Fréttablaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 30
Hingað hefur komið fólk sem þyrlan hefur bjargað og það hafa verið lögð blóm við hana. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fjóla S. Hannesdóttir frá Hnífsdal, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, sunnudaginn 27. október síðastliðinn. Útför hennar verður gerð frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00. Hannes Óskarsson Sigríður Jóna Þráinsdóttir Friðbjörn Óskarsson Guðrún Hreinsdóttir Aðalsteinn Óskarsson Guðrún Hermannsdóttir Indriði Óskarsson Laufey Ólafsdóttir Guðmundur Páll Óskarsson Gerður Engilrós Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Signa Hallberg Hallsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð laugardaginn 2. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Oddfellowregluna á Akureyri. Ólafur Búi Gunnlaugsson Agnes Jónsdóttir Halla S. Gunnlaugsdóttir Haukur Harðarson Helga H. Gunnlaugsdóttir Stefán Birgisson ömmu- og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, systir, mágkona og tengdadóttir, Hildur Davíðsdóttir Háteigsvegi 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Hreinn Hafliðason Valborg Davíðsdóttir Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson Kristrún Davíðsdóttir Ásgeir Eiríksson Jenný Davíðsdóttir Ólafur Einarsson Elsa María Davíðsdóttir Daníel Sveinsson Jónína B. Sigurðardóttir Hafliði Hjartarson Hjörtur Hafliðason Anna Bára Baldvinsdóttir og systkinabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Birgir Ísleifur Gunnarsson fyrrverandi borgarstjóri og seðlabankastjóri, Fjölnisvegi 15, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, mánudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Björg Jóna Birgisdóttir Már Vilhjálmsson Gunnar Jóhann Birgisson Sveinbjörg Jónsdóttir Ingunn Mjöll Birgisdóttir Viktor Gunnar Edvardsson Lilja Dögg Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, Lydía Jónsdóttir Norðurbakka 9A, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 31. október síðastliðinn. Útför fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 11. nóvember klukkan 13.00. Einar Skaftason Jón Arinbjörn Einarsson Bryndís Jenný Kjærbo Edda Anika Einarsdóttir Elmar Ingvi Haraldsson Jón Arinbjörn Ásgeirsson Hjalti Hávarðsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Dagbjört Þórðardóttir Njarðarvöllum 2, áður til heimilis að Grundarvegi 13, Njarðvík, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Nesvöllum sunnudaginn 27. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, Nesvöllum, fyrir góða umönnun og hlýju. Hörður Óskarsson Hildur Kristjánsdóttir Margrét Óskarsdóttir Rúnar R. Woods Guðmundur Óskarsson Hrafnhildur Svavarsdóttir Þórður Óskarsson Natalia Herrera Auður Óskarsdóttir Sverrir Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorvaldur G. Óskarsson Smáragrund, Skagafirði, lést 1. nóvember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 8. nóvember klukkan 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Skagafjarðar. Eyrún Ósk Þorvaldsdóttir Rúnar Páll Björnsson Edda Björk Þorvaldsdóttir Finnur Jón Nikulásson barnabörn og barnabarnabörn. Flug vekur áhuga margra. Fæstir hafa sérþekkingu á því eða kunna að f ljúga en fólki finnst það spennandi og ánægjusvipur þess leynir sér ekki þegar það fer hér í gegn,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir sem er nýlega tekin til starfa sem safnstjóri Flugsafnsins á Akureyri. Hún er með BA- gráðu í sagnfræði og safnafræði frá Aar- hus Universitet, auk þess sem hún hefur lagt stund á meistaranám í safnafræði við Háskóla Íslands. Undanfarin fimm ár hefur hún starfað sem fagstjóri Síldar- minjasafns Íslands á Siglufirði. Steinunn