Skessuhorn - 08.05.2015, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015
Rétt er að minna á að mæðradagurinn er
næstkomandi sunnudag, 10. maí. Mæðra-
dagsganga Göngum saman fer fram víða
um land þann dag, meðal annars í Borgar-
nesi og Stykkishólmi. Markmið samtakanna
er að afla fjár til grunnrannsókna á brjósta-
krabbameini.
Á fimmtudag og föstudag er spáð norðan-
og norðaustan 3-8 m/s en 5 - 10 við austur-
ströndina. Víða léttskýjað en stöku él verða
norðaustan til og einnig syðst á landinu.
Hiti 1 til 7 stig að deginum en um og undir
frostmarki fyrir norðan og austan. Á laugar-
dag er spáð hægri norðlægri eða breytilegri
átt. Dálítil él norðaustan lands en annars
víða léttskýjað. Hiti breytist lítið. Á sunnudag
og mánudag er útlit fyrir hæga breytilega
átt en austan 5 - 10 m/sek syðst. Áfram þurrt
veður og svalt.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Býstu við langvinnum verkföllum?“ Flestir
sem svöruðu telja líklegt að verkföllin drag-
ist á langinn. „Já, örugglega“ sögðu 30,23%,
„Já, sennilega“ sögðu 43,15%. „Veit ekki“
var svar 12,66% og „Nei, stuttum“ sögðu
11,63%. Langfæstir bjuggust við engum
verkföllum, eða 2,33%, enda eru verkföll í
gangi og fleiri væntanleg.
Í þessari viku er spurt:
Ertu búinn að skipuleggja
sumarfríið?
Aðilar vinnumarkaðarins eru Vestlending-
ar vikunnar að þessu sinni. Þeir eru jú ekki
í neinni störukeppni og ætla að gera sitt
til að semja um laun svo ekki komi til frek-
ari verkfalla.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Göngin lokuð í
tvær nætur
HVALFJ: Hvalfjarðargöng
verða lokuð í tvær nætur
núna í vikunni vegna árlegs
viðhalds og vorhreingern-
ingar, eins og segir í tilkynn-
ingu frá Speli. Lokað var að-
fararnótt miðvikudagsins 6.
maí [síðustu nótt] og svo aft-
ur aðfararnótt fimmtudags-
ins 7. maí frá klukkan 20 að
kvöldi til kl. 6 að morgni.
Eins og kynnt var í Skessu-
horni hafði komið til greina
að loka fyrir umferð í göng-
in um næstu helgi, vegna
malbikunarframkvæmda. Af
þeirri aðgerð verður hins
vegar ekki, hún mun frestast,
en tímasetning liggur ekki
fyrir að sögn talsmanns At-
hyglis sem sér um kynning-
armál Spalar.
-mm
Sitthvað í dag-
bók lögreglu
VESTURLAND: Umferð-
arhraði á vegum Vesturlands
eykst með hækkandi sól. Í
síðustu viku fengu alls 390
ökumenn hraðasektir í lands-
hlutanum. Hraðamynda-
vélar gómuðu flesta þeirra.
Þrátt fyrir þetta urðu þó ekki
nema tvö minniháttar um-
ferðaróhöpp í öllu Vestur-
landsumdæmi lögreglu. Þau
ekki orðið færri síðan emb-
ættið var stofnað um síð-
ustu áramót. Nokkuð hefur
hins vegar borið á því að er-
lendir ferðamenn hafi ratað í
ófærð og vegleysur og þurft
hjálp lögreglu og björgun-
arsveita. Þeir virðast treysta
blint á gps-tæknina og átta
sig ekki á því og að stundum
borgar sig að taka krók fyr-
ir keldu. Miklir þurrkar að
undaförnu hafa aukið mjög
hættu á sinueldum. Hvatt er
til að fólk fari varlega með
eld og glóðir. Þrír ökumenn
voru teknir fyrir akstur und-
ir áhrifum fíkniefna í liðinni
viku. Tveir ökuþórar reynd-
ust luma á fíkniefnum í sín-
um fórum. Útigangshrossin
fara líka á kreik í góða veðr-
inu og sluppu inn á golf-
völlinn á Hamri við Borg-
arnes og ollu skemmdum.
Lögreglan á Vesturlandi vill
að endingu benda á að fólk
getur komið með gömul og
ónýt skotvopn og skotfæri
á lögreglustöðvarnar í um-
dæminu til eyðingar.
–mþh
Rykið dustað af
sundlaugarhug-
mynd
AKRANES: Hugmynd-
ir ASK arkitekta frá árinu
2008 um byggingu Akranes-
kaupstaðar á nýrri sundlaug
og sundlaugarhúsi á Jað-
arsbökkum voru teknar til
kynningar á fundi skipulags-
og umhverfisráðs Akraness
þann 30. apríl. Fallið var frá
þessum hugmyndum á sín-
um tíma þegar efnahaghrun-
ið varð.
–mþh
Sinueldur kom upp í landi Fáskrúð-
arbakka í Eyja- og Miklaholtshreppi
á Snæfellsnesi síðdegis á laugardag
og barðist fjölmennt lið slökkvi-
liðsmanna og bænda við slökkvi-
störf fram á nótt. Að sögn Bjarna
K Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra
í Borgarbyggð barðist við eldana
stór hópur manna frá slökkvilið-
inu í Borgarbyggð auk Slökkviliðs
Stykkishólms og bænda af svæð-
inu sem komu með haugsugur með
vatni. „Það var mjög erfitt að eiga
vð þetta enda logaði í mýrarflák-
um og hrísi og ekki hægt að koma
farartækjum að þar sem að mestu
var um óvélgengar mýrar að ræða.
