Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2015, Qupperneq 1

Skessuhorn - 28.01.2015, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 5. tbl. 18. árg. 28. janúar 2015 - kr. 750 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur Lúsina burt! Nefúði! Naso-ratiopharm Grænn er fyrir börnin FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF BRÚARTORGI - 310 BORGARNESI - S. 437 1055 www.framkollunarthjonustan.is Í kvöld, miðvikudag klukkan 21:30, verður fyrsti þáttur Sjónvarps Skessuhorns sendur út á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þátturinn er hálftíma langur. Hann verður sá fyrsti af tólf mannlífs- og fréttaþáttum sem Skessuhorn mun framleiða til sýningar á ÍNN og síðar á internetinu. Starfsmenn Skessuhorns hafa unnið að undirbúningi þessa verkefnis síðan um áramót. Framleiðsla á efni er komin vel í gang en efnistök verða um gervallt Vesturland. Meðfylgjandi mynd var tekin í Akranesvita á mánudaginn þegar Magnús Þór Hafsteinsson fréttamaður og Friðþjófur Helgason tökumaður voru að taka upp kynningu fyrsta þáttar. Ljósm. hs. Menntamálaráðherra hefur sett fram þá hugmynd að sameina Landbúnaðarháskóla Íslands, Há­ skólann á Bifröst og Háskólann á Hólum í nýrri s j á l f s e i g n a r ­ stofnun. Þetta varð opinbert eftir að Björn Þ o r s t e i n s s o n rekstor Land­ búnaðarháskóla Íslands sendi starfsmönnum skólans tölvupóst síðastliðinn þriðjudag. Í bréfinu kemur fram að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi sett fram þá hugmynd að búin verði til ný sjálfseignarstofnun þar sem sam­ einaðar verði fyrrgreindir skólar. Í menntamálaráðuneytinu er unnið að úttekt á háskólakerfinu í heild, en fram hefur komið hjá Illuga Gunnarssyni sú skoðun hans að há­ skólar í landinu séu of margir. Benda má á að næstkom­ andi föstudag klukkan 9:30 hefst í Hjálmakletti í Borgarnesi ráð­ stefna um framtíð háskóla í Borg­ arbyggð. Þar verður Illugi Gunn­ arsson menntamálaráðherra meðal gesta. mm Ljósmynd Steinunnar Matthías­ dóttur áhugaljósmyndara í Búðar­ dal hlaut á dögunum fyrstu verð­ laun í jólaljósmyndasamkeppni mbl.is og Canon. Steinunn hlaut að launum 18 pixla Canon EOS 1200D­myndavél með linsu í verð­ laun. Meðfylgjandi er verðlauna­ mynd hennar. mþh Menningar­ og safnanefnd Akra­ neskaupstaðar hefur í ljósi ástands og stöðu mála með kútter Sigur­ fara afþakkað styrk sem úthlutað hefur verið úr Græna hagkerfinu með milligöngu Minjaverndar og var ætlaður til endurbóta á kúttern­ um. Jafnframt hefur Jóni Allans­ syni forstöðumanni Byggðasafnsins í Görðum verið falið að gera áætl­ un um að hluta skipið niður og fjar­ lægja það af stalli sínum. Sú áætlun liggi fyrir 1. mars næstkomandi. Í bókun frá fundi menningar­ og safnanefndar í síðustu viku seg­ ir að umræddur styrkur úr Græna hagkerfinu, sem er að upphæð fimm milljónir króna, muni ekki duga fyrir nauðsynlegum endur­ bótum eða lagfæringum. Kostn­ aður við endurbætur á kútternum hlaupi á tugum ef ekki á hundr­ uðum milljóna króna. Árið 2007 var skrifað undir samkomulag við menntamálaráðuneytið um sam­ starf við endurbætur á kútter Sig­ urfara og veitti Þorgerður Katr­ ín Gunnarsdóttir menntamála­ ráðherra, 60 milljónum króna fyr­ ir hönd ráðuneytisins til endurbót­ anna. Sú fjárhæð hefur aldrei kom­ ið til greiðslu þrátt fyrir ítrekaðar óskir forsvarsmanna Akraneskaup­ staðar þar að lútandi. „Menning­ ar­ og safnanefnd telur fullreynt að fá ríkisvaldið til að styðja við end­ urgerð kútters Sigurfara og á með­ an heldur ástand skipsins áfram að versna og er nú svo komið að af því stafar hætta. Menningar­ og safna­ nefnd óskar því eftir að bæjarstjór­ anum á Akranesi verði falið fyrir hönd eignaraðila að afþakka styrk­ inn frá Minjavernd,“ segir í bókun nefndarinnar. þá Það húmar að kvöldi hjá Kútter Sigurfara. Ljósm. mm. Styrkveitingu hafnað og ákveðið að kútter Sigurfari verði fjarlægður Sigraði í ljósmynda- samkeppni Í skoðun að sam- eina þrjá háskóla

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.