Skessuhorn


Skessuhorn - 07.10.2015, Page 27

Skessuhorn - 07.10.2015, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 27 Skallagrímur féll úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik á síðasta keppnistímabili. Deildin var afar jöfn allt til loka og liðið var ekki langt frá því að halda sæti sínu. En fall varð staðreynd og mun liðið því leika í 1. deild í vetur. Að sögn Finns Jónssonar, þjálfara meistara- flokks karla hjá Skallagrími, hefur leikmannahópurinn tekið töluverð- um breytingum frá því á síðasta keppnistímabili. „Síðan í fyrra eru sjö leikmenn farnir, allt leikmenn sem spiluðu rullu í liðinu, vissulega misstóra en allt eru þetta leikmenn sem komu við sögu í hverjum ein- asta leik á síðasta tímabili,“ segir Finnur og bætir því við að ástæð- ur þess að liðið missti þessa leik- menn séu jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Einhverjir fóru í skóla eða að vinna annars staðar og settu aksturinn fyrir sig og aðrir vilja frekar spila í úrvalsdeildinni,“ bæt- ir hann við. Liðið sem Skallagrímur mun tefla fram í ár er því nær eingöngu byggt á heimamönnum úr Borgar- nesi og Borgarfirði, sem eiga það flestir sameiginlegt að vera ung- ir að árum. Hafþór Ingi Gunnars- son verður spilandi aðstoðarþjálfari í vetur og aldursforseti liðsins, 34 ára. Framherjinn J.R. Cadot, sem gekk til liðs við liðið fyrir tímabil- ið, er 28 ára en aðrir leikmenn liðs- ins eru 23 ára og yngri. „Kosturinn við þennan unga hóp er að hann er skipaður leikmönnum sem vilja láta þjálfa sig. Þeir taka tilsögn og vilja bæta sig og hafa bætt sig mikið í sumar. Liðsheildin er þegar orðin rosalega góð mér finnst hún vera að eflast. Cadot smellpassar inn í hóp- inn,“ segir Finnur. Lágvaxið lið með risa hjarta Aðspurður um markmið vetrarins kveðst Finnur vilja halda þeim fyrir sjálfan sig. „Ég hef ákveðin mark- mið, bæði til langs og skamms tíma, sem ég vil bara hafa út af fyrir mig og ætla ekki að auglýsa þau neitt. En við förum auðvitað í alla leiki til að vinna,“ segir hann. „Við erum búnir að vinna í varn- arleik, styrk og þoli síðan í júní. Aðal áherslan hjá okkur í vetur verð- ur á varnarleik. Í sókninni munum spila á háu tempói, það verður mik- ill hraði í okkar leik og mikil læti,“ segir Finnur og aðspurður vill hann ekki útskýra hvað felist í látunum, en hvetur fólk til að leggja leið sína í Borgarnes og sjá það með eigin augum. „Það eina sem ég get lofað er það verða mikil læti,“ segir hann og brosir. „Við komum til með að þurfa að hafa fyrir öllum stigum og verðum að spila á okkar styrkleik- um. Við erum lágvaxið lið með risa- hjarta og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að vinna.“ kgk Finnur Jónsson, þjálfari karlaliðs Skallagríms. Skallagrímur teflir fram mikið breyttu liði ÍA leikur í 1. deild karla í körfu- bolta í vetur eftir að hafa fallið út í úrslitakeppninni um laust sæti í úr- valsdeild undanfarin tvö ár. Skessu- horn ræddi við Áskel Jónsson, ann- an tveggja spilandi þjálfara liðsins, sem segir stefnuna tekna á úrvals- deildarsæti að ári, hvort sem það verði í gegnum úrslitakeppnina eða fyrsta sætið, sem gefur sjálfkrafa sæti í efstu deild. Að sögn Áskels hefur liðið ekki gengið í gegnum miklar mannabreytingar frá síð- asta