Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Vel heppnað þorra- blót eldri borgara Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni, FEBAN, og Félag eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni, FEBBN, héldu sitt árlega þorra­ blót í sal eldri borgara við Kirkju­ braut á Akranesi sl. föstudags­ kvöld. Um 90 manns lögðu leið sína á blótið, gæddu sér á góðum þorramat frá Galito og skemmtu sér vel. Veislustjóri var Gísli Ein­ arsson sjónvarpsmaður en auk framlags hans til skemmtunarinn­ ar kom Þóra Grímsdóttir sagna­ kona fram og sagði sögu. Að sögn Viðars Einarssonar, formanns ferða­ og skemmtinefndar FEB­ AN var blótið sérlega vel heppn­ að, bæði hvað mat og skemmtun snerti. Stjórn FEBAN var með tískusýningu, þar sem sýndur var fatnaður frá versluninni Bjargi á Akranesi. Að lokum lék hljóm­ sveitin Stuðgæjarnir fyrir dansi eftir matinn og skemmti fólk sér almennt vel. grþ/ Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.