Skessuhorn - 28.01.2015, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Svipmyndir frá Mannamóti ferðaþjónustunnar
Mannamót markaðsstofa ferða
þjónustunnar er árlegur viðburð
ur sem haldinn hefur verið í einu
af flugskýlunum á Reykjavíkur
flugvelli. Tilgangur mannamóts
ins er að fyrirtæki á landsbyggð
inni geti kynnt starfsemi sína fyr
ir ferðaþjónustuaðilum á höfuð
borgarsvæðinu. Á Mannamótinu
hittist fólk alls staðar af land
inu sem starfar við ferðaþjón
ustu, kynnist og myndar tengsl.
Mannamótið stendur yfir í einn
dag og er haldið í byrjun árs. Í ár
fór það fram síðastliðinn fimmtu
dag, 22. janúar.
Þarna voru fulltrúar ferða
þjónustufyrirtækja á Vesturlandi.
„Þetta heppnaðist vel. Alls tóku
32 fyrirtæki úr landshlutans þátt.
Það komu fulltrúar fjölmargra að
ila sem leita eftir tengslum við fyr
irtæki sem starfa við greinina. Það
á vonandi eftir að skila sér,“ seg
ir Kristján Guðmundsson fram
kvæmdastjóri Markaðsstofu Vest
urlands í samtali við Skessuhorn.
Hér fylgja með nokkrar svip
myndir frá Mannamótinu 2015.
mþh
Nöfnurnar Sigrún Eggertsdóttir hjá Iceland Guesthouse – Hvítá og
Sigrún Þormar hjá Snorrastofu í Reykholti.
Þær stöllur Áslaug Þorvaldsdóttir og Sigríður Margrét Guðmunds-
dóttir frá Landnámssetrinu í Borgarnesi. Í baksýn glittir í Friðþjóf
Helgason kvikmyndatökumann mynda Hafþór Inga hjá Egils
Guesthouse og Agnesi á Hundastapa. Svipmyndir frá Mannamóti
munu verða í Sjónvarpi Skessuhorns á ÍNN miðvikudaginn 4.
febrúar klukkan 21:30.
Sæmundur Ásgeirsson á og rekur gistiheimilið í Gamla bænum í
Húsafelli. Hér er hann á spjalli við einn gesta Mannamótsins.
Gauji litli (Guðjón Sigmundsson) kynnti Hernámssetrið á Hlöðum í
Hvalfirði.
Vestlensku fulltrúarnir á Mannamótinu röðuðu sér upp sitt hvoru
megin á sama ganginum í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli og tóku
þar á móti gestum. Boðið var upp á ýmislegt snarl úr náttúru Vestur-
lands, svo sem súpur og annað góðmeti.
Þorkell Símonarson (Keli) í Langaholti á Snæfellsnesi handleikur
fornar tennur rostungs og náhvals sem hafa fundist í fjörunum þar.
Honum að baki við súpupottinn er frú hans Rúna Björg Magnús-
dóttir. Aftar er síðan Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
Svæðisgarðsins Snæfellsnes.
Örlítið vantaði upp á að rjúfa
milljón ferðamanna múrinn
Fjöldi flugfarþega til landsins og með
Norrænu til Seyðisfjarðar var um 997
þúsund á síðasta ári og er það 190
þúsund fleiri ferðamenn en komu til
landsins árið 2013. Aukningin milli
ára nemur 23,6%. Ferðamenn á árs
grunni nálgast því mjög eina millj
ón en gera þarf ráð fyrir vissum frá
vikum vegna aðferðafræðinnar sem
beitt er, segir í tilkynningu frá Ferða
málastofu. Fyrir utan þessar töl
ur eru farþegar með skemmtiferða
skipum en 104.516 farþegar komu
til Reykjavíkur með 90 skipum árið
2014, 13,4% fleiri en árið 2013. Um
96% skemmtiferðaskipa til landsins
hafa viðkomu í Reykjavík.
Sé litið til dreifingar ferðamanna
eftir árstíðum síðastliðin þrjú ár má
sjá að hlutfall ferðamanna utan há
annar, þ.e. sumarmánaðanna þriggja,
fer hækkandi og var komið í 57,6%
árið 2014. Hlutfallsleg aukning utan
háannar hefur hins vegar verið mest
að vetri til en um 28,9% ferðamanna
komu að vetri árið 2014 en voru
26,9%, árið 2013 og 23,6% árið
2012.
Fjöldamet voru slegin í öllum
mánuðum ársins 2014 á Keflavík
urflugvelli, þar sem talningar á veg
um Ferðamálastofu hafa verið stöð
ug frá árinu 2002. Aukning milli ára
fór yfir 25% sjö mánuði ársins en
hlutfallslega var hún mest milli ára
í janúar, 40,1%, mars 35,3%, febrú
ar 31,2% og nóvember 31%. Fjöl
margir þættir hafa haft áhrif á þessa
miklu aukningu, segir í tilkynning
unni frá Ferðamálastofu. Ljóst er að
ferðaþjónustan er að uppskera ár
angur af umfangsmiklu markaðs
starfi auk þess sem mikil fjölmiðla
umfjöllun um landið, hagstætt gengi
og aukið framboð á flugsætum hafa
haft jákvæð áhrif.
Tæplega þrír fjórðu, eða 73,3%
ferðamanna árið 2014, voru af tíu
þjóðernum. Bretar og Bandaríkja
menn voru fjölmennastir eða um
þriðjungur allra ferðamanna en þar á
eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi,
Frakklandi, Noregi, Danmörku, Sví
þjóð, Kanada, Hollandi og Kína. Af
einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum,
Bandaríkjamönnum, Kanadamönn
um og Þjóðverjum mest árið 2014.
