Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2015, Side 18

Skessuhorn - 28.01.2015, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Á leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði hefur myndast sú hefð að bjóða karl­fjölskyldumeð­ limum leikskólabarna að koma og snæða þorramat með börnunum á bóndadaginn. Í ár var engin breyt­ ing á þeirri hefð og streymdu feð­ ur, afar og bræður í leikskólann þó svo að þeirra leikskólagöngu hafi lokið fyrir mörgum árum og jafn­ vel áratugum. Þetta mæltist vel fyr­ ir hjá krökkunum sem leystu alla karlkyns gesti út með gjöfum eftir heimsóknina. tfk Kvenfélagið Gleym mér ei í Grund­ arfirði gaf safnaðarheimili Grund­ arfjarðarkirkju veglega gjöf á dög­ unum. Félagið færði þá söfnuðin­ um níu borð og þrjátíu stóla fyr­ ir safnaðarheimilið. Gömlu stól­ arnir og borðin voru komin vel til ára sinna en voru einnig gjöf frá kvenfélaginu á síðustu öld. Guðrún Margrét Hjaltadóttir veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd safnaðarheim­ ilisins en Mjöll Guðjónsdóttir af­ henti hana. tfk Undanúrslit í Söngvakeppni evr­ ópskra sjónvarpsstöðva eru handan við hornið. Fyrir stuttu voru kynnt þau tólf lög sem etja kappi í beinni útsendingu á RUV í ár. Lögin sem flutt verða eru af fjölbreyttum toga og flytjendur þeirra líka. Einn af flytjendunum í ár er Skagamærin Rakel Pálsdóttir sem syngur lagið „Þú leitar líka að mér“ með hljóm­ sveitinni Hinemoa. Skessuhorn tók tónlistarkonuna ungu tali og spurð­ ist fyrir um keppnina, tónlistina og sitthvað fleira, en hún er menntað­ ur þroskaþjálfi og er nú í tónlistar­ kennaranámi. Krefjandi en skemmtilegt Rakel er Akurnesingur í húð og hár. Hún er fædd og uppalin á neðri Skaganum, en er búsett í Reykjavík í dag. Hún hefur lengi haft áhuga á tónlist en ástríðan liggur ekki ein­ ungis á því sviði. Hún hefur mikla ánægju af vinnu með fötluðu fólki og er menntaður þroskaþjálfi. „Ég tók áhugasviðspróf þegar ég var í grunnskóla. Út úr því kom að ég ætti að vinna með fólki. Ég vann svo á sambýlinu við Vesturgötu eitt sumar og eftir það fann ég að mig langaði að vinna með fötluðu fólki. Í framhaldi af því fór ég í félags­ liðanám í Borgarholtsskóla. Mér fannst það nám æðislegt og end­ aði með því að útskrifast með við­ urkenningu fyrir frábæran árangur í starfsnámi,“ segir Rakel um val­ ið á starfsvettvangi. Eftir útskrift­ Óli Steinar Sólmundsson leikskólakennari er hér að taka lagið með krökkum og pöbbum. Körlum boðið sérstaklega í leikskólann Kvenfélagið gaf húsgögn í safnaðarheimilið Skagakona í undanúrslitum Eurovision ina úr Borgarholtsskóla lá leið­ in í þroskaþjálfanám í Háskóla Ís­ lands. Rakel útskrifaðist árið 2013 og fór í framhaldinu að vinna sem þroskaþjálfi. Tveimur árum áður hafði Rakel skráð sig í tónlistar­ skóla FÍH, þar sem hún hefur lært djasssöng síðan. Hún segir að það hafi verið mikið álag að vera bæði í tónlistarnáminu og að vinna fullt starf eftir útskriftina. „Ég vann sem þroskaþjálfi á leikskóla í eitt ár en mér fannst ég ekki ná að sinna tón­ listinni nógu vel. Ég vildi bæta við mig í tónlistarnáminu og fór því á fund með Sigurði Flosasyni hjá FÍH. Mig langaði að komast í nám sem rythmískur tónlistarkennari en það nám er bara kennt annað hvert ár. Í fyrra átti þetta nám því ekki að vera í boði. En ég safnaði saman fólki og við mynduðum nógu stór­ an hóp til að það yrði samþykkt að kennaranámið yrði í boði,“ útskýrir Rakel. Hún byrjaði því í kennara­ náminu síðastliðið haust og segir námið vera krefjandi en skemmti­ legt. „Við lærum á ýmis hljóðfæri og þetta nám veitir okkur víðari innsýn í tónlistarheiminn. En eins og Siggi Flosa orðaði það sjálfur, að þá er ekki verið að kenna okkur að verða kennarar, heldur tónlistar­ menn.