Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Side 2

Skessuhorn - 28.10.2015, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 20152 Vetur konungur er genginn í garð og víða hefur fryst undanfarna viku. Frostinu fylgir hálka á vegum og því er mikilvægt fyrir bíl- eigendur að fara að huga að vetrardekkjun- um, séu þeir ekki búnir að því nú þegar. Austanátt, 13-20 m/s á morgun, fimmtu- dag og talsverð rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 5-11 stig. Suðaustanátt, víða 10-18 m/s og rigning á föstudag, eink- um suðaustan til. Hægara og þurrt að kalla norðanlands. Hiti 3-8 stig. Suðlæg átt og dá- lítil væta sunnan- og vestanlands á laugar- dag en annars þurrt. Hvessir suðvestanlands með kvöldinu og úrkoma eykst. Hiti breyt- ist lítið. Suðlæg átt og rigning með köflum á sunnudag og mánudag. Þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti 2-7 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað átt þú mörg skópör?“ 35,23% þeirra sem svöruðu segjast einungis eiga 1-5 pör, sem verður að telja skynsamlegt, því eitt par dugar í einu. 30,3% sögðust eiga 6-10 pör og 10,23% eiga 11-15 skópör. 8,14% segj- ast eiga 21-15 en 6,44% eiga 16-20 skó- pör. 26-30 skópör eiga 6,25% svarenda og 3,41% kváðust eiga 31 eða fleiri pör. Í næstu viku er spurt: Hvert er uppáhalds vetrarveðrið þitt? Í vor hélt Stella Margrét Birgisdóttir, sex ára gömul stúlka frá Bæ í Dölum, lífi í lambgim- brinni Dúkku með því að halda á henni hita og leggja í dúkkuvagninn sinn. Um síðustu helgi skráði hún Dúkku til leiks í gimbra- keppni Haustfagnaðar FSD og stóð uppi sem sigurvegari. Stella er Vestlendingur vik- unnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Opnar tælenskt veitingahús AKRANES: Alexandra Sineen- ard Prangsri hyggst opna tæ- lenskan veitingastað á Akra- nesi 5. desember næstkom- andi. Staðurinn mun bera nafn- ið Thai Santi og verða við Still- holt 23, þar sem reyndar tæ- lenskur veitingastaður og ýms- ir aðrir veitingastaðir hafa áður verið til húsa. Alexandra segir að boðið verði upp á fjölbreytt úrval af mat til að neyta á staðn- um eða í heimtöku. Þá verður einnig um heimsendingarþjón- ustu að ræða. Nánar verður sagt frá væntanlegum veitingastað þegar nær dregur opnun. -mm Brúin í vetrarfrí AKRANES: Rótarýklúbbur- inn á Akranesi vill vekja athygli göngufólks á að nú er búið að taka brúna af Berjadalsánni og verður hún ekki sett á aftur fyrr en fer að vora. Rótarýmenn fóru upp á Berjadal um helgina og bjuggu um brúna til vetr- argeymslu, að sögn Guðlaugs Ketilssonar brúarvinnumanns og rótarýfélaga. -mm Næturlokun í göngunum HVALFJ: Hvalfjarðargöng eru lokuð þrjár nætur í þessari viku vegna þrifa og minnihátt- ar viðhalds. Lokað var tvær síð- ustu nætur og einnig aðfarar- nótt fimmtudags frá miðnætti til klukkan 6 að morgni. -grþ Ráðinn skóla- stjóri Andabæjar HVANNEYRI: Fræðslunefnd Borgarbyggðar hefur lagt til að Sigurður Sigurjónsson leik- skólakennari verði ráðinn skóla- stjóri leikskólans Andabæjar á Hvanneyri. Frá næsta hausti verður Andabær einnig fyrir nemendur fyrstu tveggja bekkja grunnskólastigsins samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Sig- urður hefur áður meðal annars starfað sem aðstoðarleikskóla- stjóri við Akrasel á Akranesi og leikskólastjóri við Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hef- ur Sigurður nú fengið eins árs launalaust leyfi frá störfum á Leikskólanum Akraseli á Akra- nesi. –mþh Guðbjartur Hannesson, alþing- ismaður og fyrrverandi ráð- herra, forseti Alþingis og skóla- stjóri á Akranesi er látinn, 65 ára að aldri. Guðbjartur greindist í sumar með krabbamein og háði stutta en snarpa baráttu við sjúk- dóminn, baráttu sem lauk síðast- liðinn föstudag. Guðbjartur hafði verið alþingismaður fyrir Sam- fylkinguna í Norðvesturkjördæmi síðan 