Skessuhorn


Skessuhorn - 07.10.2015, Síða 24

Skessuhorn - 07.10.2015, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 201524 Vísnahorn Gísli Ólafsson frá Eiríks- stöðum var á sinni tíð prýðisgóður hagyrðing- ur og mátti raunar heita skáld þó það geti að vísu verið afstætt hverjir eru verðugir þess titils. Eftir hann eru þessar vísur sem Skagfirðing- ar raula stundum eitthvað úr ef vel liggur á þeim: Margir forðum ortu óð, yngdu með því geðið, þá voru líka föðmuð fljóð, fengin staup og kveðið. Nú hafa flestum bannað brag bœndakjörin þungu. Skuldir, dýrtíð, rollurag, raunir á hvers manns tungu. Látum hina þreyttu þjóð, þjóna hvötum lægri. Ég skal yrkja og elska fljóð, allt að banadægri. Veröld þegar við ég skil, vini og kunningjana, þá er nægur tími til að tala um reikningana. Á hinum svokölluðu kreppuárum upp úr 1930 höfðu víst allir fulla þörf fyrir peninga og vafalaust Gísli Ólafsson sem aðrir. Eitth- vað mun hann hafa verið nefndur í sambandi við skáldalaun árið 1934 en fjárveitinganefnd Alþingis sá þó ekki ástæðu til að svo færi. Gís- li setti henni svohljóðandi grafskrift: Lítils virði ljóð mitt er, lifir hinna fremdin; enda fór hún fram hjá mér fjárveitinganefndin. Í þeirri merku Mývatnssveit þykir gulstör sem þeir nefna bleikju alls jarðargróða best. Eitt sinn stóð svo á að prestlaust var á Skú- tustöðum en eitthvað voru vomur á Mývet- ningum um nýja prestinn því að þeir óttuðust að hann myndi nytja engjar sem tilheyrðu Skútustöðum en þá hefðu þeir misst spón úr aski sínum. Konráð Erlendsson kvað þá um Mývetninga: Vænkast tekur Mammons mál, máttur Drottins ræður ei. Mývetningar sína sál seldu fyrir mýrarhey. Jón á Arnarvatni svaraði: Sagt er að við höfum selt fyrir hý sálna vorra gengi, en Konsi lýgur þessu - því það var bleiki-engi. Mátti það mun allan gera hvort um var að ræða úrvals engjastör eða mýrarudda en Káinn gamli kvað um sjálfan sig: Eins og gömul, götótt flík gagnleg þó í fyrstu. Verð ég bráðum liðið lík látinn ofan´í kistu. Björn Jónsson, að ég held sá sem kallaður var Bjössi Bomm, lagði eitt sinn fram þennan fyrripart: Hamingjan er sem hálfsigin ýsa í hjalli á forvaðaskeri. Jóhann J.E. Kúld botnaði: Knarreist líkt eins og kafandi hnýsa kjaftfull í síldargeri. Veit varla hvort það má nefna hluti eins og að hnýsan nærist á síld. Það er svo vandratað í veröldinni. Gæti orðið sakaður um andhný- sulegan áróður. Árið 2012 fékk Ríkisútvarpið bréf frá Simon Wisenthal stofnuninni þar sem farið var fram á að hætt yrði að lesa Pas- síusálmana í útvarpinu vegna þess að á meira en 50 stöðum í þeim væri að finna andgyðing- legan áróður. Ármann Þorgrímsson orti af því tilefni: Fanga leitað víða var til varnar snerust gyðingar flettu sálmum, fundu þar fjölmargt því til sönnunar að íslensk þjóð sé allsstaðar Ísrael til bölvunar föst í viðjum fornaldar flestir séu rasistar. Öll eldumst við nú samt hvort sem við erum rasistar eður ei og Sigmundur Jónsson á Ve- stara Hóli orti þegar hann fann á sér meiri el- limörk en honum gott þótti: Ónýtur ég er til puðs annað líf má dreyma. Krafturinn er kominn til Guðs en kroppurinn ennþá heima. Annar Skagfirðingur eða Borgfirðingur eft- ir því hver talar. Kristján Árnason frá Skálá eða Kistufelli orti líka: Þjóð mín er lent inn á þrengingaveg, þrýtur í pyngjunni auður. Ég finn það nú betur og betur að ég er billegri í