Fréttablaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 14
Ensk i lögmaðurinn Claire Broomhead, sem hefur und­anfarin ár verið eigandi hjá LOGOS og starfað á skrifstofu lög­ mannsstofunnar í London, hefur gengið til liðs við BBA/Fjeldco sem eigandi. Ráðning Claire er sögð styrkja enn frekar alþjóðlega starf­ semi stofunnar en hún varð til við sameiningu BBA Legal og Fjeldsted & Blöndal fyrr í haust. Fyrir á skrifstofu BBA/Fjeldco í London er hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Þór Þórarinsson en hann starfaði áður um árabil með Claire á LOGOS. Claire hef ur umfangsmik la reynslu af fyrirtækjalögfræði, sam­ runum og kaupum og sölum fyrir­ tækja, fjárhagslegri endurskipu­ lagningu félaga og almennri ráðgjöf við fyrirtæki, og hefur unnið að mörgum af stærstu viðskiptaverk­ efnum á Íslandi síðan 2011. Hún vann áður hjá Mallesons Stephen Jaques í Sydney í Ástralíu og Ever­ sheeds í Leeds á Englandi. Aðrir helstu hluthafar BBA/ Fjeldco eru meðal annars Baldvin Björn Haraldsson, Halldór Karl Halldórsson, sem er jafnframt fram­ kvæmdastjóri stofunnar, og Einar Baldvin Árnason. Samanlögð velta BBA og Fjeldco var um 860 milljónir í fyrra. – hae 59% er hækkun hlutabréfaverðs Marels frá áramótum. Tap Icelandic Water Holdings jókst um 61 prósent á milli ára og nam 25,6 milljónum dollara árið 2018. Það jafngildir um 3,2 milljörðum króna. Jón Ólafsson er stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Water Holdings en félag­ ið tappar vatni á f löskur undir merkjum Icelandic Glacial í verk­ smiðju í Ölfusi. Tekjur félagsins jukust um 17 prósent á milli ára og námu um 20 milljónum dollara, jafnvirði um 2,5 milljarða króna. Um 93 prósent teknanna má rekja til útflutnings. Tekjur vegna sölu á Íslandi jukust um þriðjung og námu um 1,3 milljónum dollara, jafnvirði um 160 milljóna króna. Á sama tíma rúmlega tvöfölduðust vaxta­ gjöld félagsins á milli ára og námu þau samtals 18 millj­ ónum dollara í fyrra. Fram kemur í árs­ reikningi Ice landic Water Holdings fyrir árið 2018 að hlutur Jóns hafi minnkað um 18 prósent á milli ára. Árið 2017 átti hann og tengd félög 23 pró­ senta hlut í fyrirtækinu en í fyrra var hlutur hans fimm prósent. Þau bréf voru veðsett bandaríska fjár­ festingarbankanum JP Morgan. Í samtali við Markaðinn segir Jón hins vegar að hlutur hans í fyrir­ tækinu sé óbreyttur. „Það er bara verið að gera það sem þarf til að hafa hlutina í lagi,“ útskýrir Jón. Sonur Jóns, Kristján Ólafsson, á 18,5 prósenta hlut í Icelandic Water Holdings. Feðgarnir stofnuðu félagið árið 2004. Við lok árs var eigið fé Icela nd ic Water Holdings 16,7 milljónir dollara og eiginfjár­ hlutfallið 13 prósent. Fyrirtækið upplýsti í ágúst að hlutafé hefði verið aukið um 31 millj­ ón dollara. Núverandi hluthafar og aðrir lögðu félaginu til fé. Á sama tíma var upplýst að skuldabréfasjóðir á veg u m Black Rock hefðu lánað fyrir­ tækinu 35 milljónir dollara. – hvj Vatnsfyrirtæki Jóns tapaði 3,2 milljörðum GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Claire til BBA/Fjeldco Claire Broom- head var áður eigandi hjá LOGOS. Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mán­ uði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels. Þetta má lesa út úr gögnum greiningarfyrirtækisins Morning­ star sem heldur utan um eignarhluti erlendra eignastýringarfélaga sem eiga bréf í Marel í gegnum kauphöll­ ina í Amsterdam. Tuttugu stærstu félögin á lista Morningstar áttu samanlagt um 92,6 milljónir hluta í Marel í lok október, borið saman við rúmlega 90 milljónir hluta mánuði áður, en það jafngildir um 13 prósenta eignarhlut. Sjóðir í stýringu Threadneedle Management bættu hvað mest við sig í Marel á tímabilinu, eða um milljón hlutum. Þá fjárfestu sömu­ leiðis meðal annars sjóðir í rekstri félaga á borð við Baron Capital, Investec Asset Management, Miton Group og BlackRock í Marel í síðasta mánuði, en rétt er að taka fram að listi Morningstar gefur ekki tæm­ andi mynd af viðskiptum með bréf í félaginu í kauphöllinni í Amster­ dam. Frá skráningu á bréfum Mar­ els erlendis hefur hlutabréfaverð félagsins hækkað um liðlega sex­ tán prósent. Í kauphöllinni á Íslandi hefur gengið hækkað um 59 prósent frá áramótum. – hae Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir  Hlutabréfaverð Símans hefur hækkað um 30 prósent frá áramótum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Útlit er fyrir að átök verði um stjórnar­sæti Símans á sér­stökum