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra og síðan heilbrigðisráðherra 2010 og vel- ferðarráðherra 2011–2013. Þá var hann Forseti Alþingis árið 2009. Guðbjartur var fæddur á Akra- nesi 3. júní 1950. Foreldrar hans voru Hannes Þjóðbjörns- son verkamaður og Ólafía Rann- veig Jóhannesdóttir. Guðbjart- ur lauk kennaraprófi frá KÍ árið 1971 og tók tómstundakenn- arapróf frá Seminariet for Fri- tidspædagoger, Vanløse í Dan- mörku 1978. Þá aflaði hann sér framhaldsnáms í skólastjórn KHÍ 1992–1995 og tók meistarapróf frá kennaraskóla Lundúnaháskóla 2005. Guðbjartur vann á sumr- um samhliða námi í Búrfellsvirkj- un og Sementsverksmiðju ríkis- ins. Hann var kennari við Grunn- skóla Akraness 1971–1973, er- indreki Bandalags íslenskra skáta 1973–1975 og kennari við Peder Lykke Skolen á Amager í Kaup- mannahöfn 1978–1979. Árið 1979 varð hann kennari við Grunn- skóla Akraness og skólastjóri var hann við Grundaskóla á Akranesi 1981–2007. Guðbjartur sat í bæj- arstjórn Akraness 1986–1998 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið og hið opinbera. Eftirlifandi eiginkona Guðbjartar er Sigrún Ásmundsdóttir yfiriðju- þjálfi. Þau eignuðust tvær dætur. Útför Guðbjartar verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 30. október klukkan 14. Þar sem búist er við fjölmenni verður at- höfninni útvarpað í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Skessuhorn sendir eiginkonu, dætrum og fjölskyldu Guðbjartar Hannessonar innilegar samúðar- kveðjur. -mm Andlát – Guðbjartur Hannesson alþingismaður Mikið annríki var á dekkjaverk- stæðum landsins í síðustu viku. Þá var ofankoma og kólnandi veður í kortunum og margir bíleigendur sem biðu ekki boðanna að láta setja vetrardekkin undir bíla sína. Með- fylgjandi mynd var tekin á dekkja- verkstæði N1 á Akranesi síðast- liðinn fimmtudag og glittir þarna meðal annars í Björn Leifsson sem var að taka törn á verkstæðinu með frændum sínum og öðrum. mm Annir í dekkjaskiptum Dýpkunarframkvæmdir í Borgarneshöfn Á vegum Faxaflóahafna eru nú byrjaðar framkvæmdir við dýpk- un Borgarneshafnar. Til verksins er notuð beltagrafa með sérstak- lega löngum armi sem athafnar sig frá hafnarbakkanum. Á vef Borgar- byggðar er greint frá því að höfnin verði dýpkuð um 60 metra meðfram hafnarbakkanum og um 13 metra út frá honum. Gert er ráð fyrir að efn- ismagn sem kemur upp úr höfninni verði um 2.800 rúmmetrar. Efninu verður mokað upp á bryggjuna og þar látið renna úr því og því síðan ekið á urðunarstaðinn við Bjarn- hóla. mm/ Ljósm. þg Í síðustu viku unnu starfsmenn frá Gunna múr í Grundarfirði og Þor- geiri ehf. að því að steypa gangstétt sem liggur að tjaldstæðinu á Hellis- sandi. Gangstéttin liggur í hlykkjum í laut meðfram veginum að tjald- stæðinu. Ekki var hægt að koma steypubílum að og þurfti því að nota kranabíl og síló til að koma steyp- unni á réttan stað. Gekk verkið vel og bætir þessi aðgerð aðgengi gang- andi vegfarenda að tjaldstæðinu og einnig þeirra sem unna útivist og vilja ganga um svæðið. þa Steyptu gangstíg við tjaldstæðið Hellissandi Í síðustu var unnið við að leggja drenlögn í Skallagrímsgarði í Borg- arnesi, en garðurinn hefur oft und- anfarin ár verið mjög blautur. Að sögn Guðrúnar Hilmisdóttur sviðs- stjóra hjá Borgarbyggð hefur bleyta verið viðloðandi vandamál á gras- flötum Skallagrímsgarðsins undan- farin ár, svo mikið að stundum hef- ur orðið að halda samkomur ann- ars staðar. Nú er verið að framræsa garðinn og fyrirhugað að hækka eina stóru grasflötina. Gömlu dren- rörin sem verið er að taka upp núna eru pökkuð af trjárótum og lauf- salla svo að engin furða er að þau virki ekki sem skyldi. þg Drenað frá Skallagrímsgarði Halldór Sigurðsson kemur að verkinu en skipta þarf út drenlögnum í stað þeirra sem fyrir eru.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.