Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Síða 31

Skessuhorn - 28.10.2015, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 31 Í síðasta tölublaði Skessuhorns var sagt í máli og myndum frá píla- grímaferð norskra prjónakvenna í Borgarfjörð. Þriðji hópurinn var á ferðinni um síðustu helgi og hafa þá um tvö hundruð norskar prjóna- konur heimsótt landið í þessum áfanga til að kynna sér allt um til- urð íslenska lopans. Við vinnslu á blaðinu í síðustu viku féll hins veg- ar út ein mynd sem átti að fylgja með í frásögninni, en norsku kon- urnar luku ferð sinni um Vestur- land í sveitamarkaðinum Ljómal- ind í Borgarnesi. Þar sagði Eva Hlín Alfreðsdóttir framkvæmda- stjóri Ljómalindar frá versluninni, norsku konurnar versluðu og boðið var upp á kaffi og veitingar að góð- um sveitasið. mþh Tónlistarfélag Borg- arfjarðar efnir til tón- leika í Borgarnes- kirkju sunnudaginn 1. nóvember næst- komandi kl. 16.00. Þórunn Elín Péturs- dóttir sópransöng- kona og Kristján Karl Bragason píanóleikari flytja lög Atla Heim- is Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgríms- sonar og lög Gustavs Mahlers við þjóðvís- ur úr safni Clemens Brentano og Ac- hims von Arnim. Jón- as Hallgrímsson var einn helsti forsprakki rómantíkurinnar hér á landi og falla lög Atla Heimis einstak- lega vel að orðfæri og stíl ljóða hans. Skáld- in Brentano og Arnim eru verðugir fulltrú- ar rómantíkurinnar í Þýskalandi, en á þeim tíma kviknaði mik- ill áhugi á söfnun og varðveislu eldra efnis. Ljóðasafn þeirra, sem kom út í upphafi nítj- ándu aldar, geymdi ríflega 700 þýsk ljóð frá fyrri tíð. Safn- ið hafði afar mikil áhrif á Gustav Mahler sem samdi síðróman- tísk sönglög við mörg ljóðanna sem gjarn- an fjalla á ævintýra- legan hátt um náttúru og mannlíf í gleði og sorg. Tónleikarnir marka upphaf 50. starfsárs Tónlistarfélags Borg- arfjarðar. Aðgangs- eyrir er 2000 krón- ur, 1000 krónur fyr- ir eldri borgara, frítt fyrir börn og félaga í Tónlistarfélaginu. -fréttatilkynning Prjónakonurnar áttu viðkomu í Ljómalind Rómantísk sönglög í Borgarneskirkju ing, SOS leikur, rússíbani, turna- bygging, klifur og hlaðborð. Það sem reyndi mest á í þessum stöðva- leik var hlaðborðið þar sem við átt- um að borða engisprettur! En ég er með fóbíu fyrir kóngulóm og hata skordýr, þannig þetta reyndi mik- ið á hjá mér. En sem betur fer er ég svo forvitin að ég varð að borða þetta og ég sé alls ekki eftir því þar sem þetta er frábær saga úr ferð- inni! Að geta sagt að maður hafi borðað engisprettu er æðislegt. Um kvöldmatarleytið fékk hver hópur kassa og blað með upplýsing- um um hvernig elda ætti það sem var í kassanum. Í kassanum var síð- an lifandi kjúklingur sem við þurft- um að drepa og elda. Þetta lagð- ist misvel í fólk þar sem það voru grænmetisætur á svæðinu og allir voru þreyttir eftir daginn. En auð- vitað er þetta bara ákveðin reynsla sem er fínt að hafa gengið í gegn- um og þá veit maður hvað er gert í sláturhúsum og svona. Þegar við vorum síðan fljótlega að fara sofa og ég var að koma úr sturtu vorum við öll kölluð saman inn í borðstofuna þar sem við vor- um beðin um að fara í síðar bux- ur, háa sokka, jakka og klæða okkur bara vel. Þá vorum við send í hóp- unum út, einn hópur í einu og okk- ur var sagt að ganga veginn þang- að til það kæmi bíll að sækja okkur. Þegar bíllinn kom fórum við upp í hann og hann keyrði með okkur eitthvert út í sveit og stoppaði svo þar sem hann sagði okkur að fylgja slóðanum þangað til við kæmum að ljósum, þá ættum við að fylgja þeim. Við fengum eitt kort og eitt vasaljós til að nota okkur til að- stoðar. Við vorum þá stödd í höf- uðstöðvum Fossil Fuel og áttum að passa okkur á þeim. Þar vorum við hrekkt og vorum dauðhrædd í myrkrinu og vissum ekkert hvar við vorum. Við komum að húsi þar sem við fórum upp á topp og áttum að síga niður, en það var tilbreyting og mjög skemmtilegt. Þá fórum við að varðeldi og fengum smá hress- ingu, biðum eftir öllum hópunum og réðumst síðan á Fossil Fuel til að stöðva þá. Þetta var frábært ævin- týri sem við lentum í og fórum við ekki að sofa fyrr en um 5 leytið. Föstudagurinn 7. ágúst Fengum að sofa út þennan daginn og mættum í bröns um klukkan 11 þar sem við fengum ýmislegt gott- erí að borða. Þessum degi eydd- um við nánast öllum á ströndinni að baða okkur og njóta sólarinnar sem var frábært. Eftir kvöldmat- inn voru Guðmundur og Veronika með söngatriði þar sem Guðmund- ur spilaði á píanóið og þau sungu bæði. Þá þurftum við Íslending- arnir að hjálpast að með uppvask- ið eftir matinn þar sem við gætum ekki hjálpað til við tiltektina daginn eftir. Um kvöldið fórum við nokk- ur saman í göngutúr upp á hæðina sem var þarna og sáum eldingar, skoðuðum stjörnurnar og spjölluð- um heilan helling. Laugardagurinn 8. ágúst Við vöknuðum snemma og tókum saman dótið okkar til að fara heim. Fórum í rútu sem keyrði okkur til Árósa en þar skiptum við um rútu sem keyrði okkur til Billund. Þá var flugið heim og tók við erfið kveðju- stund á flugvellinum þar sem okk- ur fannst við vera búin að þekkj- ast í mikið lengri tíma en eina viku! Þetta var búið að líða hratt og allt búið að vera mjög skemmtilegt og ein besta ferð sem ég hef farið í! Við kvöddumst á flugvellinum og allir fóru sína leið. Þessi vika er ein merkilegasta í mínu lífi þar sem ég gerði svo margt nýtt og lærði frábæra leiki og fleira. Þetta reyndi á samvinnu og mörk okkar, sem og leiðtogahæfileika og fleira. Ég er nú þegar búin að nota tvo leiki sem við fórum í hérna á Íslandi og mun nota fleira sem ég lærði! Mæli með því að allir krakkar á þessum aldri fari í svona ferð því þetta er eitthvað sem þið viljið ekki missa af! Takk fyrir mig og takk fyr- ir frábæra ferð UMFÍ. Fanney Guðjónsdóttir Þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum. Í stöðvakeppni landahópanna þurftu krakkarnir meðal annars að borða engisprettur. Beint í mark! Keppt í bogfimi í stöðvakeppninni. Einnig þurfti að slátra kjúklingi. Krakkarnir eyddu bróðurparti fimmtudagsins á ströndinni. Mennskur pýramídi (myndin er upp- stillt). Hópurinn kominn heim eftir vel heppnaða ferð.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.