Fréttablaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 28
ÞAÐ SEM MÉR FINNST ÉG
HAFA GERT EINNA MIKIL-
VÆGAST Í LÍFINU ER AÐ
GEFA UNGUM STÚLKUM
TRÚ Á SJÁLFAR SIG.
Vigdís – Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring fjallar vitanlega um Vigdísi Finnboga-dóttur. Ung stúlka,
sem ætlar sér að verða rithöfundur,
bankar upp á hjá Vigdísi á Ara-
götunni því hún vill skrifa bók um
hana. Þær taka tal saman og stúlkan
fræðist um ævi og hugmyndir Vig-
dísar. Gríðarlega skemmtilegar
teikningar Ránar eru stór hluti af
bókinni.
„Hugmyndin að bókinni kom frá
Eddu Hafsteinsdóttur. Hún á þrjár
dætur og bjó í Kaliforníu þar sem
er mikið framboð af barnabókum
um hetjur og þá sérstaklega kven-
hetjur. Henni fannst ótrúlegt að
svona bók hefði ekki komið út um
Vigdísi og kom með hugmyndina
að slíku verki til útgefenda minna
í Angústúru. Mér var falið verk-
efnið fyrir tveimur árum, þannig
að aðdragandinn er búinn að vera
nokkuð langur,“ segir Rán. „Áður en
ég byrjaði að vinna bókina hittumst
við Vigdís heima hjá henni. Auk
samtala við hana studdist ég mikið
við bók Páls Valssonar um Vigdísi.
Það er hægt að segja þessa sögu á
svo margan hátt en þegar ég var
búin að ákveða mína aðferð þá skot-
gekk þetta. Þetta er eitt skemmti-
legasta verkefni sem ég hef unnið.“
„Þegar Rán kom fyrst hingað á
Aragötuna tók ég eftir því hversu
gríðarlega mikla athyglisgáfu hún
hefur, eins og sést í bókinni. Það er
ekki til sá hlutur sem hún hefur ekki
tekið eftir hér inni. Hún náði öllum
smáatriðum á frábæran hátt. Meira
að segja mynd af okkur pabba frá
því ég var eins árs rataði inn í bók-
ina. Hún er búin að sökkva sér ofan
í þessi 89 ár sem ég hef lifað og lýsir
mér á mjög skemmtilegan hátt og
gerir mig svolítið sniðuga, sem er
ekki verra,“ segir Vigdís.
„Þegar bókin var komin nokkuð
vel á veg þá var óskaplega gaman að
sitja á Aragötunni með Vigdísi sem
sökkti sér ofan í textann með mér.
Stundum sagði hún: Svona myndi
ég ekki segja þetta, og breytti þá
orðalagi sem mér fannst alveg frá-
bært. Það bætti bókina mikið,“ segir
Rán.
Samþykki Jóns forseta
Vigdís segist hafa sérstakt dálæti
á mynd í bókinni sem sýnir hana
á svölum Alþingishússins eftir að
hafa tekið við forsetaembættinu
við formlega athöfn. Mannfjöldi
sést fagna henni og styttan af Jóni
Sigurðssyni brosir í átt til hennar.
„Þetta er alveg stórkostleg mynd
þar sem ég stend á svölunum í
túrkís bláa kjólnum og Jón Sigurðs-
son stendur á móti mér og segir: Vér
Vigdís
í myndum
og máli
Rán og Vígdís
segja að það
hafi verið sér-
lega skemmti-
legt að sitja
saman á
Aragötunni og
sökkva sér ofan
í textann.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
mótmælum ekki þessu. Þetta er svo
brilljant,“ segir Vigdís.
Þetta er ekki eina bókin í jóla-
bókaf lóði þessa árs þar sem lesa
má um Vigdísi. Henni bregður fyrir
í Ungfrú fótbolti eftir Brynhildi
Þórarinsdóttur þar sem hún hefur
mikil áhrif á ungar stúlkur sem
stunda knattspyrnu árið 1980, sama
ár og Vigdís er í forsetaframboði.
„Það sem mér finnst ég hafa gert
einna mikilvægast í lífinu er að gefa
ungum stúlkum trú á sjálfar sig. Þær
hugsa: Ef hún gat það þá get ég það.
Ég finn það svo oft og heyri það svo
oft. Mér finnst þetta tvímælalaust
aðalinntakið í því sem ég hef gert á
ævinni.“
Gjöf til fólksins
Fyrir hvert selt eintak af bókinni
verður gróðursett tré í samstarfi við
Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktar-
félag Íslands. „Fólkið í landinu var
alltaf að gefa mér eitthvað og ég
vissi ekki hvað ég ætti að gefa því
en svo datt mér í hug það snilldar-
bragð að gróðursetja. Þá var ég ekki
að hugsa um loftslagsmálin sem
við tölum svo mikið um núna, ég
var að hugsa um að binda landið
sem í þá daga var að fjúka burt.
Auðvitað þótti öllum þetta mjög
gaman,“ segir Vigdís. „Krakkarnir
komu og gróðursettu þrjú tré, eitt
fyrir stráka og stelpurnar gróður-
settu það og annað fyrir stelpur og
strákarnir gróðursettu það og svo
eitt fyrir ófæddu börnin. Þá sagði
einn lítill strákur einu sinni: Æ,
en hún mamma ætlar ekki að eiga
f leiri börn!“
Rán Flygenring skrifar og myndskreytir
barnabók um Vigdísi Finnbogadóttur,
konuna sem var fyrst kvenna til að vera
kosin forseti. Rán segir þetta eitt skemmti-
legasta verkefni sem hún hafi unnið.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
3
-1
A
A
4
2
4
3
3
-1
9
6
8
2
4
3
3
-1
8
2
C
2
4
3
3
-1
6
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K