“ Er með hása rödd Tónlistin hefur lengi skipað stór­ an sess í lífi Rakelar. Hún lærði til að mynda klassískan söng í Tón­ listarskólanum á Akranesi í eitt ár en segir að það hafi ekki átt við sig. Rakel hefur mjög sérstaka rödd, sem einkennist af örlítilli hæsi. „Ég hef alltaf verið með frek­ ar hása rödd. Ég var mjög hás sem barn. Ég lét svo tékka á þessu og þá sáust tveir hnútar á raddböndun­ um. Ég þarf svolítið að passa mig út af þessu, get til dæmis ekki farið á ball og sungið daginn eftir. Þetta var svolítið stressandi fyrst þegar ég var nýbyrjuð að syngja en eftir að ég byrjaði í FÍH lagaðist þetta mikið, enda lærði ég þá að beita röddinni,“ útskýrir hún. Rakel seg­ ist hafa skammast sín svolítið fyr­ ir hæsina þegar hún var unglingur. „Það var til dæmis stundum sagt við mig að ég væri með Wiský rödd en ég er mun afslappaðri út af þessu í dag. Það er hægt að fjarlægja hnút­ ana með aðgerð en ég vil það ekki. Smá hæsi er bara minn karakter,“ segir hún og brosir. Sigraði lasin í Samfés Rakel vandist því ung að koma fram á sviði. Hún tók þátt í þremur sýn­ ingum hjá Fjölbrautaskóla Vest­ urlands, söng í Söngkeppni fram­ haldsskólanna og í Söngkeppni Samfés þegar hún var í tíunda bekk. „Það var mjög skemmtilegt, sér­ staklega þar sem ég var með háls­ bólgu og kvef. Ég ætlaði nú að hætta við, var ekki alveg á því að syngja Celine Dion lag fyrir fullri Laugardalshöll. Eftir að ég söng fór ég beint í úlpuna mína því ég var bara á leiðinni heim. Svo heyri ég að Páll Óskar tilkynnir að Arn­ ardalur á Akranesi hafi unnið. Ég þurfti þá að drífa mig úr úlpunni og syngja lagið aftur,“ rifjar hún upp og hlær. Rakel segir að boltinn hafi aðeins byrjað að rúlla eftir sigur­ inn. „Ég var beðin um að syngja hér og þar, svo sem í Ísland í bítið og á Vetrarhátíð í Reykjavík. Einnig söng ég inn á diska með Sigurþóri Þorgils sem spilaðir voru í morgun­ stundinni hjá Brekkubæjarskóla.“ Rakel lærði á gítar tólf ára göm­ ul og byrjaði fljótlega að fikta við að semja sjálf. Hún segist þó ekki hafa farið að semja af alvöru fyrr en 2007. „Mamma kenndi mér á gítar og svo er ég sjálflærð eftir það. Það spila allir í móðurættinni á gítar og það er mikil tónlist í fjölskyldunni. Ég lærði mest á því að byrja að spila með hljómsveitinni.“ Nafn á nýsjálenskri valkyrju Hljómsveitin Hinemoa var form­ lega stofnuð í apríl í fyrra. Það voru Rakel og samnemandi hennar, Ásta Björg Björgvinsdóttir, sem ákváðu að stofna hljómsveitina eftir að hafa tekið þátt í forkeppni Eurovision í fyrra. „Við vorum báðar í bakrödd­ um í laginu sem Greta Mjöll flutti í fyrra og fundum að okkur langaði að vinna meira saman. Við söfn­ uðum að okkur fólki og ómeðvit­ að leituðum við til fólks úr FÍH en meðlimir hljómsveitarinnar eru allir þaðan,“ segir Rakel. Hljóm­ sveitin spilar fyrst og fremst rólegt „indý popp“ og Rakel spilar bæði á gítar og syngur. Þau hafa komið víða fram opinberlega á þessu tæpa ári sem hljómsveitin hefur starf­ að. „Við spiluðum fyrst á Menn­ ingarnótt og svo ellefu sinnum „off venue“ á Airwaves hátíðinni. Eft­ ir það byrjaði þetta allt að rúlla og við höfum verið pöntuð í alls kyns veislur og gigg síðan.