Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Qupperneq 28

Skessuhorn - 28.10.2015, Qupperneq 28
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 201528 Starfsfólk hjúkrunar- og dvalar- heimilisins Höfða á Akranesi gerði sér glaðan dag á föstudaginn. Blásið var til búninga- og skreytingakeppni milli deilda heimilisins til að þjóf- starta árshátíð starfsmanna, sem fram fór daginn eftir. Hver deild valdi sér þema og þriggja manna dómnefnd fékk það óöfundsverða hlutverk að skera úr um sigurvegara í keppninni en á móti kom að meðlimir hennar nutu góðs af hvers kyns kræsingum sem þeim var mútað með á meðan skoðunarferð þeirra stóð yfir. Íbúar Höfða tóku margir hverj- ir virkan þátt í uppátækjum starfs- manna og óhætt að segja að flestir, ef ekki allir, hafi haft gaman af upp- átækinu. kgk Sveitaþema og litadýrð á Höfða Fjólubláa deildin tók heimsókn blaðamanns fagnandi. Ekki var síður lagt mikið í skreytingar en búninga. Einn gangur heimilisins breyttist í notalega setustofu á sveitabæ, með arineldi og öllu tilheyrandi. Dómnefndin þáði víða mútur, enda ekkert í reglum keppninnar sem bannar slíkt. Þegar blaðamaður gaf sig á tal við Björn kvaðst hann ekki í neinum vafa um að bleika deildin færi með sigur af hólmi. Augljóst er að starfsfólk eldhússins hefur haldið lengur út en nokkur annar í átakinu „Hjólað í vinnuna“. Landeiganda á Jarðlangsstöðum á Mýrum voru í síðustu viku dæmd- ar tæplega 17 milljóna króna bætur fyrir gróðureld sem kviknaði á jörð- inni í maí 2010. Eldurinn kom upp út frá hita af púströri fjórhjóls sem kveikti í gróðrinum. Verktakar sem voru að leggja vatnsleiðslu um sum- arhúsasvæði á jörðinni notuðu fjór- hjólið við verkið. Hæstiréttur dæmdi verktakafyrirtækið og tryggingafélag þess til að greiða landeigandanum fyrrnefnda bótaupphæð auk vaxta. Í dómnum segir að svæðið hafi verið skipulagt fyrir frístundabyggð. Deilt var um hvort háttsemi verktakanna hefði valdið tjóni, en landeigandinn taldi svo vera, hann hafi orðið fyr- ir töfum á sölu lóða eftir brunann. Hæstiréttur leit svo á að menn eigi almennt að gera sér grein fyrir að að eldur geti kviknað vegna hita af púströri í þurrum gróðri. mm Bætur vegna gróðurelds í sumarhúsalandi Þessi mynd var tekin í umræddum bruna á Jarðlangsstöðum á Mýrum. Ríkisútvarpið greindi frá því á mánudagskvöldið að forstjóra Sili- cor Materials hafi verið stefnt, vegna ákvörðunar Skipulagsstofn- unar um fyrirhugaða sólarkísilverk- smiðju fyrirtækisins á Grundar- tanga, og að hún skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Vegna fréttar- innar vill Davíð Stefánsson tals- maður Silicor Materials hér á landi koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: „Engin stefna hefur ver- ið birt forstjóra Silicor Materials eða öðru forsvarsfólki fyrirtækisins. Undanfarna mánuði hafa reglulega verið birtar fréttir í íslenskum fjöl- miðlum um að til standi að stefna fyrirtækinu. Fram að þessu hefur hins vegar engin tilraun verið gerð til þess. Það sem meira er þá hefur lögmaður Silicor haft samband við lögmann væntanlegra stefnenda og boðist til að taka við stefnunni, sem jafngildir lögformlegri birtingu, en við þeirri beiðni hefur lögmað- ur stefnendanna ekki enn orðið. Ef til stendur að stefna fyrirtækinu þá vonast Silicor Materials til þess að væntanlegir stefnendur láti verða af því sem fyrst svo ljúka megi málinu fyrir dómstólum.“ Þá segir Davíð að Silicor Materi- als hafi fylgt leiðbeiningum stjórn- valda í einu og öllu og vandað mjög til alls undirbúnings verkefnisins sem er langt á veg komið. „Vegna þeirrar tækni sem notuð er við framleiðsluna eru umhverfisáhrif fyrirhugaðrar verksmiðju óveruleg og þar af leiðandi reyndist ekki þörf á umhverfismati. Áður en Skipu- lagstofnun gaf út þá ákvörðun að uppbygging verksmiðjunnar skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum leitaði stofnunin álits fagstofnana og sveitarfélaga. Niðurstaða Skipu- lagstofnunar var mjög skýr og á þann veg að ekki væri þörf á um- hverfismati. Ákvörðun var gefin út 25. apríl 2014 og kærufrestur var til 3. júní 2014. Engar kærur bárust á þeim tíma.“ mm Engin áhrif á áform Silicor Materials Theresu Jester forstjóra Silicor hefur ekki verið birt stefna, eins og sagði í frétt RÚV á mánudaginn. Zontaklúbbur Borgarfjarðar, Ugla, hélt fund fimmtudaginn 22. október sl. fyrir Zontaklúbba á suð-vestur- horni landsins, en þeir eru fimm tals- ins. Fundurinn var haldinn í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi og voru gestir 76. Tilgangur fundarins var, auk þess að vera hópefling, fjáröfl- un til styrktar málefnum sem bæta hag kvenna bæði innanlands og úti í heimi. Á fundinum flutti Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri á Akranesi ávarp og Auður Ingólfsdóttir, lektor við Há- skólann á Bifröst flutti erindi. Fund- arstjóri var Vilborg Þórunn Guð- bjartsdóttir. Tónlistaratriði voru flutt af systrunum Hönnu Ágústu og Sigríði Ástu Olgeirsdætrum og Ara Jónssyni og Jónu Öllu Axelsdóttur. Markmið Zonta, sem er alþjóðleg hreyfing kvenna, er að bæta stöðu kvenna hvar sem er í heiminum; lagalega, á sviði stjórnmála, efnahags og menntunar. Til að ná þessu mark- miði styðja Zontaklúbbarnir verkefni á alþjóðavettvangi og hver klúbbur í sínu landi og heimabyggð. Frá árinu 1945 hefur ZI unnið náið með ýmsum stofnunum Sam- einuðu þjóðanna og styrkt verkefni UNwomen um víðan heim. Næst á dagskrá er 16 daga alþjóðlegt átak í nóvember sem nefnist „Zonta segir NEI við ofbeldi gegn konum“. Zontaklúbbur Borgarfjarðar, Ugla, er yngsti Zontaklúbbur á Íslandi, en hann var stofnaður árið 2011. Í klúbbnum eru 14 konur sem eru bú- settar í Borgarfirði, Skorradal, Borg- arnesi og á Akranesi. Klúbburinn heldur fund mánaðarlega yfir vetur- inn og er hann opinn þeim sem vilja taka þátt í starfi félagsins. Áhugasöm- um sem vilja kynna sér starfið er bent á að hafa samband við Ullu Rolfsigne Pedersen formann klúbbsins með því að senda tölvupóst á ullaogragnar@ gmail.com eða sími 865 0148. Fjöldi fyrirtækja á svæðinu studdu fundinn með því að gefa vinninga í happadrætti sem selt var. Zonta- klúbbur Borgarfjarðar, Ugla, fær- ir öllum þeim sem styrktu fundinn þakkir. -fréttatilkynning Zontaklúbbar funda á Akranesi Eins og íbúar á Hellissandi hafa tekið eftir er búið að fjarlægja hrað- banka sem var í Ráðhúsi Snæfells- bæjar. Einhverjir hafa saknað hans og óttast að ekki kæmi annar hrað- banki í staðinn, en næsta hraðbanka er að finna í Ólafsvík. Fréttaritari hafði samband við fulltrúa Lands- bankans sem tjáði honum að hrað- bankinn hafi verið kominn til ára sinna og bilað. Er verið að panta nýjan hraðbanka í stað hans og áætlað að nýr verði kominn á sama stað í byrjun nýs árs. Biður Lands- bankinn velvirðingar þá sem verða fyrir óþægindum vegna þessa. þa Tímabundið hraðbankaleysi á Hellissandi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.