Skessuhorn - 08.05.2015, Qupperneq 17
17MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015
því að senda þá í mismunandi átt-
ir en bað líka þessar konur um að
verða eins konar umboðsmenn fyr-
ir sig. Kynna sálmana öðru fólki,
mæla með þeim og sjá til þess að
þeim yrði ekki varpað undir bekk
þar sem þeir gleymdust og tor-
tímdust. Síðan var hann öðrum
þræði að undirbúa jarðveginn fyr-
ir prentaða útgáfu sálmanna. Hall-
grímur vissi að hann væri búinn að
semja eitthvað stórt sem ekki mætti
glatast. Eftir þetta liðu svo nokkur
ár þar til sálmarnir voru prentaðir
og þá á Hólum í Hjaltadal.“
Ítrekar þýðingu
Vesturlands
Steinunn telur einmitt að það um-
hverfi sem Hallgrímur lifði í á
Vesturlandi hafi virkað mjög hvetj-
andi á hann. Þar var menning með
blóma. „Nær alla 17. öldina höfðu
æðstu fulltrúar veraldarvaldsins að-
setur á Vesturlandi. Lögmenn voru
búsettir á Innra-Hólmi við Akra-
nes, á Leirá í Leirársveit og síðar
í Einarsnesi. Brynjólfur Sveinsson
Skálholtsbiskup, sem þekkti Hall-
grím vel og hafði oft reynst hon-
um vel, eignaðist fjöldann allan af
jörðum á þessu svæði, t.d. í Skorra-
dal og á Akranesi þar sem hann
var með umsvifamikla bátaút-
gerð. Tengsl landshlutans við Skál-
holt voru sterk. Hallgrímur kem-
ur inn í þetta umhverfi frá mögru
brauði og erfiðleikum í Hvalsnesi
á Suðurnesjum og verður prestur
í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd með
góð tengsl við valdamikinn biskup.
Þar blómstraði hann, enda mjög
vel í sveit settur þar sem Saurbær
var í alfaraleið milli Skálholts og
syðri hluta Vesturlands. Og Hall-
grímur var greinilega vinsæll mað-
ur í héraði. Hann var vel met-
inn prestur sem gekk að bústörf-
um með vinnufólki sínu og sýndi
ótrúleg afköst og snilld í kveðskap
sínum. Ég geri ráð fyrir að Guð-
ríður hafi gegnt lykilatriði í því að
skapa skáldinu vinnuaðstæður, seg-
ir Steinunn Jóhannesdóttir. Hún
telur að ekki megi vanmeta áhrif-
in af umhverfi og menningu Vest-
urlands þegar þetta æviskeið Hall-
gríms er skoðað.
Næsta sýning á „Örlagasögu
Hallgríms og Guðríðar“ á Sögu-
lofti Landnámsetursins er sunnu-
daginn 17. maí kl. 16. „Þetta er
ákveðin áskorun að standa svona
frammi fyrir fólki og segja sögu.
Þó að ég hafi haldið fjölmarga fyr-
irlestra á síðustu árum þá hef ég
ekki staðið sjálf á leiksviði í mörg
ár. Það er bara góð tilfinning,“ seg-
ir Steinunn að lokum. mþh
Hér eru þýskar og norskar útgáfur af Reisubók Guðríðar Símonardóttur auk íslensku kiljuútgáfunnar. Hún varð metsölubók.
Nýlega var útgáfuréttur Reisubókarinnar seldur til franska forlagsins Gaïa Éditions.
CLAPTON
Í F É L A G S H E I M I L I N U
B R Ú N
Hljómsveitina skipa:
Ásmundur Sigurðsson – Bassi/ Gunnar Ringsted – Gítar/ Heiðmar
Eyjólfsson – Söngur/ Heimir Klemnzson – Hljómborð/ Jakob Grétar
Sigurðsson – Trommur/ Reynir Hauksson – Gítar/
10 .MAÍ 2015 – KL .20 :30
AÐGANGSEYRI 1500 . -KR
HLJÓMSVEITIN “KEY TO THE HIGHWAY”
SPILAR Á
HEIÐURSTÓNLEIKUM
dg
LEYNIGESTUR STÍGUR Á SVIÐ
HEIÐURSTÓNLEI
KUM
ERIC
Laus störf hjá Akraneskaupstað
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar
Starf leikskólakennara í Leikskólanum Teigaseli•
Su• marstörf í búsetuþjónustu á Akranesi
Starf leikskó• lakennara eða þroskaþjálfa í
Leikskólanum Garðaseli
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar
á þar til gerðu eyðublaði
Nánari upplýsingar að finna á www.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5