Þannig komu 43.400 fleiri Bret
ar árið 2014 en árið 2013, 32.400
fleiri Bandaríkjamenn, 14.800 fleiri
Kanada menn og 10.100 fleiri Þjóð
verjar. þá
Í ferð með Sæferðum um Breiðafjörð. Ljósm. jsb.
Vetrarferðamennska eykst á Vesturlandi
Fólk í ferðaþjónustu á Vest
urlandi segir að veruleg aukn
ing hafi orðið á fjölda ferða
manna sem leggja leið sína
um landshlutann að vetrar
lagi. „Straumur ferðamanna
eykst stöðugt. Við erum far
in að sjá ferðalanga koma út
úr kófinu, meira að segja nú í
janúar. Fólk virðist í auknum
mæli farið að ferðast á eigin
vegum og sumir víla ekkert
fyrir sér, leigja sér einhverja
jepplinga og bara æða af stað.
Ferðatímabilið er tvímæla
laust að lengjast, sérstaklega á þess
um tíma í byrjun árs. Við í Dölum
sáum bæði í fyrrahaust og á sama
tíma árið þar á undan að straumur
ferðafólks datt niður í október. En
svo sáum við bæði í fyrra og hitteð
fyrra að ferðamenn fóru að gera vart
við sig strax í byrjun janúar,“ segir
Valdís Gunnarsdóttir framkvæmda
stjóri Leifsbúðar í Búðardal. Ferða
menn sem hingað koma um hávet
ur vilja upplifa vetrarríki náttúr
unnar, vetrarfærðina á vegunum og
margt annað, að sögn fararstjóra
sem reglulega fer um með stækkandi
hópa ferðafólks.
Norðurljósin hafa
loks verið seld
Að sögn Valdísar eru það norðurljós
in yfir Vesturlandi sem hafa mikið
aðdráttarafl á þessum árstíma. „Okk
ur er loks að takast að selja þau,“ seg
ir hún og hlær við. „Það er vinsælt
til að mynda að koma á Vog á Fells
strönd, hreiðra um sig þar, horfa á
norðurljósin eða út yfir Breiðafjörð
inn.“
Halldór Björnsson leiðsögumað
ur hjá Kynnisferðum tekur und
ir þetta. Þegar blaðamaður Skessu
horns hitti Halldór á laugardaginn
um liðna helgi var hann með um 30
manna hóp í hringferð um Snæfells
nes. Fólkið hafði gert hlé á för sinni
til að snæða hádegisverð sem saman
stóð af íslenskri kjötsúpu og heima
bökuðu brauði hjá Ólínu Gunn
laugsdóttur í Samkomuhúsinu á
Arnarstapa. „Við hjá Kynnisferð
um erum með dagsferð frá Reykja
vík sem hefst klukkan átta. Þá ökum
við sem leið liggur út úr borginni
og upp í Borgarnes. Svo er farið út
á Snæfellsnes. Sunnanmegin stopp
um við í Ytri Tungu í Staðarsveit.
Þar er oft hægt að sjá til sela auk þess
sem umhverfið er mjög fallegt þar.
Svo er farið hingað að Arnarstapa.
Hér göngum við með fólkinu frá
höfninni að styttunni af Bárði Snæ
fellsás. Það er líka komið við
á Djúpalónssandi og farið til
Ólafsvíkur. Oft er svo stopp
að við Kirkjufellið í Grund
arfirði sem fólk vill skoða og
ljósmynda. Við ljúkum síðan
hringferðinni í Stykkishólmi
áður en við höldum til baka
suður til Reykjavíkur. Þetta
er svona tólf tíma ferð. Á vet
urna förum við hana á mið
vikudögum og laugardögum,
en höfum fleiri ferðir í viku á
sumrin.“
Eftirspurnin hefur
margfaldast
Halldór segir að eftirspurn í vetrar
ferðir hafi stóraukist á undanförn
um árum. „Það er síst minna að gera
hjá okkur núna í dagsferðum á vet
urna samanborið við á sumrin. Þetta
er mikill viðsnúningur og hið besta
mál. Fyrir þremur árum síðan vorum
við aðeins með eina ferð í viku, oft á
litlum bílum sem tóku kannski 1012
manns. Nú í vetur förum við tvisvar í
viku á bílum sem taka 4050 manns.
Þetta helst í hendur við að ferða
mönnum hefur fjölgað mikið hér á
landi yfir vetrarmánuðina. Mikið af
vetrarferðafólkinu kemur frá Evr
ópu, en einnig margt frá Asíulönd
um á borð við Kína, Japan og Taív
an. Það hefur svo verið mikil fjölg
un meðal Breta. Það skýrist sjálfsagt
af því að mörg flugfélög fljúga orð
ið frá Bretlandseyjum hingað til Ís
lands. Sætaframboðið þaðan hefur
aukist mikið.“
Að sögn Halldórs eru það norð
urljósin sem hafa mest aðdráttar
afl. „Þau trekkja mest, enda hafa
þau verið auglýst duglega. Síðan
er hitt sem fólkinu þykir framandi
bara bónus. Þar má nefna vetrarríki
náttúrunnar, vetrarfærðina á vegun
um og margt annað sem þau upp
lifa. Þau eru mjög svo hrifin af Vest
urlandi. Langflest eða öll eru mjög
ánægð með þessar ferðir og þykir
náttúra landshlutans einstök.“ mþh
Erlendir ferðamenn í hringferð með Kynnisferðum um
Snæfellsnes snæddu íslenska kjötsúpu í Samkomuhúsinu á
Arnarstapa á laugardaginn.
Valdís Gunnarsdóttir framkvæmda-
stjóri Leifsbúðar í Búðardal.
Halldór Björnsson leiðsögumaður hjá
Kynnisferðum.