Fréttablaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 86
Fótboltinn er eitt af því sem Baldur Björn elskar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Hinn tólf ára gamli Baldur Björn Arnarsson er í stóru hlutverki í söngleiknum Matthildi. Hann hóf æfingar í byrjun ársins og hefur þegar leikið í um 40 sýningum frá 15. mars, en fékk þó sumarfrí. Hvernig mundir þú lýsa strákn- um Lars sem þú leikur? Hann er skemmtilegur, traustur og mjög hlédrægur nema þegar vel er liðið á sýninguna. Hvernig líður þér þegar þú ert að fara á sýningu? Ég er mjög peppað­ ur og hress. Það er alltaf svaka stuð að vera með krökkunum og leikur­ unum, það er bara frábært. Hefur þú tekið þátt í f leiri söng- verkefnum? Já, ég söng inn á safn­ plötu Bjarna Hafþórs, Fuglar hug­ ans, lag sem heitir Skólasöngurinn, það er líka hægt að hlusta á það á YouTube og Spotify. Síðan söng ég einsöng í Söngvaborg 7 þegar ég var sjö ára og fékk að koma fram með Siggu Beinteins og Maríu Björk á nokkrum hátíðum. Svo vann ég, ásamt tveimur öðrum, Eurovision söngvakeppni Krakkarúv 2017.Ég lék líka hlutverk í fótboltamyndinni Víti í Vestmannaeyjum og einnig hef ég leikið í nokkrum stuttmyndum. Æfir þú fótbolta? Já, ég æfi fótbolta með 4. f lokki Fylkis og svo æfi ég líka á píanó. Hvert er þitt eftirlætisfag í skól- anum? Uppáhaldsfögin mín eru heimilisfræði – af því ég elska að elda – og íþróttir. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er sushi og nautasteik með Fabrikku bern­ aissósu og grilluðum aspas. Hvað er mest spennandi af því sem þú hefur upplifað? Þegar ég söng einsöng á Arnarhóli á 17. júní og svo auðvitað Matthildur. Manstu eftir einhverju skrítnu sem þú hefur lent í? Þegar ég var að sýna eitt sinn í Matthildi þá söng ég vitlaust erindi þegar ég var að syngja einsöng. Ég held reyndar að enginn áhorfandi hafi tekið eftir því en ég skammaðist mín mjög mikið eftir á. Núna er það eiginlega bara fyndið. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða svo margt en það sem stendur upp úr er leikari, söngvari eða fótbolta­ maður. Peppaður og hress fyrir sýningar MIG LANGAR AÐ VERÐA SVO MARGT EN ÞAÐ SEM STENDUR UPP ÚR ER LEIKARI, SÖNGVARI EÐA FÓTBOLTAMAÐUR. Stærsti páfagaukur heims 1. Hvaða orð er alltaf stafað vit- laust? 2. Hvað er með fimm- tíu fætur og syngur. 3. Þú getur ekki tekið mynd af manni með hækju. Hvers vegna ekki? 4. Hvenær kemur árangur á undan erfiði? 5. Rafvirki og smiður eru að versla í bygginga- vöruverslun. Rafvirkinn er faðir sonar smiðsins. Hvernig er það hægt? Gátur Svör: 1. Vitlaust. 2. Tuttugu og fimm manna kór. 3. Þú verður að taka myndina með síma eða myndavél ­ ekki hækju. 4. Í orða­ bókinni. 5. Smiðurinn er kona. Úr bókinni Brandarar og gátur 4. 50 Heimildir: Vísindavefurinn og Fréttablaðið Kakapúi er skrautlegur eins og margir fleiri páfagaukar. Kakapúi (Strigops habroptila) er stærsti og þyngsti páfagaukur heims. Hann er líka afar fágætur sem skýrist ef laust af því að hann er óf leygur og því auðveld bráð bæði manna og rándýra. Heimkynni kakapúa eru í þétt­ um skógum Nýja­Sjálands og til að vernda tegundina hafa vísinda­ menn f lutt fugla á nokkrar smá­ eyjar þar sem rándýrin ná ekki til þeirra. Samt sem áður er kakapú­ inn ein þeirra tegunda sem breski leikarinn Stehphen Fry hefur talið í útrýmingarhættu í sjónvarpsþætti sínum, Last Chance to See. Kakapúinn hreyfir sig bara á nóttunni en þá getur hann kjagað langar leiðir. Nafnið hans er úr tungumáli Maóra, frumbyggja Nýja­Sjálands, þar sem kaka þýðir páfagaukur og po þýðir nótt. En hann hefur líka verið kallaður uglugaukur, kannski vegna nætur­ bröltsins. Frumbyggjunum fannst kjötið af kakapúum gott og haminn, með fjöðrunum, notuðu þeir í föt sem þóttu bæði falleg og hlý. Konráð á ferð og flugi og félagar 377 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. “Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst,“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri erfiðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði fljótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skildi hún vera svona klár? Heldur þú að þú g etir ley st þessar sudoku gátur h raðar e n Kata? ? ? ? 3 6 5 9 4 8 2 3 7 4 7 8 2 2 3 1 9 8 3 7 4 1 4 8 6 7 2 8 9 6 1 2 2 1 5 6 8 1 6 7 2 4 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 3 -0 6 E 4 2 4 3 3 -0 5 A 8 2 4 3 3 -0 4 6 C 2 4 3 3 -0 3 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.