Skessuhorn - 07.10.2015, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 20158
Áhugafólk um
ferðaþjónustu
kom saman
AKRANES: Í gærkvöldi, þriðju-
dag, kom saman hópur áhuga-
fólks um ferðaþjónustu á Akra-
nesi og í Hvalfjarðarsveit til að
ræða sameiginleg hagsmuna-
mál. Fundurinn var í þann mund
að hefjast þegar Skessuhorn var
sent í prentun. Það var Hilmar
Sigvaldason vitavörður í Akra-
nesvita sem stóð fyrir fundin-
um. „Viðbrögðin voru, mér sýn-
ist á öllu að það verði góð mæt-
ing,“ sagði Hilmar í gærmorg-
un. „Mig langar að safna saman
þeim sem starfa við ferðaþjón-
ustu á Akranesi og í Hvalfjarð-
arsveit og að við tölum okkur
betur saman sem erum í þess-
um bransa. Bæði þau sem eru í
veitingabransanum, gistingunni
og öðru. Ferðaþjónustan byggir
nefnilega ekki bara á þessum at-
riðum, þetta tengist svo mörgu
öðru, meðal annars list, bókaút-
gáfu og fleiru. Þetta er svo vítt
svið,“ segir Hilmar. Hann seg-
ist vera fullviss um að Akra-
nes og Hvalfjörður eigi eftir að
verða mjög vinsælir viðkomu-
staðir ferðamanna enda á milli
tveggja stórra markaðssvæða.
„Við höfum Reykjavík í suðri
og Borgarfjörð og Snæfellsnes í
norðri. Akranes er stærsta sveit-
arfélagið á Vesturlandi og við
þurfum að gera okkur sýnilegri
en við höfum gert undanfarið.“
Hilmar segir að þetta verði von-
andi fyrsti fundur af mörgum
en til stendur að aðilar hittist í
framhaldinu nokkrum sinnum
á ári. „Menn þurfa að tala sam-
an og framkvæma hlutina. Að
vinna í því sem hægt er að gera
í stað þess að vandræðast yfir því
sem ekki er hægt að gera. Þetta
er eins og Hannibal Hauksson
fyrrum ferðamálafulltrúi sagði;
samkeppnisaðili okkar er útlönd
en ekki hvort annað. Ég held að
við vinnum betur ef við stöndum
saman sem heild í ferðaþjónust-
unni.“
–grþ
Kolbeinn til
liðs við Aton
RVK: Kolbeinn Óttarsson
Proppé hefur verið ráðinn til
starfa hjá Aton. Kolbeinn er
sagnfræðingur og þaulreyndur
blaðamaður en hann starfaði á
Fréttablaðinu frá 2008 til 2015,
með hléum, og var meðal ann-
ars leiðarahöfundur blaðsins og
sá um pólitíska umfjöllun. Kol-
beinn hefur einnig unnið sem
blaðamaður hjá Skessuhorni og
upplýsingafulltrúi hjá Strætó
og BSRB. Kolbeinn hefur þeg-
ar hafið störf. Aton veitir ráðgjöf
og aðstoð við hagsmunagæslu,
almannatengsl, kynningu og
markaðssetningu og stefnumót-
un. Viðskiptavinir Aton eru fyr-
irtæki, félagasamtök, opinberir
aðilar, sveitarfélög og einstak-
lingar. Ráðgjafar Aton eru með
víðtæka reynslu og með sterkt
tengslanet úr atvinnulífi, stjórn-
sýslu og stjórnmálum.
–fréttatilk.
Vitundar-
vakning
háskólafólks
fyrir jafnrétti
LANDIÐ: Háskólar lands-
ins stóðu saman að ljósa-
gjörningi í hádeginu síðast-
liðinn mánudag til að und-
irstrika mikilvægi mannrétt-
inda og umræðu um jafn-
réttismál. Dagurinn markaði
jafnframt upphaf jafnrétt-
isdaga og fræðsluviðburða
um jafnréttismál sem fara
fram í skólunum sjö. Þetta
er í fyrsta sinn sem skólarn-
ir vinna saman að gjörningi
tengdum jafnréttismálum
en viðburðurinn hefur einn-
ig skírskotun í Alþjóðlegt ár
ljóssins á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Nú í vikunni og
þeirri næstu munu skólarn-
ir jafnframt bjóða upp á ýmis
konar fræðslu um jafnréttis-
mál, bæði í formi fyrirlestra
og veggspjalda en einnig
í formi tónleika og annars
konar listviðburða. Mark-
miðið með þeim öllum er
að vekja stúdenta og starfs-
menn skólanna og ekki síð-
ur gesti skólanna til umhugs-
unar um jafnréttismál á afar
breiðum grunni og eru við-
burðir í mörgum skólanna
haldnir undir merkjum sér-
stakra jafnréttisdaga. –mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
26. september – 2. október
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes 5 bátar.