leiktímabili. Leikstjórnandinn Zachary Warren hvarf af braut og í stað hans er kominn Sean Tate. Magnús Bjarki Guðmundsson mun leika með Stjörnunni í vetur, en hann lék með ÍA á venslasamningi á síðasta keppnistímabili. Þá standa vonir til að Skagamaðurinn Jón Orri Kristjánsson geti leikið með liðinu á komandi vetri, en hann lék síðast með Stjörnunni í úrvalsdeild- inni í fyrra. „Það er gott að það sé sami kjarn- inn og undanfarin ár. Þetta lítur ágætlega út, kjarninn í liðinu er á góðum aldri, allir í kringum 28 ára aldurinn og flestir leikmenn bún- ir að spila saman í langan tíma. Jón Orri mun styrkja liðið og það er því vonandi að okkur takist að komast upp úr deildinni í ár,“ segir Áskell. Hann telur að einna helst vanti lið- inu aukna breidd en bætir því við að það sé einna helst vegna æfinganna. Nokkrir leikmenn vinni vaktavinnu eins og hann sjálfur og þegar þann- ig standi á geti komið upp að æfing- ar séu heldur fámennar. „Það eru þreifingar í leikmannmálum þessa dagana, verið að athuga hvort hægt sé að fá leikmenn til dæmis á vensla- samningi. En það er óvíst hvernig það fer, ekkert hægt að segja til um það ennþá,“ segir Áskell. Deildin ekki auðveldari en í fyrra Aðspurður hvernig bolta ÍA komi til með að spila í vetur segir Ás- kell að liði komi til með að haga seglum eftir vindi og spila hægan körfubolta. „Við munum fara mik- ið inn á póstinn og reyna að fá skot nálægt körfunni,“ segir hann. „Við getum ekki spilað einhvern hraða- upphlaupsbolta, það myndi þýða lítið fyrir til dæmis mig og Sean að keyra á fullu upp völlinn og skilja allt liðið eftir,“ segir Áskell og bros- ir. Auk þess segir hann mikilvægt að liðið standi sína plikt í vörninni. „Við erum orðnir almennt mjög fínt varnarlið. Við erum stórir inni í teig og ættum að vinna frákasta- baráttuna. Stór hluti af vörninni er kominn með því, það er mikilvægt að koma í veg fyrir að hitt liðið fái annað skot. Þannig að heilt yfir hef ég litlar áhyggjur af vörninni.“ Eins og áður kom fram segir Ás- kell stefnuna tekna á úrvalsdeildar- sæti. Hann á von á því að barátt- an verði hörð og það verði jafnt á með liðunum í efstu sætunum eins og var í fyrra. „Svona á pappírnum held ég að Fjölnir verði með gott lið en flest lið eru búin að styrkja sig í sumar. Þór Ak. hefur bætt við sig, eins Breiðablik, Hamar og svo við. Deildin verður ekki auð- veldari en í fyrra,“ segir Áskell en bætir því við að með smá heppni gæti liðið náð fyrsta sætinu og far- ið beint upp. „En ég held að þetta verði svipað og í fyrra, mjög þétt- ur pakki frá fyrsta sætinu og alveg niður í það fimmta, sem er síðasta sætið sem gefur sæti í umspili um úrvalsdeildarsæti. Við verðum ein- hvers staðar á meðal fimm efstu,“ segir Áskell Jónsson að lokum. kgk ÍA tekur stefnuna á úrvalsdeildarsæti Áskell Jónsson er annar tveggja spilandi þjálfara ÍA. Fannar Freyr Helgason er spilandi þjálfari ÍA. Hér snýr hann af sér varnarmann undir körfunni í æfingaleik gegn Hamri síðastliðinn mánudag. Takið eftir fótavin- nunni. Ljósm. jho. Skallagrímsmenn báru sigurorð af ÍA, 78-89, í æfingaleik á Akranesi í síðustu viku. Hér tekur Kristján Örn Ómarsson þriggja stiga skot úr horninu og Erlendur Ottesen er til varnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.