Skessuhorn - 07.10.2015, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2015 23
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir
sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á net-
fangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á
mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang
þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa að-
gang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300
Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta
lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum
lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessu-
horni.
68 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu
viku. Lausnin var: „Umhugsun.“ Vinningshafi er: Sig-
ríður Matthíasdóttir, Logafold 182, 112 Reykjavík.
mm
Auðvelt
Ýkjur
Leir
Eyrar
Dæld
Hlífa
Reyrir
Reifi
Röst
Rot
Gripur
Innyfli
Haft
Óhress
Sérstök
Elskar
Hóg-
værð
10 Varma
Blíða
Óhóf
Ókunn
Athugul
Afkom-
anda
Fræg
Korn
Braut
Fjöldi
Skel
Hús-
feyja
Aðfall
Gat
5 13
Tvíhlj.
Málmur
16 Fórn
Ras
Kopar
Ungfrú
Erta
Sk.st.
14 7 Hvorki
Næði
11
Spurn
Kot-
roskinn
Skylda
Skoðun
Æfur
Spakur
Hætta
Þjálf-
aður
Lít
50
Storð
Sæll
Vangur
Titill
Ögn
9
Lögg
Planta
Krókur
Rugga
Geta
Eink.st.
Vík
Maður
Neyttum
3 Átt
Fen
Dyl
Kirtil
Kylfa
1 Hönd
Vafi
18
Kleif
Nóran
Skortur
Hvarm-
ur
Eldstó
Hlíð
Grund
Skamm-
ir
15
Skipar
2
Ólatir
12 Nef
Leit
Á fæti
Elds-
neyti
Bogi
Sk.st.
Flýtir
Bardagi
Önugur
Hneisa
8
Hópur
Röð
Sannur
Vottar
Blunda
Sverta
Hrönn Leyfist
Brotleg
Finna
leið
Lend
Aurar
Áhald
1000
Á flík
4 Far
Duft
19 Afa
Stýra
6 17
1 2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19
Þann 23. september síðastlið-
inn, á dánardegi Snorra Sturlu-
sonar í Reykholti, voru félagasam-
tökin „Vinir Snorra“ (Foreningen
Snorres venner) stofnuð í Björgvin
í Noregi. Viðburðurinn fór fram
á Bryggjusafninu (Bryggens Mu-
seum) við gömlu höfnina í miðborg
Björgvinjar þar sem skip komu að
frá Íslandi og lögðu upp vestur um
haf á miðöldum. „Vinir Snorra“
eru hollvinasamtök Snorrastofu í
Noregi. Þau munu vinna að því að
efla menningararfinn eftir Snorra
Sturluson og rækta menningar-
tengsl milli Íslands og Noregs.
„Stofnun þessara samtaka er búin
að vera í undirbúningi í mörg ár. Á
sínum tíma þegar bygging Snorra-
stofu stóð yfir þá myndaðist hópur
í Noregi sem safnaði fjármunum í
Noregi til hennar. Þegar upp var
staðið þá nam sú söfnun um fjórð-
ungi af kostnaðinum. Upphaflega
voru þetta kannski fimm manns.
Nú þegar þessi hollvinsamtök hafa
verið sett á fót þá telur hópurinn
um 200 félaga,“ segir Bergur Þor-
geirsson.
Snorrastofa hefur um árabil hald-
ið tengslum við fræðasamfélagið í
Noregi, meðal annars með form-
legum samstarfssamningi við Há-
skólann í Björgvin sem var undir-
ritaður árið 2000. „Hollvinasamtök
af þessu tagi geta til dæmis beitt sér
fyrir því að afla fjár í Noregi. Utan
þess sem unnið var þegar Snorra-
stofu var komið á fót þá höfum
ekki sótt mikla fjármuni til Noregs.
Stofnun svona samtaka er forsenda
þess,“ segir Bergur.
Verndari hollvinasamtakanna er
Vigdís Finnbogadóttir fyrrum for-
seti. Hún heiðraði stofnfundinn í
Björgvin með ávarpi sem var sjón-
varpað. Fulltrúar frá Íslandi voru
viðstaddir fundinn. Þar á með-
al voru Björn Bjarnason formaður
stjórnar Snorrastofu, Bergur Þor-
geirsson forstöðumaður og síra
Geir Waage sóknarprestur í Reyk-
holti.
mþh
Um hundrað manns komu saman
í Snorrastofu í Reykholti á laug-
ardaginn þar sem haldið var upp á
að tveir áratugir eru liðnir frá því
hún var sett á fót. „Þetta heppnað-
ist mjög vel og var mjög hátíðlegt í
alla staði. Þarna var rúmlega tveggja
tíma dagskrá. Ólafur Pálmason
flutti fyrirlestur um kveðskap Jóns
Helgasonar prófessors í íslenskum
fræðum frá Rauðsgili í Hálsasveit
og fór með erindi úr fjölmörgum
ljóðum eftir hann. Björn Bjarna-
son fyrrverandi alþingismaður og
menntamálaráðherra og núverandi
formaður stjórnar Snorrastofu rakti
sögu stofnunarinnar. Síðan var
ný heimasíða Snorrastofu opnuð
formlega. Það gerði Einar K. Guð-
finnsson forseti Alþingis og þing-
maður Norðvesturkjördæmis. Auk
þessa var myndasýning með textum
sem ég tók saman, þar sem greint
var frá ýmsu sem á dagana hefur
drifið þessa tvo áratugi frá stofn-
un,“ segir Bergur Þorgeirsson for-
stöðumaður Snorrastofu í samtali
við Skessuhorn.