Heildarlöndun: 16.515 kg.
Mestur afli: Ísak AK: 7.989
kg í tveimur löndunum.
Engar landanir voru á Arn-
arstapa.
Grundarfjörður 7 bátar.
Heildarlöndun: 219.903
kg.
Mestur afli: Bergur VE:
66.714 kg í einni löndun.
Ólafsvík 6 bátar.
Heildarlöndun: 41.935 kg.
Mestur afli: Gunnar Bjarna-
son SH: 10.393 kg í fjórum
löndunum.
Rif 6 bátar.
Heildarlöndun: 40.501 kg.
Mestur afli: Stakkham-
ar SH: 15.733 kg í þremur
löndunum.
Stykkishólmur 5 bátar.
Heildarlöndun: 48.645 kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson SH: 24.472 kg í fimm
löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Bergur VE – GRU:
66.714 kg. 28. september
2. Steinunn SH – GRU:
63.664 kg. 29. september
3. Helgi SH – GRU:
45.275 kg. 28. september
4. Hringur SH – GRU:
42.146 kg. 30. september
5. Stakkhamar SH – RIF:
6.087 kg. 29. september
mþh
Nú er í undirbúningi stofnun nýs
fiskmarkaðar í Ólafsvík. Hann fær
nafnið Fiskmarkaður Snæfellsbæj-
ar og verður Friðbjörn Ásbjörnsson
framkvæmdastjóri. Friðbjörn sagði
í samtali við Skessuhorn að stofn-
un Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar hafi
vafið utan á sig á mjög skömmum
tíma og nú þegar séu fjórir útgerð-
araðilar hluthafar sem afla alls um
fjögur þúsund tonna. „Það er öllum
sem eiga útgerð velkomið að gerast
hluthafar og viðbrögð sem við höf-
um þegar fengið lofa góðu,“ seg-
ir Friðbjörn. Hann segir að ef vel
gangi muni Fiskmarkaður Snæfells-
bæjar einnig stofna útibú á Rifi.
Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hef-
ur keypt 300 fermetra húsnæði við
Snoppu og er þessa dagana unn-
ið að breytingum á húsnæðinu til
að laga það fyrir starfsemina. „Við
stefnum á að opna eftir einn mán-
uð,“ segir Friðbjörn. „Við teljum
að þetta sé góð þróun fyrir bæjar-
félagið að fá samkeppni. Við höfum
metnað fyrir samfélaginu og er öll
samkeppni af hinu góða. Einnig er
þetta góð þróun fyrir útgerðirnar
okkar.“ Friðbjörn bætir því við að
hann vilji nota tækifærið og þakka
öllum þeim góðu iðnaðarmönn-
um á svæðinu sem koma að þessum
breytingum fyrir vinnu og dugnað.
Í stjórn Fiskmarkaðs Snæfellsæj-
ar eru Þorsteinn Bárðarson sem er
stjórnarformaður, Heiðar Magnús-
son, Sigurður Jónsson og varamenn
eru Brynja Mjöll Ólafsdóttir, Bárð-
ur Guðmundsson og Ásbjörn Ótt-
arsson.
af
Nýr fiskmarkaður brátt opnaður í Ólafsvík
Unnið við breytingar á húsnæði Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar.
Töluverð uppbygging virðist vera á
Akranesi ef marka má fundargerð-
ir hjá Akraneskaupstað undanfarnar
vikur. Þar má sjá að byggingalóðum
hefur verið úthlutað við ýmsar götur
í Skógarhverfi. Engilbert Runólfs-
son og Uppbygging ehf. hafa fengið
úthlutað lóðum við Asparskóga 27
og 29 og umsókn Jóns Bjarna Gísla-
sonar og Eðallagna ehf. um bygg-
ingarlóð að Akralundi 1, 2 og 5 hef-
ur einnig verið samþykkt. Þá stend-
ur til að byggja við Blómalund 2-4
og Baugalund 20 en nýverið var sótt
um breytingu á báðum bygginga-
reitum.
Auk þess hefur fyrirtækið Grenj-
ar ehf. stefnt að byggingu nokkurra
parhúsa í Skógarhverfi, eins og áður
hefur komið fram í Skessuhorni.
Fyrirtækið óskaði eftir deiliskipu-
lagsbreytingu í hverfinu, þar sem
nokkrum lóðum yrði breytt í par-
húsalóðir. Við Blómalund stendur
til að breyta tveimur parhúsalóðum
og einni raðhúsalóð við Blómalund í
fjórar parhúsalóðir, fjórum fjölbýlis-
húsum við Akralund 8 - 14 verði
breytt í parhúsalóðir og að sex ein-
býlishúsalóðum við Baugalund verði
breytt í fjórar parhúsalóðir. Bæjarráð
óskaði eftir áliti skipulags- og um-
hverfisráðs á fundi sínum í lok júlí
um fyrirhugaða deiliskipulagsbreyt-
ingu og tók skipulags- og umhverf-
isráð vel í þessar hugmyndir. grþ
Uppbygging í kortunum á Akranesi
Til stendur að reisa þriggja hæða fjölbýlishús við Asparskóga 27 og 29. Hér má sjá drög af þeim byggingum. Myndina, ásamt
teikningum, má finna í fylgiskjali með fundargerð bæjarráðs frá 29. september.
Peningastefnunefnd Seðlabanka
Íslands gaf það út í síðustu viku
að vöxtum bankans verður hald-
ið óbreyttum. Meginvextir bank-
ans, vextir á sjö daga bundnum inn-
lánum, verða því áfram 5,5%. Í til-
kynningu frá SÍ segir að á fyrri hluta
ársins var vöxtur innlendrar eftir-
spurnar áþekkur því sem gert var
ráð fyrir í síðustu spá Seðlabank-
ans, en hagvöxtur mælist töluvert
meiri. „Þótt spáskekkjan stafi lík-
lega af tímabundnum þáttum er
áfram útlit fyrir öflugan hagvöxt og
vaxandi framleiðsluspennu á næstu
misserum. Verðbólga er enn und-
ir markmiði Seðlabankans, sérstak-
lega ef horft er framhjá húsnæðis-
lið vísitölu neysluverðs, og hefur
aukist hægar en gert var ráð fyrir í
síðustu spá bankans. Stafar það að
nokkru leyti af hærra gengi krónu
en sveiflukenndir liðir eiga þar
einnig hlut að máli. Verðbólguhorf-
ur til lengri tíma litið hafa því ekki
breyst umtalsvert þótt nærhorfur
séu betri. Niðurstaða kjarasamninga
og tiltölulega háar verðbólguvænt-
ingar benda eftir sem áður til þess
að verðbólga muni aukast á næstu
misserum. Á móti kemur lækkun al-
þjóðlegs vöruverðs og tæplega 4%
hækkun á gengi krónunnar frá síð-
ustu vaxtaákvörðun þrátt fyrir mikil
gjaldeyriskaup Seðlabankans,“ segir
í tilkynningu frá stofnuninni.
Þá segir jafnframt að aukist verð-
bólga í framhaldi af kjarasamning-
um, svipað og spár benda til, mun
peningastefnunefndin þurfa að
hækka vexti frekar eigi verðbólg-
umarkmiðið að nást til lengri tíma
litið. „Hve mikið og hve hratt ræðst
af framvindunni og því hvernig
greiðist úr þeirri óvissu sem nú er
til staðar. Sterkari króna og alþjóð-
leg verðlagsþróun hefur gefið svig-
rúm til að hækka vexti aðeins hæg-
ar en áður var talið nauðsynlegt
en breytir ekki þörf fyrir aukið að-
hald á næstu misserum. Vaxtaferill-
inn mun einnig ráðast af því hvort
öðrum stjórntækjum verður beitt til
þess að halda aftur af eftirspurnar-
þrýstingi á komandi misserum. Að
teknu tilliti til hagsveiflu felur vænt
afkoma ríkissjóðs í ár og frumvarp
til fjárlaga 2016 hins vegar í sér
slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum
sem að óbreyttu kallar á meira pen-
ingalegt aðhald en ella.“ mm
Seðlabankinn heldur
stýrivöxtum áfram í 5,5%