Fréttablaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 28
 Aðrar reglur samkeppnis- laga eru nægilega strangar og SKE getur ávallt gripið inn í ef fyrirtæki misstíga sig. Það er feikinóg. Hörður Felix Harðarson lögmaður MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 6. nóvember 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Dagný Hrönn Pétursdóttir verður f r a m k væmd a st jór i f y r i r-tækisins Geothermal Lagoon samkvæmt heimildum Markaðarins en fyrirtækið hyggst byggja baðlón á Kársnesinu með útsýni út á Faxaflóa. Dagný starfaði um árabil sem fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins en hún lét af störfum haustið 2017. Á síðasta ári tók hún við starfi stjórnarformanns í Íslenskum fjárfestum. Unnið er að hönnun baðlónsins og gera áætlanir ráð fyrir að það rísi í Kársnesi árið 2021. Þá var greint frá því að kanadíska fyrirtækið VIAD hefði fjárfest fyrir 14 milljónir kanad- ískra dala, eða um 1,3 milljarða króna, og fengið 51 prósents hlut í rekstrarfélagi lónsins. VIAD, sem er skráð í kauphöll- inni í New York, starfar í Bandaríkj- unum, Kanada, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Mið-Evrópu. – tfh Dagný yfir uppbyggingu baðlóns Dagný Hrönn Pétursdóttir. PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar 2019 Jafnlaunavottun Sanngjörn laun fyrir jafn- verðmæt störf PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun. Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka. 31.10.2019 Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN Stundum þarf að kippa vinstri mönnum niður á jörðina. Sér- staklega þegar þeir telja sér og öðrum trú um að ríkisbankar séu óþrjótandi gullnáma. Því miður erum við ekki svo heppin. Annars hefði fátækt verið útrýmt með ein- földum hætti. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þing- maður Vinstri grænna, fór mikinn á Sprengisandi á sunnudag. Hann er orðheppinn og það geislar af honum sjálfsöryggið. Þing- maðurinn taldi að þjóðin væri í einstakri stöðu því stærsti hluti bankakerfisins væri í ríkiseigu. Víkka ætti sjóndeildarhringinn og hugsa bankakerfið út frá loftslags- málum. „Leyfum okkur að hugsa ekki allt út frá ströngum kapítal- ískum kröfum um arðsemi heldur þjóðarheill,“ sagði þingmaðurinn. Það er mikilvægt að horfast í augu við loftslagsvána og leita leiða til að til að stemma stigu við hlýnun jarðar. Það er engu að síður ekki málstaðnum til fram- dráttar að nota hann sem yfirvarp til að knýja fram gamla pólitíska draumsýn um ríkisbanka. Þeir stjórnmálamenn sem vilja að ríkið fjármagni umbótaverkefni í þágu loftslagsmála ættu ein- faldlega að horfa til þess að nýta fjármuni ríkisins en ekki eiga bankakerfið. Bankar eru enda áhættusamir, mikið fé getur tapast á skömmum tíma. Það er óæskilegt að ríkið bindi verulegt fjármagn í þeim í stað þess að leggja fjármun- ina í skynsamlegri verkefni. Það er raunar þjóðarheill að bankar víki ekki frá „ströngum“ kröfum um arðsemi. Horfa þarf til þeirra við lánveitingar. Þegar vikið er frá arðsemiskörfu er hætt við að eigið fé banka fari hratt þverrandi. Kolbeinn, sem er sagnfræðingur, vildi læra af sögunni og benti á að ríkið hefði eignast banka við hrun þeirra árið 2008. Ef læra á af sög- unni er rétt að rifja upp að þróun banka á Íslandi fékk skjótan endi árið 1930 með yfirtöku ríkisins á bankakerfinu og fjármagns- höftum ári síðar. Ríkisreksturinn gerði það að verkum að banka- kerfið á Íslandi á tuttugu öldinni var vanþróað samanborið við önnur vestræn ríki. Það hafði ekki sömu burði og þekktist annars staðar til að þjónusta heimilin og fyrirtækin sem dró úr lífsgæðum í landinu. Ríkisbankarnir sigldu ekki lygn- an sjó heldur þurfti hið opinbera að koma þeim til bjargar á þessum árum. Það er óþarfi að endurtaka þann tíma. Ríkisbankar veita falskt öruggi og eru helsi. Gullnáma Kolbeins 0 6 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 8 -C E 0 4 2 4 2 8 -C C C 8 2 4 2 8 -C B 8 C 2 4 2 8 -C A 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.