Ævintýri í tvo áratugi
Sjálfur hefur Bergur sinnt stöðu
forstöðumanns Snorrastofu í 17 ár.
„Þetta er búið að vera ævintýri lík-
ast og einstaklega skemmtilegt. Það
hefur hjálpað mikið til að viðtökur
fólks hér heima í héraði hafa alltaf
verið góðar og mikil aðsókn að okk-
ar viðburðum. Hingað koma einn-
ig fjölmargir ferðamenn á hverju
ári,“ segir Bergur. Hann álítur að
Snorrastofa sé nú búin að marka sér
góðan sess til framtíðar. Nú sé kom-
in trygg viðspyrna til frekari sóknar
og uppbyggingar. „Ég lít svo á að
við séum komin með rétta formið
á rekstrinum. Við erum stöðugt að
finna ný rannsóknarefni, þróa hug-
myndir um sýningar, aðra viðburði
og þess háttar. Nú er svo komið að
það er tímabært að hugað verði að
gerð nýs sýningarsals fyrir Snorra-
stofu. Teikningar liggja þegar fyrir.
Hann yrði þá gerður neðanjarðar
á milli húsa Snorrastofu og Reyk-
holtskirkju.“
Stórvirki væntanlegt
Auk þess að halda sagnaarfinum á
lofti gagnvart almenningi þá hef-
ur Snorrastofa markað sér völl á
sviði rannsókna og fræðimennsku.
„Við höfum tengsl við fræðimenn
víða um heim og komum að rann-
sóknarverkefnum í samvinnu við
þá. Stærsta rannsóknarverkefnið nú
snýr að norrænni goðafræði. Það
hófst árið 2008 og lýkur í fyrsta lagi
2017. Þetta er verkefni sem hefur
kostað um 170 milljónir króna og
er að mestu fjármagnað úr erlend-
um rannsóknasjóðum. Í tengslum
við það hafa verið haldnir fund-
ir fræðimanna hér í Reykholti.
Þetta verkefni er algerlega unnið
að frumkvæði Snorrastofu. Snorra
Edda geymir lýsingar á goðafræð-
inni og hún var skrifuð af Snorra
Sturlusyni. Að þessu verkefni hafa
komið 30 helstu fræðimenn heims-
ins á þessu sviði. Árangur þessa
starfs mun byrja að koma fram á
næsta ári. Þá kemur út fyrsta bind-
ið af fimm til sjö bóka flokki sem
fjalla mun um goðafræðina. Bæk-
urnar verða á ensku og gefnar út af
belgíska útgáfufyrirtækinu Brepols
sem er það virtasta í heimi á sviði
miðaldabókmennta. Þessar bækur
eiga eftir að verða grundvallarrit
um norræna goðafræði.“
Dagskrá vetrarins
komin út
Snorrastofa mun sem fyrr starfa af
fullu kappi og metnaði í vetur. Nýút-
komin er vetrardagskrá stofnunarinn-
ar þar sem greint er frá fyrirlestrum
og námskeiðum vetrarins. „Þessi dag-
skrá var prentuð sem bæklingur eins
og venjan hefur verið síðustu árin.
Nú í ár er hins vegar það nýmæli að
dagskráin er í fyrsta sinni borin í öll
hús á Vesturlandi. Fram til þessa þá
hefur þetta aðeins verið gert í Borg-
arbyggð, Skorradal og Hvalfjarðar-
sveit. Þetta var kleift þar sem nú feng-
ust nægir styrktaraðilar til að prenta
dagskrána í stærra upplagi og dreifa
henni víðar. Ég vil hvetja íbúa Vestur-
lands til að gefa henni gaum og skoða
hvað Snorrastofa hefur upp á að bjóða
á vetri komanda,“ segir Bergur Þor-
geirsson forstöðumaður Snorrastofu.
mþh/ Ljósm. Guðlaugur Óskarsson
Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, afhendir Kim F. Lingjærde
formanni undirbúningsnefndar hollvinasamtakanna „Vinir Snorra“, heildarsafn
Íslendingasagna á norsku að gjöf á stofnfundinum í Björgvin. Samtökin eru með
eigin síðu á Facebook (Snorres venner). Ljósm. Bergur Þorgeirsson.
Hollvinasamtök Snorrastofu
stofnuð í Noregi
Gestir á afmælissamkomunni hlusta á Jónínu Eiríksdóttur verkefnisstjóra.
Tvítugsafmæli Snorrastofu fagnað í Reykholti
Snorri Hjálmarsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir sáu um tónlist dagskrárinnar.
Á hátíðarstundu. Bergur Þorgeirsson,
forstöðumaður Snorrastofu, ásamt
Jónínu Eiríksdóttur, verkefnisstjóra hjá
stofnuninni.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis,
opnaði með formlegum hætti nýja
heimasíðu Snorrastofu (snorrastofa.
is).