Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Vel heppnað þorra-
blót eldri borgara
Félag eldri borgara á Akranesi og
nágrenni, FEBAN, og Félag eldri
borgara í Borgarnesi og nágrenni,
FEBBN, héldu sitt árlega þorra
blót í sal eldri borgara við Kirkju
braut á Akranesi sl. föstudags
kvöld. Um 90 manns lögðu leið
sína á blótið, gæddu sér á góðum
þorramat frá Galito og skemmtu
sér vel. Veislustjóri var Gísli Ein
arsson sjónvarpsmaður en auk
framlags hans til skemmtunarinn
ar kom Þóra Grímsdóttir sagna
kona fram og sagði sögu. Að sögn
Viðars Einarssonar, formanns
ferða og skemmtinefndar FEB
AN var blótið sérlega vel heppn
að, bæði hvað mat og skemmtun
snerti. Stjórn FEBAN var með
tískusýningu, þar sem sýndur var
fatnaður frá versluninni Bjargi á
Akranesi. Að lokum lék hljóm
sveitin Stuðgæjarnir fyrir dansi
eftir matinn og skemmti fólk sér
almennt vel.
grþ/ Ljósm. ki.