rekstrinum dauður. Man ekki fullar sönnur á því en held endile- ga að Bjarni Gíslason sé höfundur næstu vísu og endilega leiðréttið mig ef þið vitið betur: Ekki gengur allt í vil, úti er drengja gaman, það er enginn tími til að tala lengur saman. Það er hinsvegar alveg fullvíst að ég man ek- kert hver orti þessa: Vertu kátur, vektu skraf, vandann mátar harka, sumir gráta öllu af, aðrir láta slarka. Enda svosem ágætt að hafa bara eftirfaran- di lífsreglu: Allt þó verði á tundri og tjá tapaðu aldrei móði. Bíttu á jaxlinn bara þá og bölvaðu í hljóði. Kristján Ólason orti þegar þótti við hæfi að nóg væri lifað og bara eftir að kanna ön- nur svið: Kannað hef ég kalt og heitt kátur meðal gesta. Nú er bara eftir eitt ævintýrið mesta. Það er nú einhvern veginn svo með þet- ta blessað líf okkar að öll fæðumst við nú ber- rössuð í heiminn og flest förum við léttklædd úr honum enda ótryggt með gagnsemi af skar- ti eða skjólklæðum hinu megin. Hvernig við li- fum þessu lífi getur skipt einhverju máli allave- ga fyrir þá sem þurfa að umgangast okkur og ætli þetta sé ekki ágætis ráðlegging og lokaorð: Þó lífið veiti lágan sess, löngum smár sé fengur, hæstan met ég heiður þess að heita góður drengur. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Bíttu á jaxlinn bara þá - og bölvaðu í hljóði! PIstill Stundum hellist pólitísk fréttaleti yfir mig, ég verð beinlínis fráhverf- ur líkt og Hákon Sturluson á Hjall- kálseyri gerðist. Þá fylgist ég ekk- ert með því sem er að gerast, þá í raun- verulegum frétt- um það er að segja. En ég smelli þá frekar miskunnarlaust á hlekki sem innihalda krassandi titla þar sem ein- hver er nýbúinn að missa 400 kíló, hryllilegt atvik í leikfangabúð, ótrú- lega dónalegt fólk á förnum vegi og les allar athugasemdir þar, hundur týndur - deili því með glýju í augun- um yfir krúttmúsinni. Ég gerist sekur um að smella á misvísandi fyrirsagnir í gríð og erg, sérstaklega þær sem eru orðaðar á óljósan og áhugahvetjandi hátt. Skaftárhlaup fékk sína meðferð á smelludólgnum, vísað í gamla frétt en orðalagið var eins og það væri nú- verandi hættuástand. Ég smellti sjálf- sögðu á það. Allt í lagi, fréttamenn verða víst að hafa í sig og á, ætli þeir vinni á akkorði? Drita út fréttum, miskönnuðum og heimildaröflun lítil sem engin, Facebook-væðing frétta- miðla er kannski vaxandi fyrirbæri og ekkert við það að sakast svo sem. Þetta þarf allt að passa fyrir snjall- puttasíma og ekki of lengi að hlaðast, ef fréttin er komin í það að vera máls- greinaskipt þá sleppi ég að lesa hana. Það fer of mikill tími í að lesa það, ég er meira svona topp 10 lista mað- ur eins og Sigmar Kastljósmaður var með á X-inu í gamla daga. Ég kann nefnilega að meta slíka vinnu, því eftir sem frásögnin verð- ur safaríkari því fleiri smelli fær hún frá mér. Smelludólgar vefmiðlanna eru vinir mínir. Ég gerist viljandi fórnarlamb þeirra, ég skrolla stund- um yfir bága fjárhagsstöðu mikil- vægrar ríkisstofnunnar og jafnvel yf- irvofandi verkfall þjónustustéttar en ég skoða fyrir og eftir myndir af ein- hverri stjörnunni. Aðrir munu örugg- lega lesa þessar fréttir og matreiða þetta ofan í mig. Ég er mjög hrif- inn af samantektum og á auðvelt með að taka afstöðu. Reyndar finnst mér besta frétt vikunnar um OR og mæl- ana. Ég las hana alla en var engu nær, líkt og talsmenn OR. Fréttamaður- inn hefði ekki