hluthafa­fundi félagsins eftir um tvær vikur, sem var boðaður að kröfu Stoða, en að minnsta kosti tveir nýir fram­ bjóðendur munu þá bjóða sig fram í stjórn fjarskiptarisans. Þann­ ig munu Stoðir, sem eru stærsti hluthafi Símans, tef la fram Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni fjárfestingafélagsins, og þá hyggst Kolbeinn Árnason, lögmaður og stjórnarmaður í eignarhaldsfélagi gamla Landsbankans (LBI), einnig gefa kost á sér í stjórn Símans, sam­ kvæmt heimildum Markaðarins. Ljóst er að Jón, sem sat í stjórn olíufélagsins N1 á árunum 2014 til 2018, er öruggur með kjör í stjórn Símans en Stoðir eru með nærri 15 prósent af atkvæðabæru hlutafé félagsins. Kolbeinn, sem hefur meðal annars starfað áður sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og fram­ kvæmdastjóri lögfræðisviðs slita­ stjórnar Kaupþings, er hins vegar sagður sækja einkum stuðning sinn til minni hluthafa Símans. Þá er einnig á það bent, sem kunni að vinna með Kolbeini í stjórnarkjör­ inu, að enginn í stjórn Símans sé í dag með bakgrunn í lögfræði. Tilnef ninga r nef nd Síma ns , sem var sett á laggirnar í nóvem­ ber 2018, hefur hafið störf vegna stjórnarkjörsins sem fer fram á hluthafafundi félagsins 21. nóvem­ ber næstkomandi og kallað eftir sjónarmiðum frá hluthöfum. Verulegar breytingar hafa orðið á hluthafahópi Símans á skömmum tíma. Stoðir, sem hófu að fjárfesta í Símanum í apríl þegar félagið eign­ aðist rúmlega átta prósenta hlut í fyrirtækinu, hafa aukið hratt við eignarhlut sinn og í síðasta mánuði bættu Stoðir við sig rúmlega einu prósentustigi. Á sama tíma hafa erlendir fjárfestingarsjóðir – Eaton Vance, Wellington, Landsdowne og Miton – selt nánast öll bréf sín í Sím­ anum. Þannig er sjóður í stýringu Eaton sá eini í dag á lista yfir 20 stærstu hluthafa Símans með tæp­ lega tveggja prósenta hlut en í byrj­ un mars á þessu ári, þegar síðasti hluthafafundur fyrirtækisins fór fram, áttu erlendir sjóðir samanlagt vel yfir 20 prósenta hlut í félaginu. S a m k v æ mt v iðm æ l e ndu m Markaðarins, sem þekkja til innan hluthafahóps Símans, gætu þessar breytingar á eignarhaldi dregið úr líkum á því að hinir erlendu stjórnar menn Símans, þau Bertrand Kan, sem er jafnframt formaður stjórnar, og Ksenia Nekrasova, sem kom ný inn í stjórnina í fyrra og starfaði áður sem framkvæmda­ stjóri á sviði fjarskipta, fjölmiðl­ unar og tækni hjá UBS, eigi stuðning vísan í stjórnarkjörinu. Bertrand var í hópi fjárfesta, sem var meðal annars skipaður Orra Haukssyni, forstjóra Símans, sem keyptu sam­ anlagt fimm prósenta hlut í fjar­ skiptafélaginu af Arion banka árið 2015. Í árslok átti Bertrand rúmlega 31 milljón hluta í Símanum sem eru metnir á um 150 milljónir miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Á meðal þess sem Stoðir hafa horft til þegar kemur að efna­ hag Símans eru breytingar á fjár­ magnsskipan félagsins og í þeim efnum hafa um nokkurt skeið verið uppi hugmyndir um fjármögnun á grunni Mílu, dótturfélags Símans, til að greiða niður óhagstæðari skuldir samstæðunnar. Á síðasta uppgjörsfundi kom fram í máli Orra að hann „vildi örugglega gera einhverjar breytingar á fjármögnun [Símans] á næstu mánuðum“. Að sama skapi benti Orri á að félagið vildi áður sjá ýmislegt í umhverfi þess, meðal annars tengt eignar­ haldinu, komandi hluthafafundi og eins umræðu um hvernig eigi að samnýta innviði, „spilast út“. Það hefði áhrif á hvernig Síminn vildi koma á sem hagkvæmastri fjár­ magnsskipan. Þá hafa erlendir framtakssjóðir, sem sérhæfa sig í fjárfestingum í fjarskiptainnviðum, þar á meðal ástralski sjóðurinn Macquire, sýnt Mílu áhuga á undanförnum mán­ uðum. Sjóðurinn hefur komið að kaupum á fjarskiptainnviðum í Evrópu á mjög háum hagnaðar­ margfeldum – 15 til 20 sinnum EBITDA – en miðað við það væri hægt að áætla að virði Mílu sé um 50 milljarðar, sem er litlu meira en markaðsvirði Símans í dag. hordur@frettabladid.is Jón og Kolbeinn vilja fara í stjórn Símans  Útlit fyrir átök um stjórnarsæti í Símanum. Stoðir tefla fram Jóni Sigurðssyni og þá mun Kolbeinn Árnason lögmaður sækjast eftir stuðningi til að koma nýr inn í stjórn. Erlendir stjórnarmenn félagsins gætu átt undir högg að sækja. 14% er eignarhlutur Stoða í dag. 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 0 6 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 8 -D 2 F 4 2 4 2 8 -D 1 B 8 2 4 2 8 -D 0 7 C 2 4 2 8 -C F 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.