segir eigin f lugáhuga hafa aukist í seinni tíð, enda sé eiginmaður- inn, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, f lugmaður og hann reki lítið f lugfyrir- tæki. „Flugheimurinn er orðinn fyrir- ferðarmeiri í lífi mínu en áður og ég er farin að f ljúga meira en ég gerði. En ég er úr sjómannafjölskyldu og hef starfað í Síldarminjasafninu svo mér er tamara að tala um fiska og báta en f lug. En þessi svið eru lík að því leyti að það er sértækur orðaforði í þeim báðum og ég læri þennan nýja hægt og rólega. Það er gott að geta spurt Þorvald ef einhver orð vefjast fyrir mér og svo er ég, sem betur fer, umvafin mönnum sem koma reglu- lega í kaffi á safnið og eru hafsjór af fróð- leik. Að safninu standa nefnilega holl- vinasamtök og það er dýrmætt hverju safni að eiga slíkan hóp.“  Steinunn tók við kef linu af Gesti Einari Jónassyni sem hafði sinnt safn- vörslunni í 10 ár og hún reiknar með að hann kíki í kaffi. „Gestur Einar verður alltaf órjúfanlegur hluti af þessu safni á einn eða annan hátt og ég á örugglega eftir að læra margt af honum,“ segir hún. Reglulegur opnunartími er á Flugsafn- inu frá maí út september. Yfir veturinn er opið milli 14 og 17 á laugardögum, annars eftir samkomulagi. „Í þessum heimi lærist manni fljótt að vera sveigj- anlegur og reyna að opna þegar fólk kemur. Ég er hér á dagvinnutíma og ef fólk kemur hleypi ég því inn ef ég hef tæki- færi til,“ segir Steinunn og kveðst þó alltaf hafa nóg annað að sýsla. „Okkur er ætlað að sinna fimm grunnstoðum safna, að varðveita, skrá, rannsaka og miðla. Það er heljarinnar vinna. Við erum svo heppin að hollvinasamtökin vinna að viðhaldi á ýmsu hér og svo koma flugvirkjanemar í janúar á hverju ári til að skoða og læra. Þetta er mjög lif- andi staður, alltaf eitthvað um að vera, menn eru hér að laga og taka til, smíða módel eða hvað annað sem liggur fyrir, þannig að ég er sjaldnast ein. Fólk hefur ástríðu fyrir safninu, maður finnur það glöggt, enda er vagga innanlandsflugs- ins á Akureyri.“ Flugsafnið er ríkt af alls konar gripum, bæði smáum og stórum. Steinunn segir safnmuni stöðugt að berast og það sé af hinu góða. Fólk hafi safnið í huga þegar það sé að taka til. Hún bendir á að til séu samtök íslenskra sjóminjasafna, enda séu mörg slík í landinu en bara eitt stórt f lugsafn. Þess vegna hafi það svo stórt hlutverk. „Við erum að varðveita gripi sem eru mikilvægir í sögulegu sam- hengi – flugfélög koma og fara og hingað berast gripir sem eru ekkert endilega mjög gamlir en eru samt hluti af sögunni og fólk leyfir okkur að meta varðveislu- gildi þeirra áður en það hendir þeim.“ Spurð hvort einhver safngripur fái athygli umfram annan nefnir Steinunn sviff lugu sem hangi niður úr loftinu. „Sviff lugan var smíðuð hér á Akureyri á fjórða áratugnum og er afskaplega fal- legur gripur. Svo eru hér vélar frá Land- helgisgæslunni, bæði Fokker og björg- unarþyrlan Sif. Þær hreyfa við fólki. Hingað hefur komið fólk sem þyrlan hefur bjargað og það hafa verið lögð blóm við hana. Ekki náttúrlega í minni tíð, enda er ég bara búin að vera hér í nokkra daga. Fólk má ganga um Fok- kerinn svo það er ekki þannig að fólk megi bara horfa en ekkert snerta.“ gun@frettabladid.is Ástríða fyrir Flugsafninu Steinunn María Sveinsdóttir sagnfræðingur er nýr safnstjóri Flugsafns Íslands sem er á Akureyrarflugvelli. Hún segir það lifandi stað og alltaf eitthvað um að vera. „Flugheimurinn er orðinn fyrirferðarmeiri í lífi mínu en áður. “ MYND/AUÐUNN NÍELSSON 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 6 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 8 -B A 4 4 2 4 2 8 -B 9 0 8 2 4 2 8 -B 7 C C 2 4 2 8 -B 6 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.