getað skáldað fyrir- sögnina, hún er það góð. Annars er mér orðið sama um þetta mælamál, ekki nema 7,1 milljarðar fór í leigu og kaup á þeim aftur. En varðandi tíðrædda fréttalesturs- hegðun fólks, þá slæðist ein og ein al- vöru óveðursfrétt í mest lesnu frétt- ir vikunnar þegar veturinn er kom- inn til að setja sveitarfélögin í bága stöðu og sprengja fjárheimild Vega- gerðarinnar með ofankomu. Því það vilja allir vita hvenær þeir geta ver- ið komnir á áfangastað og vilja sjá hvort einhver óþokki í Vegagerðinni sé búinn að loka veginum. En á með- an ég hneykslast yfir biðröðinni fyr- ir utan kleinuhringjastað og annars konar vestrænni klósettmenningu, er ég virkur í athugasemdum og stend mig mjög vel í leiðréttingu á orðfari og vali blaðamanna um hvað sé frétt- næmt, þá er oftar en ekki spurt; ,,Djí- sus kræst, er þetta frétt?” Kveðja, Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði. Af milljarðamælum og fráhverfu „Allir“ smelltu á fréttina á mbl.is síðastliðinn miðvikudag enda leit út fyrir að fólk væri innlygsa í Skaftárhlaupi. Þessi „allir“ urðu jafn hissa þegar þeir sáu að um tíu ára gamla frétt var að ræða. Axel Freyr Eiríksson. Aðalfundur Öryrkjabandalags Ís- lands var haldinn síðastliðinn laugardag. Í framboði til formanns voru Ellen Calmon, ADHD sam- tökunum og Guðjón Sigurðsson, MND félaginu á Íslandi. Ellen var endurkjörin formaður bandalags- ins til tveggja ára með 88 atkvæð- um. Guðjón hlaut 22 atkvæði og 3 atkvæði voru auð. Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu, var sjálfkjörin varaformaður til eins árs þar sem annað framboð var dregið til baka. Bergur Þorri Benjamíns- son, Sjálfsbjörg lsf., var sjálfkjörin gjaldkeri til eins árs. Þess skal get- ið að kosið var eftir nýjum lögum ÖBÍ sem samþykkt voru á aðal- fundi bandalgsins 2014. Kosið var til allra embætta að þessu sinni. Kosið var um formenn í fimm málefnahópa og sitja þeir formenn einnig í stjórn bandalgsins. Þau eru: Formaður málefnahóps – Kjara- mál. María Óskarsdóttir, Sjálfs- björg landssamband fatlaðra Formaður málefnahóps – Að- gengi. Grétar Pétur Geirsson, Sjálfsbjörk slf. Formaður málefnahóps – Heil- brigðismál. Guðbjörg Kristín Ei- ríksdóttir, Sjálfsbjörg landssam- band fatlaðra Formaður málefnahóps - At- vinnu- og menntamál. Hjördís Anna Haraldsdóttir, Félag heyrn- arlausra Formaður málefnahóps - Sjálf- stætt líf. Rúnar Björn Herrera, SEM samtökin Þá voru kosnir 11 stjórnarmenn í einni kosningu og réði atkvæða- fjöldi hvaða fjórir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára og hverjir sjö til eins árs. Í framboði voru 18 fulltrúar. Stjórnarmenn til tveggja ára eru (röð stjórnarmanna samkvæmt atkvæðamagni): Svava Aradóttir, FAAS, Svavar Kjarr- val Lúthersson, Einhverfusamtök- unum, Maggý Hrönn Hermanns- dóttir, Geðhjálp og Árni Heim- ir Ingimundarson, Málbjörg - fé- lagi um stam. Jafnframt voru 7 af 11 manna stjórninni kosnir til eins árs. Þau eru: Erna Arngrímsdótt- ir, SPOEX, Kristín Björnsdótt- ir, Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra, Daníel Ómar Viggósson, CP félagið, Ægir Lúðvíksson, MND félagið á Íslandi, Garðar Sverris- son, MS-félag Íslands, Karl Þor- steinsson, Ás styrktarfélag og Emil Thoroddsen, Gigtarfélagi Íslands. mm Ellen Calmon. Ellen Calmon endurkjörin formaður ÖBÍ

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.