Fréttablaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 90
LEIKHÚS Atómstöðin – endurlit HHHH Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir Leikgerð: Halldór Laxness Hall- dórsson í samvinnu við Unu Þor- leifsdóttur Höfundur skáldsögu: Halldóra Laxness Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Björn Thors, Birgitta Birgisdóttir, Arnmundur Ernst Backman, Snæ- fríður Ingvarsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Stefán Jónsson, Oddur Júlíusson, Snorri Engilbertsson, Hildur Vala Baldursdóttir, Edda Arnljótsdóttir og Eggert Þor- leifsson Leikmynd og búningar: Mirek Kaczmarek Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðmynd: Aron Þór Arnarsson, Kristinn Gauti Einarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson Dramatúrg: Gréta Kristín Ómars- dóttir Atómstöðin f jallar um baráttu ungu verkakonunnar Uglu við að vera sín eigin manneskja, sín eigin kona, í samfélagi sem vill lítið með hennar stétt og kyn hafa. Ugla stendur fyrir utan baráttu pólit­ ísku af lanna en er þó miðpunktur hennar. Nú hefur Þjóðleikhúsið tekið Atómstöðina eftir Halldór Laxness til sýningar og var hún frumsýnd síðastliðinn föstudag í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Atómstöðin er fyrsta aðlögun Halldórs Laxness Halldórssonar fyrir svið, gerð í samvinnu við Unu, og lofar ansi góðu. Handbragðið er með ágætum, hann leyfir texta bókarinnar að njóta sín en er óhræddur við að setja sinn stimpil á söguna. Með reglulegu millibili kippir Halldór áhorfendum út úr framvindunni þegar persónur verksins stíga út úr sögunni og gera athugasemdir. Þetta aftengingar­ ástand, beint úr smiðju Bert olts Brecht, hæfir sýningunni vel og úrvinnslan er góð. Ólgusjór á sviðinu Einhver frumsýningarspenna var í leikhópnum í fyrstu en um leið og leikararnir hristu taugatitringinn af sér myndaðist tilfinningalegur ólgusjór á sviðinu. Þar á Ebba Katrín Finnsdóttir stóran hlut að máli og leiðir sýninguna af miklu öryggi. Þrátt fyrir að vera tiltölu­ lega nýr meðlimur í leikarastétt­ inni sýndi hún bæði yfirvegaðan leik og góðan textaf lutning. Slíkt er mikið afrek, þá sérstaklega þegar kemur að texta Halldórs Laxness. Björn Thors leikur Búa Árland eins og mann sem hefur aldr­ ei þurft að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, hann veit til hvers er ætlast af honum og berst með straumnum. Hann er meðal­ maðurinn sem virðist í fyrstu vera áhugaverður en er tómur að innan, allt sem hann segir heldur hann að sé satt en hann meinar hlutina sjaldan. Þetta allt leysir Björn gríð­ arlega vel af hendi. Birgitta Birgis­ dóttir hefur sjaldan verið betri í hlutverki sínu sem yfirstéttar­ frúin frú Árland. Hún litar tauga­ veiklun húsmóðurinnar með bæði örvæntingu og húmor, yfirstéttar­ konurnar hafa það ekkert endilega betra en þær lægra settu. Arnmundur Ernst Backman, Snæfríður Ingvarsdóttir og Hall­ grímur Ólafsson leika yfirstéttar­ systkinin sem eru of borgaraleg til að bera eigin íslensku nöfn. Öll eiga þau sín góðu augnablik, Arnmundur og Hallgrímur þá sér­ staklega í kómísku atriðunum, en Snæfríður kemur á óvart með nálgun sinni á hina týndu Guð­ nýju og vex ásmegin eftir því sem líða tekur á. Stefán Jónsson snýr aftur á leiksviðið eftir allt of langa fjarveru og túlkar organistann eins og sen lærifaðir. Í fyrstu er það frá­ hrindandi en verður síðan áhuga­ vert mótvægi við pólitísku ringul­ reiðina. Mikið sjónarspil Snorri Engilbertsson er í snúnu hlutverki kommúnistapiltsins og gegnir því f lókna hlutverki að vera málpípa undirmálsfólksins, maðurinn sem stöðugt stoppar sýninguna. Flokkssystir hans er leikin af Hildi Völu Baldursdóttur sem hlotnast hið krefjandi verk­ efni að opna sýninguna og bjóða áhorfendur aftur velkomna eftir hlé. Bæði leysa þau sín hlutverk með ágætum en þurfa aðeins að losa um bæði líkama og rödd. Oddur Júlíusson leikur heit­ mann