“ Fram til þessa hefur Hinemoa gefið út eitt lag en er með fleiri í vinnslu. Lagið er eftir Rakel sjálfa og segir hún að það sé nokkurs konar róleg vöggu­ vísa sem heitir „Í rökkurró.“ Að­ spurð um sérstakt nafn hljómsveit­ arinnar segir Rakel að það sé smá saga á bak við það. „Ásta Björg fann upp á þessu nafni. Hún bjó í Nýja Sjálandi um tíma og nafnið kem­ ur þaðan. Þetta er sem sagt nafn á nýsjálenskri valkyrju sem lét ekkert stoppa sig.“ Lagið líflegt og hresst -En hvernig kom það til að hljóm- sveitin tók þátt í Eurovision? „Ásta samdi lagið að gamni sínu og prófaði að senda það í undan­ keppnina. Hún ákvað svo að láta hljómsveitina flytja það. Þetta lag er kannski ekki alveg okkar stíll en það er mjög gaman að flytja það enda hresst og skemmtilegt lag,“ útskýr­ ir Rakel. Hún segir að stemningin við að taka þátt í keppninni sé mjög góð og að það sé skemmtileg lífs­ reynsla. „Þetta er allt öðruvísi en að syngja á tónleikum og viðburðum. Að vera í kringum tökulið og allt sem er í kringum þetta. Við þurf­ um að vera í mynd allan tímann og þetta krefst mikilla æfinga,“ út­ skýrir Rakel. Hún segir að mikillar skipulagningar sé þörf við að taka þátt í söngvakeppni í beinni út­ sendingu. „Við þurfum að æfa okk­ ur vel og ímynda okkur að það sé verið að taka upp. Við erum með listrænan stjórnanda, Birnu Björns­ dóttur, og erum líka komin með stílista. Lagið er hresst og líflegt og við viljum vera lífleg á sviðinu. Svo fengum við Regínu Magnúsdótt­ ur glimmerdrottningu til að syngja bakrödd í laginu. Það er mikið lagt á sig fyrir þetta eina kvöld,“ segir Rakel kankvís. Lúmsk Eurovison kelling Hún segir að það sé að mörgu leyti öðruvísi að taka þátt núna en í fyrra. „Lagið í fyrra var líka líf­ legt en stemningin var öðruvísi. Þetta var alveg nýtt fyrir manni í fyrra. Ég bar líka minni ábyrgð þá þar sem ég söng bakrödd. Núna þarf maður að muna sporin, hvert maður á að horfa og auðvitað text­ ann,“ segir hún. Rakel er spennt og hlakkar til stóra kvöldsins. „Ég er lúmsk Eurovision kelling. Ég held að allir Íslendingar séu það inn við beinið þó þeir vilji ekki allir viður­ kenna það.“ Stóra stundin verður í Háskólabíó næstkomandi laugar­ dagskvöld þegar fyrri hluti undan­ keppninnar fer fram. Seinni hlut­ inn verður 7. febrúar. Alls verða tólf lög flutt og komast sex þeirra í úrslit, ásamt einu lagi sem dóm­ nefnd velur áfram. Úrslitin verða síðan laugardagskvöldið 14. febrú­ ar næstkomandi. Langar að læra músíkþerapíu Aðspurð um hvað tekur við eft­ ir söngvakeppnina segir Rakel að spennandi ár sé framundan hjá meðlimum Hinemoa. „Við ætl­ um að spila á alls konar hátíðum og taka upp fleiri lög. Við stefnum á að safna í plötu.“ Stóri framtíð­ ardraumur söngkonunnar er að ná að sameina þau tvö ólíku störf sem hún hefur valið sér. „Mig lang­ ar að læra músíkþerapíu, það væri draumurinn. Þetta er fimm ára nám sem kennt er erlendis. Í mús­ íkþerapíu er tónlist beitt sem tæki til að hjálpa fólki. Fötluð börn læra til dæmis að tjá sig í gegnum tón­ listina. Þetta er smátt og smátt að koma hingað til lands. Þetta er ekki enn orðið löggild atvinnugrein en er að færast í aukana. Mig langar allavega að ná að tvinna saman tón­ listina og þroskaþjálfastarfið,“ seg­ ir Rakel Pálsdóttir þroskaþjálfi og tónlistarkona. grþ Hljómsveitin Hinemoa. Ljósm. Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir. Rakel Pálsdóttir hlakkar til að taka þátt í undanúrslitum Eurovision um næstu helgi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.