Skessuhorn - 28.10.2015, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 201530
Ungmennafélag Íslands er aðili að
NSU – Nordisk Samorgnisations
for Ungdomasarbejde, en samtökin
standa fyrir viðburðum fyrir ungt
fólk á Norðurlöndum á hverju ári.
Ungmennavika NSU fyrir krakka
á aldrinum 15-20 ára fór að þessu
sinni fram dagana 3. - 8. ágúst í
Karpenhøj sem er 50 km frá Árós-
um í Danmörku. Þangað fóru 12
krakkar frá öllum landshlutum Ís-
lands en ferðin var á vegum UMFÍ.
Þema ferðarinnar í ár var „Norden
redder Jorden Play 4 the Planet“
en fjallað var um náttúruna okkar,
loftslag á Norðurlöndum í bland
við ævintýri og leiðtogahæfileika
ungs fólks á Norðurlöndunum.
Fanney Guðjónsdóttir frá Síðu-
múlaveggjum í Borgarfirði var með
í för og ritar hún meðfylgjandi frá-
sögn af ferðinni.
Mánudagur 3. ágúst
Vaknaði spennt þessa mánudags-
nótt um fjögurleytið, þar sem við
þurftum að koma okkur af stað á
flugvöllinn. Þar hittum við Hrönn
og alla hina krakkana sem voru á
leið í þessa ferð og innrituðum okk-
ur í flugið. Þá hittumst við öll til að
taka hópmynd af þessum frábæru
krökkum sem voru þar samankom-
in. Eftir um það bil tvo tíma lögð-
um við svo af stað og lentum í Bill-
und, þar sem við tókum rútu til Ár-
ósa. Í rútunni var mikið spjallað og
hver og einn kynnti sig fyrir öllum
hinum. Þá þurfum við að koma okk-
ur í aðra rútu en þar hittum við síð-
an flesta krakkana sem áttu að vera
með okkur næstu vikuna og fór-
um við til Karpenhøj. Þegar þang-
að var komið var okkur strax skipt
niður í hópa sem áttu að vera mest
saman alla vikuna og fundum okk-
ur næturstað. Hóparnir fóru síð-
an í spurningaleik og spurðu hvort
annað ýmissa skemmtilegra spurn-
inga á meðan rölt var um svæðið.
Um kvöldið var farið í nafna- og
kynningarleik en einnig var okkur
kenndur danskur dans sem var afar
áhugaverður og skemmtilegur. Rétt
fyrir svefninn fóru nokkrir krakk-
ar að skoða svæðið í myrkrinu og
fundu froska, snigla, köngulær og
fleiri dýr sem ekki finnast á Íslandi.
Þá fóru allir að sofa, þreyttir en sæl-
ir eftir fyrsta daginn í Danmörku.
Þriðjudagurinn 4. ágúst
Dagurinn byrjaði á kynningu á
löndunum og því þurftum við að
mála fánana og finna áhugaverðar
staðreyndir um landið til að kynna
fyrir hinum hópunum. Ég og Svan-
ur vorum saman í Íslandshópnum
og því þurftum við að leiða krakk-
ana svolítið áfram í þessu verkefni.
Eftir hádegið var farið í skemmti-
legasta ratleik sem ég hef farið í!
Þar fórum við í alls konar leiki og
þrautir sem maður hefur aldrei
prófað áður og var þetta alveg æð-
islega gaman. Þetta voru níu stöðv-
ar. Fyrsta stöðin var þannig að við
fengum miða og áttum að gera það
sem stóð á miðanum, til dæmis ef
það stóð nef á læri þá þurftum við
að gera það og svo framvegis. Þetta
tók á og þurftum við að vinna saman
og finna lausa líkamsparta og reyna
að gera eins mörg atriði og við gát-
um. Stöð 2 var sprengjuleikur þar
sem við þurftum að vinna vel saman
og komast í gegnum sprengjusvæði,
en aðeins einn mátti horfa á svæð-
ið í einu. Þegar komið var á stöð
3 fengum við miða með orði sem
við áttum að stafa með rassinum og
hinir í hópnum áttu að giska á orð-
ið. Stöð 4 var þannig að það voru
kassar dreifðir um lítið svæði og svo
voru einnig þrjár spýtur þar. Mark-
miðið var að komast yfir svæð-
ið án þess að snerta jörðina, þetta
tók smá tíma en við gátum unn-
ið nógu vel saman til að ná þessari
þraut. Á stöð 5 áttum við að hafa
bundið fyrir augun á okkur og búa
til kassa með x í miðjunni úr bandi.
Á stöð 6 áttum við að byggja flugvél
úr Legókubbum en tveir voru uppi
á hæð að byggja en hinir áttu að
vera niðri með bæklinginn og muna
hvað átti að gera og segja þessum
sem voru uppi. Stöð 7 var spilaleik-
ur þar sem hver og einn fékk miða
með reglum sem hann átti að fylgja
en þetta gekk misvel, þar sem einn
fékk miða sem stóð að aðeins hann
mætti snerta spilin. Á næst síðustu
stöðinni var kajakboðhlaup, en þar
prófaði ég kajak í fyrsta skipti og var
það alveg frábært! Á síðustu stöð-
inni átti að hver og einn að hlusta
á lag í heyrnatólum og humma
með og hinir áttu að giska á lag-
ið. Allir þessir leikir voru frábær-
ir og það var svo gaman að prófa
eitthvað nýtt og læra þessa leiki.
Um kvöldið kom fólk frá Fossil
Fuel og lét okkur gera ýmsar þraut-
ir og fara í skemmtilega leiki. Síðan
fórum við að spila og eftir það fór-
um við að sofa.
Miðvikudagurinn
5. ágúst
Eftir morgunmat var farið á loft-
lagsráðstefnu þar sem sameigin-
legt markmið hópanna var að lækka
koltvísýring með tilliti til mark-
miða landanna. Þetta var skemmti-
legt verkefni þrátt fyrir smá ágrein-
ing í byrjun og fólk áttaði sig ekki
alveg á tilgangi leiksins. En þeg-
ar lengra var komið gekk þetta vel
fyrir sig og við náðum markmiðinu
sem var að lækka CO2 um 30%.
Við fengum pásu til að fara aðeins
á ströndina að synda og var það frá-
bært í góða veðrinu og var ákveðin
stund milli stríða. Um kvöldið grill-
aði hver hópur mat frá sínu landi og
við Íslendingarnir gáfum hinum ís-
lenskt nammi til að smakka. Þá var
hugguleg kvöldstund þar sem við
sátum við eld og sungum saman.
Fimmtudagurinn
6. ágúst
Eftir morgunmatinn var okkur skipt
í aðra hópa og þá áttum við að fara
niður að strönd og byggja fleka sem
við gætum siglt smá spotta á. Við
fengum efni í fleka, fjórar langar
spýtur og 4 styttri spýtur, 4 tunnur
og rúllu af bandi. Minn hópur var
fyrstur að klára flekann sinn og fór-
um við að prófa hann. Svo löguð-
um við hann aðeins og gátum siglt
honum smá. Þá byrjaði keppnin
mikla og áttum við að sigla í kring-
um Freddy (leiðsögumaður) sem
var úti á sjónum á kajak og til baka.
Liðið sem ég var í vann og fengum
við nammi í verðlaun. Þá urðum við
að ganga frá eftir okkur og var þá
komið að stöðvakeppni í landahóp-
unum okkar. Stöðvarnar voru bog-
fimi, að hjóla blindandi, traustsæf-
Fanney Guðjónsdóttir segir frá Ungmennaviku NSU
Karpenhøj í Danmörku, skammt frá Árósum.
Á Keflavíkurflugvelli við upphaf ferðar.
Hópurinn sem kynnti Ísland fyrir öðrum þátttakendum.
Fanney prófaði kajak í fyrsta sinn í ratleiknum.
Frá lofslagsráðstefnu Ungmennavikunnar.