Skessuhorn - 28.10.2015, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 7
Gömul hús setja víða mjög sterk-
an og ákveðinn svip á bæjarmynd
kaupstaða. Er Stykkishólmur lík-
lega þekktasta dæmið á Vestur-
landi um bæ þar sem gömlu húsin
gefa bænum sál, ef svo má að orði
komast. Í Borgarnesi virðist þróun-
in hafa tekið skref í þá átt sem við
þekkjum úr Stykkishólmi. Mörg
gömul hús hafa þar á undanförnum
misserum verið seld og nú er unn-
ið að viðgerðum og endurbótum á
þeim. Útlit er því fyrir að allnokkur
af eldri húsum Borgarness gangi í
endurnýjun lífdaga í nánustu fram-
tíð, gamalt útlit þeirra fái að mestu
leyti að halda sér og um leið bæj-
armynd elstu hverfanna. Fróð-
legt verður að fylgjast með hvort
þetta heldur áfram. Það skal tek-
ið fram að meðfylgjandi myndafrá-
sögn er engan veginn tæmandi fyr-
ir endurgerð gamalla húsa í Borg-
arnesi. Nefna má að nýverið sögð-
um við t.d. frá því að hið virðulega
hús við Borgarbrautina sem kallað
hefur verið 1919 er nú komið í eigu
SÓ húsbygginga og vinna starfs-
menn fyrirtækisins nú að stórfelld-
um endurbótum á því.
kgk
Eldri hús í Borgarnesi
skipta um eigendur
Dalur er eitt elsta húsið í Borgarnesi, reist árið 1906 og
stendur við Borgarbraut 20. Það skemmdist í eldsvoða fyrir
nokkrum árum en hefur nú verið selt.
Önnuhús við Borgarbraut 25a er selt og eins og sjá má er nú
unnið að viðhaldi og viðgerðum.
Borgarbraut 27, sem margir Borgnesingar þekkja sem „húsið
hans Stebba skó“ var nýlega selt.
„Hús Þórðar Valdimarssonar“ að Borgarbraut 48 var selt
síðasta vetur og síðsumars hófust viðgerðir á því.
Ungt par úr Borgarnesi hefur keypt „húsið á Holtinu“ að Gunnlaugsgötu 17 og
vinnur að endurbótum á því. Sjá mátti málningardósir, pensla og fleiri verkfæri í
gluggum þess þegar myndirnar voru teknar.
Grímshús í Brákarey var reist af útgerðarfélaginu Grími ehf. lárið 1942 og átti
að hýsa veiðarfæri og skrifstofur síldarútgerðar í Borgarnesi. Svo hvarf síldin
og halla tók undan fæti í rekstrinum. Grímshússfélagið, ötull hópur fólks í
Borgarnesi, vinnur að endurbyggingu hússins og hyggur samkvæmt heimildum
Skessuhorn á að opna þar safn um útgerðarsögu Borgarness ásamt kaffihúsi.
Við Brákarbraut 11 stendur elsta húsið í Borgarnesi sem gengur alla jafnan undir nafninu „Kaupangur.“ Jón Jónsson,
Akra-Jón, lét byggja húsið árið 1876 sem verslunarhús áður en hann var settur af og Thor Jensen gerður að verslunarstjóra í
Borgarnesi.
Nytjamarkaður á Vökudögum
Opnum nytjamarkað að Kirkjubraut 5, Akranesi
fimmtudaginn 29.okt. kl. 18.00
Fatnaður á börn og fullorðna - Skrautmunir - Nytjahlutir
Bækur - Hljómplötur og margt fleira
Opið: föstudag, laugardag og sunnudag frá 12.00-18.00.
Aðra daga frá kl. 17.00-19.00.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
High Tech rafgeymar.
Nýir og endurbættir
95 Ah, 800 Amper.
Endurhlaðast allt að 50% hraðar (Carbon boost).
Nýjar blýgrindur (3DX) = lengri ending.
Alveg lokaðir og viðhaldsfríir.
Mikið kaldræsiþol, örugg ræsing í miklum kulda.
Góðir fyrir jeppa með miklum aukarafbúnaði.
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta.