Fréttablaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 25
Ég hef alltaf litið svo á að við eigum engan viðskiptavin, það er viðskiptavinurinn sem ákveður í hvert skipti hvar hann verslar. Samskipta- og Mannauðsstjóri Terra óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf samskipta- og mannauðs- stjóra sem ber m.a. ábyrgð á að setja upp og innleiða samskipta- og mannauðs- stefnu fyrirtækisins. Starfið heyrir undir forstjóra og mun viðkomandi sitja í framkvæmdastjórn félagsins. Markaðs- og launadeildir Terra heyra undir samskipta- og mannauðsstjóra. Sími 535 2500 | Netfang terra@terra.is | www.terra.is Helstu verkefni • Samskipti við hagsmunaaðila og fjölmiðla. • Ábyrgð á markaðsmálum í samvinnu við markaðsstjóra. • Ábyrgð á upplýsingaflæði til starfsmanna. • Ferlaskráningar, m.a. varðandi samskipti innan fyrirtækisins. • Umsjón með mannauðsmálum í samvinnu við yfirstjórn og rekstrarstjóra. • Innleiðing og viðhald jafnlaunavottunar. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af almannatengslum er æskileg. • Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund. • Reynsla af starfsmannastjórnun er nauðsynleg. • Góð íslensku- og enskukunnátta. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Terra sinnir fjölbreyttri umhverfisþjónustu fyrir nokkur þúsund fyrirtæki og nokkra tugi þúsunda heimila. Hjá okkur starfa um 250 manns um landið allt. Við viljum að flokkun sé einföld og sjálfsögð og hjálpum fyrirtækjum að bæta umgengni sína við jörðina. Við komum öllum efnum sem falla til innan fyrirtækja í viðeigandi farveg og veitum þá ráðgjöf sem þarf til. Terra hefur metnað fyrir því að skilja ekkert eftir og við viljum hvetja og auðvelda Íslending- um að takast á við þá áskorun. Að skilja ekkert eftir er okkar þýðing á hugtakinu „Zero Waste“ og lýsir vel markmiðum okkar í endur- vinnslu og meðhöndlun úrgangs. Egill Fannar Reynisson er framkvæmdastjóri Ger Innf lutnings sem á og rekur Húsgagna-höllina, Betra Bak og Dor ma-verslanir nar. Fyrirtækið opnaði nýlega Hästens- verslun í Betra baki sem hefur að sögn Egils Fannars farið vel af stað og nú er undirbúningurinn fyrir jólaverslunina kominn á fullt. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál liggja í sportinu. Ég er alinn upp við mikla íþróttaiðkun á Egilsstöðum þar sem við félagarnir æfðum allt sem hægt var að æfa í íþróttahúsinu. Við náðum nokkuð góðum árangri í fótbolta og handbolta þrátt fyrir að vera ekki stórt bæjarfélag. En ég stunda golf, skíði og veiði og annað rólegra í dag. En mér finnst líka gaman að ferðalögum, heilsu og útivist þar sem maður nær að vera með fjölskyldunni og eða vinum. Einnig er ég alveg ruglaður Liver- pool-maður. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég byrja daginn á Wim Hof önd- unaræfingum áður en ég hendi mér ofan í kaldan pott og hlusta á krakk- ana hlæja að mér. Þetta gefur mér aukna orku og hugarró fyrir átök dagsins. Eftir það er svo kaffibollinn tekinn, krökkunum komið af stað í skólann og 3-4 sinnum í viku mæti ég í ræktina áður en vinnudagurinn hefst. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Why We Sleep eftir Matthew Walker. Klárlega ein af mikilvæg- ustu bókum seinni tíma að mínu mati. Lít öðrum augum á svo margt eftir lestur þessarar bókar. Góður nætursvefn skiptir öllu. Ég set svefninn orðið í fyrsta sæti og reyni að ná 8 tíma góðum nætursvefni að öllu jöfnu. Það er ekki auðvelt en með aga og smá skipulagi er ég að verða betri í þessum efnum. Fórna morgunæfingu til að mynda ef mig skortir svefn. Magnað að upplifa hvað gæðasvefn hefur mikil áhrif á líkama og sál. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin undanfarin misseri? Við vorum að opna nýja og glæsi- lega Hästens-verslun í Betra baki sem hefur farið fram úr mínum björtustu vonum og farið frábær- lega af stað. Einnig höfum verið að fara vel yfir rekstrarumhverfi fyrirtækja okkar og gert nokkrar krefjandi breytingar. Við erum Nætursvefn í fyrsta sæti Nám: Gagnfræðingur. Störf: Verslunarmaður í 23 ár. Betra Bak, Dorma og Húsgagnahöllin. Fjölskylduhagir: Giftur Huldu Rós Hákonardóttur. Eigum fjögur börn: Heiði Björgu 15 ára, tvíburana Katrínu Rósu og Reyni Leó 13 ára og Róbert Egil 11 ára. Svipmynd Egill Fannar Reynisson Egill segir að mikla samkeppni á markaðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI með um 80 manns í vinnu og ég lít á það sem mikið ábyrgðarhlutverk. Með slíkan mannauð eru mér flestir vegir færir því með þessu frábæra fólki er allt hægt og nú erum við á kafi í undirbúningi jólaverslunar. Hvaða áskoranir og tækifæri eru fram undan í rekstrinum? Áskoranirnar eru margar en halda okkur jafnframt á tánum. Við erum í mikilli samkeppni og það hefur reynt almennt á allan rekstur undanfarin ár. Verslun er einnig að færast mikið á vefinn og fylgja því miklar áskoranir sem og tækifæri. Ég hef alltaf litið svo á að við eigum engan viðskiptavin, það er við- skiptavinurinn sem ákveður í hvert skipti hvar hann verslar. Því þurfum við ávallt að vanda okkur með þjón- ustu, verð og upplifun. Koma við- skiptavinum okkar á óvart og helst að fara fram úr væntingum þeirra. Ef það tekst þá fáum við viðskipti. Þetta hljómar ekki f lókið en er afar vandasamt og í raun okkar daglega tækifæri. Sérðu fram á að rekstrarumhverf- ið taki breytingum á næstu árum? Já, vissulega, við lifum á tímum þar sem maður upplifir margar breytingar í veldisáhrifum. Hlutir eru f ljótir að breytast, sér í lagi hérna á Íslandi þar sem örar sveifl- ur í efnahag og gjaldeyri geta haft mikil áhrif á skömmum tíma. Það þarf að vera vel undir það búinn. Einnig erum við ábyrg fyrir mörg- um stórum verkefnum sem snúa t.d. að loftslagsmálum, kynjarétti og jöfnun í okkar ágæta samfélagi. Við erum að skipta út plasti í versl- unum okkar fyrir endurnýtanlega poka sem dæmi og höfum unnið með jafnlaunavottun í þó nokk- urn tíma. Við erum stór aðili í inn- flutningi og erum í verkefnavinnu tengdri jöfnun á kolefnisfótspori. Öll fyrirtæki þurfa að fara að setja sér stefnu í þessum málum og von- andi náum við að skila þessu vel af okkur fyrir komandi kynslóðir. Hvers hlakkarðu mest til þessa dagana? Jólanna. Það ríkir mikil jólahefð á okkar heimili og börnin okkar fjögur hafa alist upp við það og ekki draga þau úr stemmingunni. Hulda konan mín byrjar svo yfirleitt að spila jólatónlist í byrjun nóvember. Svo á maður líka afmæli á aðfanga- dag. Auk þess er það afar kærkomið eftir mikla og skemmtilega vinnu við undirbúning jólaverslunar að fá að eiga gæðastundir með sínum nánustu. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég sé mig í anda lesa þetta við- tal og hugsa „djöfull varstu alvar- legur“. En vonandi verð ég bara sæll og hraustur að gera það sem mér þykir skemmtilegt eða eins og ég segi gjarnan, það er ekkert víst að það klikki. 9M I Ð V I K U D A G U R 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 0 6 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 8 -E 6 B 4 2 4 2 8 -E 5 7 8 2 4 2 8 -E 4 3 C 2 4 2 8 -E 3 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.