Fréttablaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Eins dapurt
og það kann
að hljóma þá
þurfa fyrir-
tæki að
takast á við
þann raun-
veruleika að
hið gamal-
gróna er ekki
endilega
komið til að
vera.
Við megum
aldrei hætta
að hlusta, því
hvert barn í
neyð á sér
sögu. Hverju
barni má
bjarga.
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
sunna@frettabladid.is
Skólaárið var nýbyrjað þegar Tyrkir réðust inn í Sýrland þann 9. október. 80 þúsund börn þurftu að skilja allt sitt eftir og f lýja.
Náum við utan um slíkar tölur? Hjálpar það
okkur að lesa að það samsvarar öllum börnum
á Íslandi, 17 ára og yngri? Getum við ímyndað
okkur að börnin okkar væru ekki á leið í leik-
eða grunnskóla í dag því það væri ekki hægt að
manna skólana með börnum? Þau hefðu bara
öll fyrirvaralaust hlaupið út og haldið upp á
hálendi í fullkomna óvissu.
Foreldrar í Sýrlandi vilja það sama fyrir börn
sín og íslenskir. Allt það besta, öryggi og gleði.
Börn í Sýrlandi vilja líka það sama og börn á
Íslandi. Að fá að vera börn, læra, lifa og leika.
Börn, sama hvar í veröldinni þau eru, deila
réttindum til alls þessa þó allt of mörg séu svipt
þeim. Meðal annars vegna stríðs, eins og í Sýr-
landi. Því áralanga stríði var ekki lokið þegar
Tyrkir gerðu innrás. Fyrir hana höfðu 530 börn
fallið eða særst í átökum á fyrstu 6 mánuðum
ársins.
UNICEF hefur verið til staðar fyrir börn á
Sýrlandi frá upphafi við að tryggja öryggi þeirra
og réttindi. UNICEF á Íslandi hefur verið með
neyðarsöfnun frá því átökin þar hófust 2011 og
blés nýju lífi í hana í síðustu viku. Með áskorun
til Íslendinga um að skella ekki skollaeyrum við
þessari nýju, auknu neyð. Margir virðast nefni-
lega haldnir neyðardoða gagnvart orðunum
„ástandið í Sýrlandi“ – þar á meðal fjölmiðlar.
Fréttir um það tryggja því miður fáa smelli. Það
ætti ekki að vera svo, en þannig er það.
Við völdum að virkja fólk til að sýna hlut-
tekningu og sækja sér sögu barna í Sýrlandi.
Hringja í 562-6262 og bara hlusta. Síðan hefur
þú val um að sýna þeim að þau skipti máli með
því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 og
gefa 1.900 kr.
Við megum aldrei hætta að hlusta, því hvert
barn í neyð á sér sögu. Hverju barni má bjarga.
Aldrei hætta að hlusta
Bergsteinn
Jónsson
framkvæmda-
stjóri UNICEF á
Íslandi
EKKERT
BRUDL
Bónus Buffaló Leggir
Fulleldaðir, 800 g, 2 teg. - Verð áður 879 kr.
kr./800 g679
200kr
afsláttur
Fulleldað
Aðeins að hita
Enn einn stólaleikurinn
Það er kominn annar stólaleikur
í gang, nú er það næsti útvarps-
stjóri. Það er ekki von á góðu
enda Framsóknarmenn ekki
beinlínis þekktir fyrir að stuðla
að verðleikasamfélagi. Strax er
byrjað að nefna einhver nöfn.
Svanhildur Hólm Valsdóttir
gæti gert góða hluti, en það er
spurning hvort stjórnarseta
í ríkisbatteríi sem klúðraðist
hefur eitthvað að segja. Þá
er Skúli Mogensen laus þessa
dagana. Þá gæti Eygló Harðar-
dóttir verið valkostur enda vin-
sælt að ráða einhvern með enga
reynslu af fjölmiðlum í verkefni
tengt fjölmiðlum. Svo er það
Karl Garðarsson, hann er með
fína reynslu og réttu tengslin,
þeir sem vilja sjá hvernig hann
stendur sig sem stjórnandi fjöl-
miðils geta kíkt á dv.is.
