Fréttablaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 2
Það sem við lærum
aðallega á þessu er
það að gefa út í samfélagið.
Anna Fríða Ingvarsdóttir, nemandi í
Hagaskóla
Veður
Austlæg átt 3-10 m/s. Snjókoma
SA-til, annars skýjað með köflum
og yfirleitt þurrt. Hiti kringum
frostmark, en frost 0 til 5 stig á N-
og A-landi í dag. SJÁ SÍÐU 14
Finnur Dellsén hlaut Hvatningarverðlaunin
SAMFÉLAG „Allir krakkarnir í skól-
anum leggjast á eitt og safna pen-
ingum til góðgerðarmála,“ segir
Anna Fríða Ingvarsdóttir, nemandi í
níunda bekk í Hagaskóla. Hún tekur
þátt í góðgerðardegi skólans, Gott
mál, og er bæði í nemendaráði og
fjölmiðlanefnd.
„Dagurinn er haldinn á morgun
og í ár ætlum við að safna peningum
til styrktar Landvernd og Bjartri
sýn,“ segir Anna Fríða. „Í fyrra
söfnuðum við tveimur til þremur
milljónum og frá því að Gott mál
var haldið í fyrsta sinn fyrir ellefu
árum höfum við safnað rúmlega
tuttugu milljónum.“
Gott mál verður haldið í húsnæði
skólans á milli klukkan 16 og 19 á
morgun og eru allir velkomnir. Í
boði verða ýmsar uppákomur sem
nemendurnir hafa lagt mikinn
metnað í.
„Það taka allir þátt en það er mis-
jafnt hvað hver gerir. Tíundi bekkur
sér til dæmis alltaf um draugahús
sem er sett upp í kjallaranum og svo
ákveður hver bekkur hvað hann vill
gera,“ segir Anna Fríða.
„Það eru margir bekkir með kaffi-
hús í sínum stofum þar sem er selt
kaffi og kökur sem við höfum bakað
eða fengið í styrki. Áttundi bekkur
er með gang þar sem er jólaþema og
einn bekkur selur pítsur og sjeik,“
bætir hún við.
„Svo geta þeir sem hafa áhuga á
tónlist eða söng verið með tónlist-
aratriði og aðrir með listsýningar.
Fólk borgar sig þá inn á sýningarnar
og getur keypt listaverkin,“ segir
Anna Fríða.
Hún segir stemninguna í skól-
anum dagana i kringum góðgerðar-
daginn vera skemmtilega og bætir
við að krakkarnir læri mikið á því
að halda Gott mál. „Það sem við
lærum aðallega á þessu er það að
gefa út í samfélagið,“ segir Anna
Fríða. „Að það snúist ekki allt um
að við þurfum nýjan iPad eða tölvu
heldur að við getum gert eitthvað
gott og með því að halda þennan
dag finnum við að við getum hjálp-
að.“
Aðspurð að því hvernig nem-
endurnir völdu hvaða málefni
skyldi styrkja segir Anna Fríða að
allir nemendur hafi getað komið
með hugmyndir og svo hafi farið
fram kosning. „Við styrktum Bjarta
sýn líka í fyrra. Þau reka munaðar-
leysingjaheimili í Kenía,“ segir hún.
Fyrir þá upphæð sem Hagskæl-
ingar gáfu samtökunum í fyrra var
opnaður skóli fyrir skjólstæðinga
Bjartrar sýnar. „Núna eru þau syst-
urskólinn okkar og við ætlum að
styrkja þau næstu árin. Landvernd
var svo valið því við vorum öll sam-
mála um það hversu mikilvægt er að
vernda landið okkar og náttúruna,“
segir Anna Fríða.
birnadrofn@frettabladid.is
Leggjast á eitt og safna
fé til góðgerðarmála
Gott mál, góðgerðardagur Hagaskóla, verður haldinn á morgun. Nemendur
safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn. Dagurinn er haldinn í
ellefta sinn og hafa fjölmörg málefni verið styrkt um rúmar tuttugu milljónir.
31. okt — 14. nóv hverfidmitt.is
Kosning
Anna Fríða er spennt fyrir góðgerðardeginum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís í gær. Katrín Jak obs dótt ir for sæt is ráðherra,
af henti Finni Dell sén, dós ent í heim speki við Há skóla Íslands, verðlaunin fyr ir árið 2019. Hvatningarverðlaunin eru veitt vísindamanni sem snemma
á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. MYND/ARNALDUR HALLDÓRSSON
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla má
finna víða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SA MGÖNGUR Raf bílasamband
Íslands er tilbúið að gefa eftir
kröfu um að ekki þurfi aðgangs-
lykla frá orkufyrirtækjum til að
hlaða raf bíla í skiptum fyrir að
lykill frá einu fyrirtæki virki á allar
hleðslustöðvar. Orkufyrirtækin
hafa nú skilað inn umsögnum um
breytingar á reglugerð um raforku-
viðskipti.
Í reglugerðinni er ákvæði um að
allar hleðslustöðvar séu aðgengi-
legar almenningi. Í umsögn Orku-
veitu Reykjavíkur, sem á Orku
náttúrunnar, segir að það þýði að
hægt sé að halda núverandi fyrir-
komulagi, þar sem þarf sérstakan
lykil frá ON til að hlaða. Dýrt sé
að koma upp búnaði til að lesa
greiðslukort.
Í umsögn Ísorku segir hins vegar
að það þurfi ekki að ráðast í dýrar
breytingar til að gera hleðslustöðv-
um kleift að lesa greiðslukort, til
þess þurfi aðeins vottaðar hug-
búnaðarlausnir. Vilja þeir að það
sé gert skýrt að raf bílaeigendur
geti hlaðið bílana sína án þess að
þurfa að skrá sig fyrir lykli.
Jóhann G. Ólafsson, formaður
Raf bílasambandsins, segir að þar
sé vilji til að miðla málum. „Við
erum alveg sátt við að hver og einn
gefi út sinn lykil, en þá verða þeir
að ganga alls staðar,“ segir Jóhann.
Slíkt sé nú í undirbúningi í Bret-
landi og víðar í Evrópu. – ab
Lyklar virki
alls staðar
EGILSSTAÐIR Mjög alvarleg staða
getur komið upp ef útköll í sjúkra-
flug koma á sama tíma á mismun-
andi landsvæðum, segir bæjarráð
Fljótsdalshéraðs. Aðeins ein sjúkra-
flugvél er starfrækt á landinu, gerð
út frá Akureyri. „Bæjarráð Fljóts-
dalshéraðs áréttar að brýnt er að
komið verði upp aðstöðu fyrir hluta
útgerðar þyrlusveitar Landhelgis-
gæslunnar á Egilsstaðaflugvelli eða
að þar verði staðsett sérstök sjúkra-
þyrla til að sinna bráðatilfellum á
þessu landsvæði,“ segir í bókun. – gar
Vilja sjúkraflug
til Egilsstaða
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
8
-B
5
5
4
2
4
2
8
-B
4
1
8
2
4
2
8
-B
2
D
C
2
4
2
8
-B
1
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K