldiða eftir
stjörnunum, ef þær sjást, og athuga
vindstöðuna.
Þannig reyna skátarnir að afla sjer
þekkingar og þjálfunar í leik til þess að
geta verið viðbúnir, þegar til alvörunnar
kemur.
Það hefir því miður oft sýnt sig, að
þegar fólk kemur að slysastað, stendur
það ráðþrota, jafnvel þótt það hafi lært
BLAÐAMÁL ÍSL. SKÁTA.
Framh. af hls. 28.
nefndin til, að auki, að til reynslu skyldi
þetta fyrirkomulag haft í eitt ár, en ef
j)að sýndi sig þá, að halli yrði ekki á út-
gáfunni, skyldi BÍS reka útgáfu blað-
anna í framtíðinni.
Nú hefir stjórn BÍS ráðið, sem út-
gáfustjóra Axel Sveins skálaforingja.
Bitstjóri „Úti“ verður eins og áður Jón
Oddgeir Jónsson. Hann var og ritstjóri
,Slcátablaðsins“, en samkvæmt tillögum
hans, um að sami maður hafi ekki rit-
stjórn nema eins blaðs á hendi, þá lætur
hann af ritstjórn „Skátablaðsins“. I stað
hans hefir herra Steingrímur Arason,
varaskátaliöfðingi íslands, tekið við ril-
stjórn „Skátablaðsins“ ásamt Frank
Michelsen. Ritstjórn fyrir „Skátann",
sem koma mun út, sem foringja og R. S.
blað, eftir nýjár, liefir ekki eun verið
ákveðin.
Leifur Guðmandsson.
hjálp í viðlögum. Það vantar einbeitni til
þess að byrja.
Að mínu áliti þurfa því allir, hvort
sem þeir eru skátar eða ekki, að þjálfa
sig í j)ví að koma á slysastað. Það er hægt
með þvi að fara að eitthvað líkt og skát-
arnir, sem sagt er frá hjer á undan. Mörg
dæmi úr daglega lífinu sanna, að fum og
ráðaleysi á slysastað, hefir gert mikið
tjón.
Verum viðbúnir.
Daniel Gíslason.