Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Side 4

Skessuhorn - 28.10.2015, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Fjórflokksmiðjumoð Ég fylgdist með því í gegnum fjölmiðla um liðna helgi þegar tveir af fjórflokk- unum héldu landsfundi sína. Fundirnir virtust úr fjarska harla líkir, enda fátt sem raunverulega aðgreinir þessa tvo flokka þegar á hólminn er komið. Báð- ir hafa tekið að sér að stjórna landinu á síðustu árum og hefur tekist það álíka vel. Sennilega finnst þeim sem skulda íslensk verðtryggð lán og hafa tekjur í krónum að þessum flokkum hafi tekist illa að sannfæra landsmenn um að þeir séu bjartasta vonin. Þetta vita forystumenn þeirra og reyndu hvað þeir gátu að blása í herlúðra. „Frjálslyndið í fyrirrúmi“ var fyrirsögn fréttar á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir þessa landsfundi. Davíð var þarna að sjálfsögðu að lýsa hughrif- um sínum eftir setu á landsfundi Sjálfstæðismanna. Skör neðar á sömu síðu Moggans, í vinstra horni var svo fyrirsögnin: „Vilja slíta sambandi við Ísra- el.“ Þar var Dabbi að gera VG fundinum skil svona fyrir siðasakir. En það er samt dálítið djúpt á þessu frjálslyndi sem á að hafa verið í fyrirrúmi á lands- fundi Sjálfstæðismanna. Kannski átti að reyna að skapa nýja ímynd og leggja nýjar áherslur. Einhverjir eru vissulega farnir að hafa áhyggjur af fylgisaukn- ingu Pírata, að hún sé kannski þrátt fyrir allt ekki bara bóla. Á fundi sjálfstæð- ismanna var mikið látið með að ungt fólk hafi gjörsamlega slegið í gegn og að nú væri ekki gert annað en hlusta á sjónarmið þess. Meira að segja Guðlaugur Þór gaf eftir ritarasætið í flokknum til ungliða í beinni útsendingu. Tær snilld og nú á hann vísan stuðning ungra flokksmanna í prófkjöri um efsta sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Þetta kallast stjórnkænska. Ekki nema von að hann hafi brosað breitt. Tillögur og ályktanir flokks Vinstri grænna voru dass ólíkar hinum, held- ur meira í vinstri stílnum eðli málsins samkvæmt. Þeir dustuðu rykið af göml- um frösum, eins og að fordæma hvalveiðar, þótt ákveðnar vísbendingar séu um að þær hafi aldrei skilað meiru í þjóðarbúið og trufli alls ekki ferðaþjón- ustu sem tekur tugprósenta aukningu á ári, óháð því hvað Kristján Loftsson siglir með margar langreyðar framhjá túristunum. Svo fordæmdu VG menn Ísraela og endurkusu svo geðprýðispiltinn Björn Val til varaformanns. Fátt sem kom á óvart. Nei, hvorugur flokkurinn var að mínu viti að slá í gegn á landsfundum sín- um. Þeir voru ekki að leggja nokkra áherslu á það sem skuldugur íslenskum al- menningur hefði helst kosið að heyra. Að nú skuli það t.d. verða forgangsmál að létta vaxtabyrðina. Margir hefðu líka kosið að heyra ótvíræðan vilja flokk- anna að Ísland tæki upp nýjan gjaldmiðil, tafarlaust afnám verðtryggingar ætti sér stað og að Már upplýsti um nýja vaxtastefnu Seðlabankans. Menn höfðu hins vegar ekki kjark til að ráðast í þessi alvörumál og sennilega er ekki áhuga heldur í baklandi þessara flokka. Rekandi lítið fyrirtæki hefði ég gjarnan kosið að sjá tillögur um afnám tryggingagjalds, að stefnt skuli að lokun ónýtra ríkis- stofnana og fækkun í afskiptaiðnaðinum. Nei, í staðinn las ég fréttir um að af- glæpavæða eigi að ganga um með dóp á sér og að hætt verði að drepa hvali. Nú megum við heldur ekki kaupa Jaffa appelsínur, af því þær koma frá Ísrael. Ekki má leita að olíu á íslensku yfirráðasvæði og svo vilja sjallarnir aðskilnað ríkis og kirkju og brennivín í Bónus. Þetta voru stóru málin þeirra. Flest þessi stefnumál sem tveir af fjórum fjórflokkum þessa lands samþykktu um liðna helgi eru raunverulega léttvæg, skipta okkur engu máli í heildar- myndinni. Þessum flokksfundum tókst einfaldlega ekki að sannfæra mig um að þeir vilji breytingar. Ég vildi annað og miklu meira en það er kannski vegna þess að ég er að rembast við að reka fyrirtæki og borga meira en 7% trygg- ingagjald ofan á öll laun starfsfólks, ég borða hvalkjöt með bestu lyst og skulda húsnæðislán af því mér var sagt að það væri svo töff að „eiga“ þak yfir höfuðið. Vegna þess að ég hef laun í íslenskum krónum, borga í lífeyrissjóð gegn mín- um vilja og fer í kirkju þegar nákominn ættingi er skírður, fermdur eða borinn til grafar. Ég er jú bara svona hérumbil normal Íslendingur (held ég). Magnús Magnússon. Akraneskaupstaður auglýsti nýver- ið eftir forstöðumanni menningar- og safnamála. Er ráðning hans liður í skipulagsbreytingum í menning- ar- og safnamálum hjá bænum. Að sögn Regínu Ásvaldsdótt- ur bæjarstjóra á Akranesi er m a r k m i ð i ð með þessum breyt ingum að sameina það menn- ingarstarf sem er á Akranesi. „Við bindum miklar vonir við þess- ar breytingar. Þetta eru góðar stofn- anir sem við höfum en það skiptir miklu máli að gott samspil sé á milli þeirra minja sem við höfum til að ná fram því besta sem hægt er í þess- um málum,“ segir Regína í samtali við Skessuhorn. Hún segir að með breytingunum vilji Akraneskaup- staður meðal annars styrkja Byggða- safnið í Görðum en safnið verð- ur lokað í vetur. „Við höfum smátt og smátt komist að niðurstöðu með Kútter Sigurfara, en það mál hef- ur haft áhrif á starfsemi safnsins. Byggðasafnið er eitt af fáum söfnum sem opið er allan ársins hring og við viljum gefa starfsmönnum safnsins svigrúm til að breyta og bæta fyrri sýningar. En eftir sem áður verður tekið á móti hópum yfir vetrartím- ann.“ Þá verður opnunartími bók- safnsins styttur um áramót þegar lokað verður þrjá morgna í viku. Staða verkefnastjóra lögð niður Að sögn Regínu munu breyting- arnar ekki auka kostnað í yfirstjórn. „Við viljum nýta fjármagnið betur sem fer í menningar- og safnamál. Þarna er ekki verið að auka kostnað í yfirstjórn. Staða lausráðins verk- efnastjóra í menningarmálum verð- ur lögð niður um áramót og búið er að leggja niður hálfa stöðu bóka- varðar á bókasafninu,“ segir Reg- ína. Öðrum starfsmönnum safnanna verður ekki sagt upp störfum en for- stöðumanni byggðasafns og deildar- stjórum í héraðsskjalasafni og ljós- myndasafni hafa verið boðin breytt störf og verkefni í samræmi við nýtt skipurit í málaflokknum. Öll söfnin, ásamt starfsemi í Akranesvita, munu heyra undir áðurnefndan forstöðu- mann menningar- og safnamála. Þá verður ekki ráðinn nýr ferðamála- fulltrúi á Akranesi að sinni, þó að upplýsingamiðstöð Akraneskaup- staðar verði áfram opin á sumr- in. „Við viljum styrkja stoðir ferða- mannastaða sem við höfum á Akra- nesi, eins og með því að ráðast í framkvæmdir á Breið og með því að efla sýningar í söfnum,“ segir Reg- ína að endingu. grþ Veira sem veldur sjúkdómnum veirublæði (VHS; Viral hemorr- hagic septicemia) í fiskum hef- ur verið staðfest. Greining átti sér stað úr líffærum hrognkelsa af villt- um uppruna. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi veirutegund er greind hér á landi. Veiran er skaðlaus mönn- um og berst ekki með fiskafurðum. „Við reglubundið eftirlit og sýna- tökur Matvælastofnunar greindi fisksjúkdómadeild Tilraunastöðv- ar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum veiruna í hrognkels- um sem voru veidd í Breiðafirði síðla sumars. Hrognkelsin eru hjá Hafró og eru höfð til undaneld- is á seiðum sem flytja átti til Fær- eyja til þjónustu við þarlent lax- eldi. Hrognkelsaseiði éta laxalýs af mikilli áfergju sem reynst hef- ur vel í baráttunni gegn sníkjudýr- inu og dregið úr notkun lúsalyfja. Útflutningur slíkra seiða hófst fyr- ir tæpu ári síðan, en nú verður gert hlé á framleiðslu seiða vegna nið- urskurðar og sótthreinsunar á eld- isaðstöðu,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Veirublæði er smitsjúkdóm- ur sem greinst hefur í um 80 teg- undum fiska um allan heim, al- gengast þó á norðurhvelinu, bæði í villtu umhverfi og fiskeldi. Veiran var allra fyrst greind í regnbogasil- ungseldi í Egtved í Danmörku um miðja síðustu öld og var lengi vel þekkt undir nafninu „Egtvedsyge“. Litið er á veirublæði sem alvarleg- an tilkynningaskyldan smitsjúkdóm sem ber að útrýma með förgun og eyðingu á smituðum fiski. VHS-veira tilheyrir Rhabdovir- idae-fjölskyldunni og er skipt upp í fjórar arfgerðir. Sumar arfgerðir eru hýsilsérhæfðar og smita einung- is eina tegund fiska, á meðan aðr- ar leggjast á margar tegundir. Það er fyrst og fremst arfgerð 1a sem menn óttast, hún smitar bæði fersk- vatns- og sjávarfiska og hefur valdið miklu tjóni í eldi regnbogasilungs erlendis. Aðrar arfgerðir veirunn- ar greinast fyrst og fremst í sjávar- tegundum og smita sjaldnast fersk- vatnstegundir á borð við laxfiska. „Svo hægt sé að staðfesta arfgerð þeirrar VHS-veiru sem greindist í íslenskum hrognkelsum þarf að senda sýni til tilvísunarrannsókna- stofu ESB í veirusjúkdómum lag- ardýra í Danmörku. Sérfræðingar á Keldum vinna nú að undirbúningi sendingar og er þess vænst að nið- urstaða liggi fyrir um mánaðarmót- in,“ segir í tilkynningu Mast. mm Til stendur að reisa nýtt amtsbóka- safni í Stykkishólmi. Verður það sambyggt grunnskólanum að vest- anverðu. Að sögn Sturlu Böðvars- sonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi, er miðað við að viðbyggingin verði 550 fm á einni hæð. „Gert er ráð fyrir að skólabókasafnið, amtsbóka- safnið og ljósmyndasafn Stykkis- hólms verði hýst í þessu húsnæði,“ segir hann. Þessa dagana er unn- ið að hönnun húsnæðisins og til stendur að bjóða verkið út í byrjun næsta árs. Kostnaður við byggingu nýs amtsbókasafns liggur ekki fyr- ir að svo stöddu. „Enn hefur ekki verið gerð kostnaðaráætlun, en það kemur í ljós þegar búið verður að móta þetta í megindráttum,“ segir Sturla og bætir því við að sala nú- verandi húsnæðis amtsbókasafns- ins gangi upp í kostnað við bygg- ingu þess nýja. Áður hefur verið gert ráð fyrir stækkun grunnskólans að austanverðu sem átti að hýsa tónlistarskóla, matsal, handmenntakennslu og fleira. Að sögn Sturlu var búið að fullhanna þá stækkun árið 2010 þegar framkvæmdin var slegin af. „Við erum jafnframt að vinna að, þótt það fari hægar, endurmati á þeim áformum. En eins og er þá gerum við ekki ráð fyrir að það fari af stað fyrr en við sjáum fyrir endann á að geta selt húsnæðið sem tónlistarskólinn er í núna. Það hangir allt saman. Rétt eins og sala á núverandi húsnæði amtsbókasafnsins gengur upp í byggingu þess nýja mun sala á tónlistarskólanum ganga upp í byggingu nýs tónlistarskóla, þessarar viðbyggingar austanmegin grunnskólans,“ segir Sturla. kgk Veirusýking staðfest í hrognkelsum úr Breiðafirði Vænum hrognkelsum landað í Stykkishólmi í byrjun júlí. Ljósm. mþh. Verið er að hanna nýtt amtsbókasafn í Stykkishólmi Nýtt bókasafn verður sambyggt grunnskólanum. Ljósm. þþ. Ráðning forstöðumanns eykur ekki kostnað

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.