Það var því harðsnúið fótgöngu-
lið sem einkum kom að notum,“
sagði Bjarni. „Við létum kveikja
í á nokkrum stöðum og stýra því
að eldurinn bærist ekki yfir ár og
lækjarfarvegi og þannig náðum
við að hefta útbreiðslu eldsins og
að hann færi einungis um afmark-
að svæði milli tveggja áa; Laxár og
Fáskrúðar. Það land sem brann var
einkum flákar suðaustur af Breiða-
bliki í landi Fáskrúðarbakka,“ segir
Bjarni. Hann segir að eldurinn hafi
þannig að mestu klárast um nótt-
ina og um morguninn hafi verið
slökkt í síðustu glæðunum. Það var
gert úr þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar sem fór í æfingaflug með vatns-
belg og sleppti á að giska 35 tonn-
um af vatni yfir síðustu eldglæðurn-
ar. Talið er að orsaka sinubrunans
megi leita í að fugl hafi flogið á raf-
línu og hann fallið logandi til jarð-
ar. Ragmagnstruflanir á svæðinu á
sama tíma benda til þess.
Einn sumarbústaður var í land-
inu sem brann og segir Bjarni að
slökkviliðsmönnum hafi tekist að
verja hann með að kveikja í gróðri
allt í kringum hann og slökkva jafn
harðan. Þegar eldurinn barst að
húsinu hafi því verið búið að brenna
það land sem brunnið gat næst því.
Líklega þarf að fara allt aftur til
Mýraeldanna 2006 til að finna að-
stæður þar sem jafn fjölmennt lið
slökkviliðsmanna er að störfum á
sama tíma á Vesturlandi. Seint á
laugardagskvöldinu kom einnig upp
eldur í bílskúr í Grundarfirði og fór
allt tiltækt lið úr Grundarfirði og
Snæfellsbæ í það verkefni. Slökkvi-
liðsmenn úr Stykkishólmi og Borg-
arbyggð voru svo að störfum við
sinueldana á Fáskrúðarbakka eins
og áður sagði.
Bjarni slökkviliðsstjóri vill að
endingu hvetja fólk til að sýna ítr-
ustu aðgát í allri meðferð á eldi og
hitagjöfum. „Jörðin er afar þurr
og það skapast fljótt hættuástand
ef eitthvað bregður útaf. Þetta eru
ekki síst hættulegar aðstæður þar
sem nær alltaf er vindur sem magn-
ar elda upp á svipstundu og svo
vantar okkur blessaða úrkomuna,“
sagði Bjarni K Þorsteinsson.
mm
Mikill sinubruni í landi Fáskrúðar-
bakka á Snæfellsnesi
Þessi mynd er tekin í ljósaskiptunum á laugardagskvöldið. Bæjarhúsin á
Fáskrúðarbakka til vinstri og svo til hægri sinu- og gróðureldar sem lítið var við
ráðið. Ljósm. tfk.
Guðmundur Runólfsson hf. í
Grundarfirði hefur sótt um lóð
norðan við Sólvelli 2 þar sem fyr-
irtækið er til húsa. Fyrirhuguð er
stækkun fiskvinnslunnar enda mikil
framþróun orðið á fiskvinnslutækj-
um síðustu ár. Stefnt er að endur-
nýjun flestra fiskvinnslutækja fyr-
irtækisins og þá dugar núverandi
húsakostur engan veginn. Fyrst var
hugmyndin að flytja verksmiðjuna
á lóð í eigu GRun við höfnina en nú
hefur verið fallið frá því og ákveð-
ið að byggja við núverandi fisk-
vinnsluhús í staðinn.
„Þetta verður á bilinu 800 – 1400
fermetra hús en útfærslan á því er
enn í vinnslu,“ segir Guðmund-
ur Smári Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Guðmundar Runólfs-
sonar hf. í samtali við Skessuhorn.
„Við stefnum á að hefja vinnslu í
nýju húsi í sumarbyrjun 2017 en
það gæti breyst þar sem skipulags-
og byggingamál eru mjög flókin og
geta tekið langan tíma í afgreiðslu,
enda er þetta allt ákveðið í Reykja-
vík og sveitarfélögin hafa lítið um
þetta að segja,“ segir Smári. Stefnt
er að því að stækkuð og bætt fisk-
vinnsla verði ein sú fullkomnasta á
landinu og aðstæður eins og best
verði á kosið. „Þetta verður fjár-
festing upp á hundruðir milljóna en
heildar kostnaðaráætlun liggur ekki
fyrir,“ segir Smári. Hann segir ljóst
að um byltingu verði að ræða fyrir
fyrirtækið og starfsfólk, enda verð-
ur allur tækjakostur endurnýjað-
ur. „Við stefnum á að halda áfram
að vera samkeppnishæf á þessum
markaði og því er þessi endurnýjun
nauðsynleg. Ef maður endurnýj-
ar ekki búnað og tækjakost í sam-
ræmi við tíðarandann og framfar-
ir er hætta á að menn dragist aftur
úr,“ segir Smári að lokum.
tfk
Stefnt að stækkun fiskvinnsluhúss GRun
Horft yfir athafnasvæði GRun í Grundarfirði.
Mynd tekin úr dróna beint yfir núverandi vinnsluhús GRun og lóðina sem nú er
stefnt á að byggja nýja húsið á.
Guðmundur Smári segir að fyrirtækið ætli áfram að verða samkeppnishæft á
markaði og því sé endurnýjun búnaðar nauðsynleg.