Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Side 21

Skessuhorn - 08.05.2015, Side 21
21MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015 Bæjarstjórnarfundur 1214 fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn 9. maí kl. 10.30. Frjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 11. maí kl. 20.00. Björt framtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn 11. maí kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 9. maí kl. 11.00. SK ES SU H O R N 2 01 5 Hvað er framundan í þjónustu við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna á Vesturlandi? Þroskahjálp á Vesturlandi, í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp, boða til opins fundar þriðjudaginn 12. maí kl. 18.00. Fundurinn er haldinn í sal eldri borgara að Borgarbraut 65a, efstu hæð. Til fundarins er sérstaklega boðið forsvarsmönnum Þjónusturáðs fatlaðs fólks á Vesturlandi og forsvarmönnum sveitarfélaga á svæðinu. Fatlað fólk og forráðamenn þeirra eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. SK ES SU H O R N 2 01 5 Þroskahjálp á Vesturlandi Notum virkan ferðamáta! Hjólum • Göngum • Hlaupum • Tökum strætó Vinnustaðakeppni Skráning og nánari upplýsingar á hjoladivinnuna.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: Taktu þátt í Instagram-leik #hjólaðívinnuna 6.–26. maí ÍS L E N S K A S IA .I S I S I 73 83 7 04 /1 5 Garðaþjónustan Sigur-garðar sf. í Borgarfirði festi nýverið kaup á stórum, traktorsdrifnum trjákurl- ara sem fyrirtækið hyggst nota til að kurla afklippur og annan við sem til fellur við garðhirðu og grisjun trjáa. Blaðamaður Skessu- horns spjallaði stuttlega við Sindra Arnfjörð hjá Sigur-görðum. Sindri vildi ekkert fullyrða um stærð trjá- kurlarans samanborið við aðra kurlara landsins, en sagði hann þó vera nokkuð stóran, gæti kurlað boli allt að 23 cm í þvermál. Einn- ig sagði Sindri kurlarann útbúinn fjarstýrðu dráttarspili sem dragi trjábolina að sér. „Ég er svona hug- sjónamaður skulum við segja, reyni að vera á undan öðrum. Reyndar er ég búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í 20 ár. Svona kurlari þarf að vera til í sveitum landsins. Þegar gámastöðvarn- ar minnka þjónustuna kemur fólk viðnum ekki frá sér. Við erum svo aftarlega á merinni að þessu er bara hent, við verðum að nýta það sem landið gefur. Það er upp- lagt að nýta kurlið í stígagerð og einnig ofan á trjábeð. Ég hef sjálf- ur verið með kurl í trjábeðum í ein tíu ár og þarf aldrei að fara niður á fjóra fætur til að reita arfa. Bæti bara kurli í beðin á svona tveggja til þriggja ára fresti. Svo brotnar það niður og verður að áburði fyr- ir plönturnar,” segir Sindri. Hann kveðst sjá fram á næg verkefni fyrir kurlarann í fram- tíðinni og að allnokkur liggi fyrir nú þegar. „Ég fór í þessa fjárfest- ingu aðallega til að kurla fyrir al- menning, sumarbústaðaeigend- ur og aðra. Þeir geta þá safnað af- klippum saman og fengið mig til að koma og kurla fyrir sig. Einn- ig hafði ég frétt af því að Borg- arbyggð, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, skógræktarfélög og skógarbændur hefðu undanfarin ár leigt sér svona tæki. Það er því von mín að þessir aðilar versli í heima- byggð hér eftir,“ segir Sindri. „Þegar þetta verkefni verður kom- ið aðeins af stað þá er ætlunin að selja kurl í stórsekkjum eða stærri einingum. Einnig vil ég koma því á framfæri að ég vil mjög gjarnan fá að vita af því ef fólk þarf að losna við birkitré eða hríslur. Ég mun ná í þær fólki að kostnaðarlausu, allavega á stór-Borgarfjarðarsvæð- inu,” bætir hann við að lokum. kgk Sigur-garðar taka í notkun nýjan og stórvirkan trjákurlara Kurlarinn er af gerðinni Linddana 230 PTO. Hér má sjá hvar Jóhann Ólafur Ársæls- son hjá Ásafli (t.h.) afhendir Sindra Arnfjörð hjá Sigur-görðum kurlarann. Myndin er fengin af facebook síðu Ásafls. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.