Hjálparhöndin
Útlendingastofnun er búin að
reita þjóðina enn einu sinni til
reiði. Nú vegna brottvísunar
konu sem gengin er átta mánuði
á leið. Sagði í tilkynningu til
fjölmiðla að til væri vottorð frá
lækni um að konan væri ferða-
fær. Vottorðið leit svo dagsins
ljós en þar stendur: „Hún er
slæm af stoðkerfisverkjum
og ætti erfitt með langt f lug.“
Rifjast þá upp orð dómsmála-
ráðherra sem sagðist vonast til
að heimurinn rétti hjálparhönd
ef allt færi illa á Íslandi. Einmitt.
arib@frettabladid.is
Gamalt og rótgróið fyrirtæki sem flestir Reykvíkingar þekkja skellti í lás í vikunni. Björnsbakarí lokaði dyrum sínum við Fálkagötu 18 í Vesturbæ Reykjavíkur eftir áratuga rekstur. Þriðja útibúið sem fyrirtækið lokar á undan-
förnum tveimur árum. Breyttar neysluvenjur og aukin
samkeppni voru ástæður þess að reksturinn gekk ekki
upp, að sögn eigenda fyrirtækisins.
Neysluhættir fólks hafa breyst svo um munar á
undanförnum árum og eru tilefni til vangaveltna.
Sennilega hefur vakning um heilsusamlegt mataræði
spilað inn í þá staðreynd að Björnsbakarí heltist úr
lestinni en á sama tíma spretta ný bakarí á borð við
Brikk og Brauð & Co eins og gorkúlur í hverju hverfinu
á fætur öðru. Hverju sætir?
Kannski spila vinsældir samfélagsmiðla eins og
Instagram rullu. Eins dapurlega og það kann að hljóma
þá þurfa fyrirtæki að takast á við þann raunveruleika
að hið gamalgróna er ekki endilega komið til að vera.
En hver er munurinn á rekstri þessara fyrir-
tækja? Annað er gamalt, hitt er nýtt. Bæði bjóða
upp á súrdeigsbrauð og kanilsnúða, á meðan aðeins
annað þeirra nýtir sér stafræna markaðssetningu og
samfélagsmiðla. Þó ekki sé hægt að fullyrða um að
samfélagsmiðlar hafi gert út af við Björnsbakarí þá má
velta fyrir sér breyttu umhverfinu.
Neytendur verða stöðugt kröfuharðari og fara
fram á meira úrval, meiri gæði – og síðast en ekki síst
myndræna framsetningu sem samræmist svokallaðri
glansmynd sem margir viðhafa á netinu. Samhliða
þessu þarf þjónustan að vera hágæða og vöruverð lágt.
Hugsanlega verða þessar kröfur fyrirtækjum ofviða.
Það liggur fyrir að fyrirtæki sem ekki fylgja stefnum
og straumum hvers tíma eiga erfitt uppdráttar, ólíkt
því sem tíðkaðist áður fyrr, þegar orðsporið eitt og sér
dreif þau áfram og flutti fjöll. Núna hins vegar þurfum
við að takast á við þá staðreynd að rykmoppur,
matarolíur og maskarar rjúka út sem aldrei fyrr með
tilkomu áhrifavalda á Instagram. Ásókn í veraldleg
gæði eykst stöðugt og almenningur virðist nánast
varnarlaus gagnvart taumlausum auglýsingunum sem
sækja að úr öllum áttum.
Breytingar þurfa þó ekki að vera af hinu slæma enda
hafa samfélagsmiðlar tengt neytandann og fyrirtækin
betur saman. Hins vegar hefur gagnrýnin hugsun
sjaldan verið eins mikilvæg, ekki síst vegna ákalls
um breyttan lífsstíl og minni neyslu, og tímabært að
staldra við og hugsa hvort raunveruleg þörf sé á nýjum
andlitsmaska eða annarri flík í skápinn.
Það er staðreynd að neysluhyggja hefur færst í
aukana en með upplýstri umræðu og vitundarvakn-
ingu er hægt að sporna við þeirri þróun. Tækifærin í
breyttu samfélagi eru endalaus. Grípum þau og nýtum
til jákvæðra verka.
Út með
það gamla?
6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
6
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
8
-C
4
2
4
2
4
2
8
-C
2
E
8
2
4
2
8
-C
1
A
C
2
4
2
8
-C
0
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K