Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Side 19

Skessuhorn - 08.05.2015, Side 19
19MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015 DÖMU- OG HERRASNIÐ 20% AFSLÁTTUR AF LEE OG WRANGLER gallabuxum, skyrtum, jökkum og bolum. TILBOÐSDAGAR 7. - 16. maí WRANGLER og LEE SK ES SU H O R N 2 01 5 Bjartmar Guðlaugsson tónlistar- maður og lífskúnstner heldur tón- leika í Frystiklefanum í Rifi næst- komandi laugardagskvöld 9. maí. Þeir hefjast kl. 21.00 og verða í tvær klukkustundir. Þarna mun Bjartmar flytja helstu tónlistarperlur sín- ar og segja sögurnar á bak við lög- in á þann hátt sem honum einum er lagið. Tónleikagestir munu hitta fyrir vinina Sumarliða og Fúlan á móti, Árna Járnkarl og áfram má telja. Bjartmar mun líka flytja sjálft Óskalag þjóðarinnar, sem er lag- ið „Þannig týnist tíminn“ og jafn- vel einhver ný lög sem koma út á næstunni. „Gestir tónleikanna eru beðnir um að nota vikuna í að hita raddböndin því það verður mik- ið sungið,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Frystiklefanum. Miðaverð er 2.500 kr. og eru miðar seldir við innganginn. -fréttatilkynning Bjartmar í Frystiklefanum Fyrirtæki á Ve s t u r l a n d i virðast standa nokkuð vel s a m k v æ m t könnun sem gerð var með- al fyrirtækja á Vesturlandi í vetur og greint var frá í síðustu Glefsu, frétta- bréfi SSV. Staðan er hlut- fallslega best á Akranesi og í Hval- fjarðarsveit þegar horft er til allra mælikvarða, þ.e. EBITDA sem og hagnaðar bæði til skemmri og lengri tíma. Rekstrarárið sem um ræðir er 2013. Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV segir að þetta sé viðsnúningur frá könnun sem gerð var í fyrra þar sem fyrirtæki í Dölunum komu áber- andi best út. Í raun komi öll svæðin verr út í þessari könnun nema fyr- irtækin á Akranesi og í Hvalfirði. „Það verður trúlega rakið til þess að þátttaka fyrirtækja í landbúnaði og útgerð smábáta var ekki nógu mikil í fyrra. Við fjölgunina nú virðist sem afkoman versni þar sem vigt þess- ara fyrirtækja er allnokkur eins og í Dölunum, Borgarfirði og á Snæ- fellsnesi. Betri afkoma á Akranesi og í Hvalfirði er sennilega vísbending um að afkoma fyrirtækja sé almennt Fyrirtæki á Vesturlandi standa nokkuð vel að lagast um land allt þar sem atvinnu- greinaskipt- ing þátttak- enda breytt- ist ekki mik- ið á því svæði. Almennt betri þátttaka kann að útskýra þetta líka eins og áður sagði,“ segir Vífill. Frekari tölfræðigreining á svör- um við spurningunum leiddi í ljós að fiskvinnsla virðist koma best út hvort sem litið er til lengri eða skemmri tíma. „En þá ber að hafa í huga að fiskvinnsla á Vesturlandi telst yfir- leitt til blandaðrar útgerðar, þ.e. fyr- irtæki sem byggja bæði á fiskvinnslu og bátaútgerð, og því mikill minni- hluti fiskverkenda sem ekki rekur báta að auki.“ mm Hér má sjá hlutfall þeirra fyrirtækja sem skiluðu hagnaði árið 2013. Fyrirtækin Kratus, GMR, Elkem Ís- land og Norðurál á Grundartanga héldu opinn kynningarfund fimmtu- daginn 30. apríl um umhverfismál og framleiðslu á Grundartanga. Þar voru kynntar niðurstöður um- hverfisvöktunar fyrir iðnaðarsvæð- ið á Grundartanga árið 2014. Full- trúar fyrirtækjanna fluttu erindi um starfsemi og mengunarvarnir þeirra. Höfundar sérfræðiskýrslu voru einnig til svara á fundinum. Fund- urinn var opinn öllu áhugafólki um umhverfið í nágrenni Grundar- tanga. Nýmæli var að bein útsend- ing var frá fundinum með streymi á vef Norðuráls og Skessuhorns þannig að allir sem ekki áttu heim- angengt áttu möguleika að fylgj- ast með gegnum tölvu. „Þarna voru meðal annars kynntar mælinganið- urstöður sem sýna að öll mengunar- viðmið eru innan marka. Það gildir jafnt um ákvæði varðandi starfsleyfi sem og reglugerðir,“ segir Magnús Freyr Ólafsson verkefnastjóri um- hverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga. Horfa má á upptöku af kynningarfundinum á vef Norð- uráls (www.nordural.is). mþh Fundi um umhverfismál á Grundartanga streymt á vef Skessuhorns Stóriðjusvæðið á Grundartanga.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.