Fréttablaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 72
Brjóstahaldarasala Singles’ Day jafnaðist á við þrefalda hæð Everest-fjalls.
n Singles’ Day er á hverju ári sölu-
hæsti dagur verslana á heims-
vísu.
n Á fyrsta klukkutíma Singles’ Day
árið 2015 seldust 1,6 milljónir
brjóstahaldara á netinu. Saman-
staflaðir næðu þeir þrefaldri
hæð Everest-fjalls, hæsta fjalls
í heimi.
n Singles’ Day var upphaflega
hugsaður sem mótsvar við Val-
entínusardeginum árið 1993.
n Upphafsmenn Singles’ Day
voru stúdentar við Nanjing-
háskólann.
n Söluhæstu fyrirtækin á Singles’
Day eru Xiaomi, Hair, Huawei og
Uniglo.
n Á Singles’ Day er meira selt en á
Black Friday, Cyber Monday og
Thanksgiving Day til samans.
n Dagsetningin 11.11. átti upp-
runalega að standa fyrir fjögur
einmana prik.
n Vinsælasti söluvarningurinn á
Singles’ Day eru föt, snyrtivörur,
heimilisvörur, raftæki og tölvur,
matur og drykkjarföng.
Sturlaðar staðreyndir um Singles’ Day
Það er tilvalið að klára jólainn-
kaupin snemma. NORDICPHOTOS/GETTY
Nú um helgina er Jóla pop-up í Víkingsheimilinu, Foss-vogi. Markaðurinn er opinn
í dag og á morgun frá klukkan
11-17. Það er um að gera að kíkja á
markaðinn og klára jólagjafirnar
snemma í ár. Á markaðnum eru
yfir 70 fjölbreyttar netverslanir
að selja varning sinn og fjölmörg
tilboð eru í gangi. Það ætti að
vera nóg úrval af jólagjöfum fyrir
alla á markaðnum. Þar verður
sannkölluð jólastemning, jóla-
sveinarnir ætla að taka forskot á
sæluna og kíkja í bæinn bæði í dag
og á morgun og gleðja börnin með
mandarínum. Möndluvagninn
verður einnig á staðnum með
rjúkandi heitar möndlur fyrir gesti
og jólatónlist mun hljóma.
Jólamarkaður
Það er sífellt að koma betur í ljós að það að vera ein-hleyp/ur hefur í för með sér
ýmsa kosti. Félagsfræðingurinn
og höfundur bókarinnar „Happy
Singlehood: The Rising Acceptance
and Celebration of Solo Living“
Elyakim Kislev segir margt gefa
til kynna að það sé alls ekki svo
slæmt að vera ein/n.
Kislev segir rannsóknir sýna
fram á minni líkur á hjartaáföllum
meðal fráskilinna sem jafnframt
léttist oft í kjölfar skilnaðar. Þá
hafi rannsóknir hans leitt í ljós
að fólk sem sé einhleypt borði
hollari mat og hreyfi sig meira,
enda hafi það meiri tími til að ein-
blína á sjálft sig. Annað sem hann
nefnir er að það bendi ýmislegt
til þess að fólk sem sofi eitt hvílist
betur en þau sem deili rúmi með
öðrum. Þar á eftir bendir Kislev á
rannsókn sem gerð var á giftum
einstaklingum þar sem kom í ljós
að giftir virtust umtalsvert félags-
lega einangraðri en fólk sem var
einhleypt.
Kostir þess að
vera einhleyp/ur
Því fylgja ýmsir kostir að vera ein-
hleyp/ur. NORDICPHOTOS/GETTY
A F S L Á T T U R
af flestum vörumerkjum
11/11/19
www.dimm.is | Ármúli 44 | sími 519 4251
8 KYNNINGARBLAÐ 9 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RSINGLES’ DAY
0
9
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
3
3
-3
8
4
4
2
4
3
3
-3
7
0
8
2
4
3
3
-3
5
C
C
2
4
3
3
-3
4
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
0
4
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K