Skessuhorn - 08.05.2015, Qupperneq 35
35MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Firmakeppni Víkings í fótbolta
fór fram í Íþróttahúsi Snæfells-
bæjar föstudaginn 1. maí. Í ár
voru einungis fimm lið skráð til
keppni; FMÍ 1, FMÍ 2, Deloitte,
Breiðavík/Nesver og Esjar. Þó
liðin væru fá var góð stemming
og hörkuleikir spilaðir. Úrslitin
voru þau að lið Deloitte bar sig-
ur úr býtum en lið FMÍ 1 í öðru
sæti.
þa
Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi
landaði í síðustu viku sínum öðrum
titli á leiktíðinni þegar félagið varð
Lengjubikarmeistari C-deildar og
Fótbolta.net mótsins. Sigurður
Jónsson þjálfari og leikmenn hans
í Kára unnu 3-1 sigur gegn KH á
Hlíðarenda í úrslitaleik deildar-
innar. Kári komst tveimur mörk-
um yfir eftir aðeins tíu mínútna leik
með mörkum Salvars Georgsson-
ar og Valgeirs Daða Valgeirssonar.
KH minnkaði muninn um miðbik
seinni hálfleiks en nokkrum mín-
útum síðar var sigur Káramanna
endanlega innsiglaður með marki
Ragnars Þórs Gunnarssonar.
mm/ Ljósm. Kári.
Kvennalið ÍA gerði markalaust
jafntefli við Þrótt Reykjavík í síð-
asta leik liðsins í B-deild Lengju-
bikars kvenna á föstudaginn síðasta.
Skagakonur fengu fjölda marktæki-
færa, áttu meðal annars skot í stöng
og slá en tókst ekki að koma boltan-
um í netið. Úrslitin þýða að Skaga-
konur enduðu í fjórða sæti síns rið-
ils í Lengjubikarnum. Næst mæta
þær Fjölni í Borgunarbikarnum
18. maí og Íslandsmótið í 1. deild
kvenna hefst svo mánudaginn 25.
maí þegar Skagakonur taka á móti
Augnabliki á Akranesvelli.
kgk
Síðastliðinn sunnudag tók lið
meistaraflokks ÍA í knattspyrnu
karla á móti Stjörnunni á Akranes-
velli í fyrsta leik Íslandsmótsins.
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar
voru ágætar, síðdegissólin skein en
nokkur vindur var og kólnaði þegar
leið á leikinn. Akranesvöllur virtist
koma prýðilega undan vetri. Vert
er að minnast á að Skessuhorn var
með beina textalýsingu frá leiknum
á heimasíðu sinni og stefnt er að
slíkri lýsingu á öllum heimaleikjum
í efstu deild í sumar.
Leikurinn fór rólega af stað.
Stjörnumenn voru töluvert meira
með boltann og þreifuðu fyrir sér.
Skagamenn lágu til baka, vörðust vel
og beittu skyndisóknum og löngum
sendingum fram völlinn. Það var
svo á 23. mínútu að gestirnir fengu
aukaspyrnu um 25 metra frá marki
Skagamanna. Ólafur Karl Finsen
tók spyrnuna. Hann gerði sér lítið
fyrir og smellti boltanum upp sam-
skeytin, óverjandi fyrir Árna Snæ í
marki Skagamanna. Staðan í hálf-
leik 1-0, Stjörnunni í vil.
Skagamenn komu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og léku betur
en í þeim fyrri. Sköpuðu sér nokk-
ur færi, voru skipulagðir en leik-
menn Stjörnunnar voru þó áfram
ógnandi. Árni Snær varði nokkr-
um sinnum vel í marki Skaga-
manna, maður á móti manni. Það
var svo á 84. mínútu að Ólafur
Karl féll í vítateig Skagamanna
eftir viðskipti sín við Ármann
Smára. Þóroddur Hjaltalín dóm-
ari blés í flautu sína og dæmdi víti.
Ólafur Karl tók spyrnuna sjálf-
ur en Árni Snær fór í rétt horn og
varði vítið stórvel.
Síðustu mínútur leiksins fékk
Garðar Gunnlaugsson tvö tæki-
færi til að jafna fyrir Skagamenn.
Fyrst með skalla eftir góða send-
ingu Alberts Hafsteinssonar, síð-
an þegar hann slapp einn inn fyr-
ir vörn Stjörnunnar en skaut yfir
markið úr nokkuð þröngu færi.
Stjörnumenn höfðu því sigur með
einu marki gegn engu.
kgk/ Ljósm. Guðmundur Bjarki
Halldórsson.
Knattspyrnufélagið Kári frá Akra-
nesi gerðu sér ferð til Hveragerðist
síðastliðinn laugardag og mættu
Hamri í Borgunarbikar karla. Fóru
leikar svo að Káramenn völtuðu
yfir Hvergerðinga með sjö mörk-
um gegn engu. Fjalar Örn Sigurðs-
son skoraði þrennu og Valgeir Daði
Valgeirsson, Ragnar Þór Gunn-
arsson, Sverrir Mar Smárason og
Dominik Bajda skoruðu sitt mark-
ið hver. Næsti leikur Káramanna í
bikarnum verður gegn ÍH þriðju-
daginn 19. maí en fyrsti leikur liðs-
ins í þriðju deild karla verður gegn
Víði á Akranesvelli laugardaginn
16. maí.
kgk
Síðastliðið föstudagskvöld var hald-
inn stuðningsmannafundur í Bíó-
höllinni á Akranesi á vegum Knatt-
spyrnudeildar ÍA. Fundarstjóri
var Pálmi Haraldsson og Magn-
ús Guðmundsson, formaður knatt-
spyrnudeildar, ávarpaði samkom-
una. Gunnlaugur Jónsson þjálfari
meistaraflokks karla kynnti liðið
sem mun leika í úrvalsdeild í sumar
og Ágúst Valsson, aðstoðarþjálfari
kvennaliðs ÍA, kynnti hóp kvenna-
liðsins sem mun leika í fyrstu deild
Íslandsmótsins. Kynnti hann liðið í
fjarveru Þórðar Þórðarsonar þjálf-
ara. Samúel Þorsteinsson tók svo
nokkur lög á gítarinn og salurinn
söng með.
Ágætis mæting var á fundinn og
ljóst að nokkur eftirvænting var
meðal stuðningsmanna fyrir knatt-
spyrnusumrinu 2015. Fyrsti leik-
ur Íslandsmóts karla fór svo fram
sunnudaginn 3. maí þegar ÍA mætti
Stjörnunni á Akranesvelli. Íslands-
mót kvenna hefst mánudaginn 25.
maí en þá mæta Skagakonur Augna-
bliki, einnig á Akranesvelli.
kgk
Stórsigur Káramanna
í Hveragerði
Skagamenn töpuðu fyrir
Íslandsmeisturunum
Ármann Smári Björnsson vinnur skallaeinvígi í vörn Skagamanna.
Garðar Gunnlaugsson reynir að koma skoti að marki Stjörnunnar.
Kári tók sinn annan titil
á undirbúningstímabilinu
Góð stemning á Firmakeppni Víkings
Sigurvegararnir, lið Deloitte. Lið FMÍ 1 varð í öðru sæti.
Markalaust jafntefli Skagakvenna
Gunnlaugur Jónsson þjálfari kynnti liðið.
Stuðningsmannafundur ÍA í Bíóhöllinni