Uglu sem hefur þann stærsta kost að segja sem minnst, annað en aðrir karlmenn í kringum hana. Oddur er þeim kostum gæddur að vera jafnvígur á kómík og drama sem hann nýtir í túlkun sinni. Edda Arnljótsdóttir og Eggert Þorleifsson sinna mörgum smáum hlutverkum í Atómstöðinni af natni. Edda á bráðfyndna ræðu þegar matseljan lýsir hvernig hún var dregin inn í nútímann og þakk­ ar kaldhæðnislega fyrir sig. Una Þorleifsdóttir hefur verið að þróa stílbragð sitt á síðustu árum með misjöfnum árangri en í Atóm­ stöðinni gengur nánast allt upp. Hún tekur áhættur með túlkun sinni á textanum og afstöðu leik­ aranna. Hér er á ferðinni mikið sjónarspil en á annan máta heldur en íslenskir áhorfendur eru vanir. Hér er leitað inn á við; inn í sálarlíf persónanna og inn í sálarlíf áhorf­ enda. Hið persónulega er nefnilega pólitískt. Atómstöðin er hennar besta sýning hingað til. Mikill hvalreki Alltof lítið hefur verið um erlenda listamenn á leiksviðum lands­ ins síðastliðin ár þannig að koma Mirek Kaczmarek er mikill hval­ reki. Leikmyndahönnun hans er stílhrein og stórbrotin. Háir hvítir veggir einangra sviðið og persónur hafa ekkert til að sitja á nema óþægilega kirkjubekki, landið er íhaldssamt eyland. Búningarnir klæða sitt hvora fylkinguna; y f irstéttin í y f ir­ drifnum yfirhöfnum en lágstéttin í samfestingum. Hinar óspilltu ungu konur eru í hvítum kjólum en það er líka bara yfirskin. Lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar passar að mestu inn í þessa veröld en vatnskennda vegglýsingin virk­ aði ekki sem skyldi. Gísli Galdur fyllir þetta hvíta rými af tónlist sem tengir saman fortíð, nútíð og framtíð á eftir­ minnilegan hátt. Atómstöðin hvarf aldrei, ís­ lenska þjóðin gleymdi henni í daglegu amstri. Mannfólkið er bara að reyna að burðast í gegnum lífið. Atómstöðin, leidd af Unu og texta Halldórs, tef lir saman nýjum og reyndari kynslóðum leikara í minnisstæðri sýningu en hin unga Ebba Katrín ber af með yfir­ veguðum leik. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Besta sýning haustsins. Afvegaleiðing samfélagsins Hér er á ferðinni mikið sjónarspil en á annan máta heldur en íslenskir áhorfendur eru vanir, segir gagnrýnandi. BÆKUR Tregasteinn HHHHH Arnaldur Indriðason Útgefandi: Vaka-Helgafell 306 bls Arnaldur Indriðason hefur nýja glæpasögu sína, Tregastein, með atriði sem minnir mjög á hina klassísku kvikmynd Alfreds Hitch­ cock, Rear Window. Það er eins og horft sé úr glugga yfir í önnur hús og fylgst með íbúum sem sýsla við eitt og annað. Einhverjir horfa á sjónvarp, krakkar eru að leik, hjón rífast og í einni íbúðinni er framið morð. Þetta er einstaklega vel gert upphafsatriði og svipaða senu og jafn vel heppnaða er að finna seinna í bókinni. Fórnarlambið er eldri kona, Valborg, sem nokkru áður hafði haft samband við Konráð, fyrr­ verandi lögreglumann, og beðið hann að finna barnið sem hún fæddi fyrir um hálfri öld og gaf frá sér. Hann neitaði bón hennar en iðrast þess nú mjög. Óleyst mál föður hans, skúrks, sem myrtur var árið 1963, sækir einnig á hann. Faðir hans hafði verið í slagtogi við miðil, Engil­ bert, og saman stunduðu þeir svikastarfsemi. Konráð á í sam­ skiptum við dóttur Engilberts, Eygló, sem býr yfir dulrænum hæfileikum, en það er reyndar nokkuð sem hinn jarðbundni Kon­ ráð trúir ekki á. Bókin er afar læsileg og eins og venjulega hefur Arnaldur fullkomið vald á stílnum. Reykjavík fyrr og nú er þarna ljóslifandi, Þar á meðal Kjörgarður í gamla daga um jól og svo ljótustu blokkir landsins (svo vitnað sé í hinn athugula Konráð) í nýja Skuggahverfinu. Þegar líða fer á sögu sækir sú hugsun á lesandann að þótt allt sé hér mjög vel gert þá virðist niður­ staðan í morðmálinu um leið alltof fyrirsjáanleg. Sem er ekki með öllu gott í glæpasögu, sama hversu vel annað er gert. En hér er ekki allt sem sýnist og Arnaldur kemur les­ andanum á óvart. Lokauppgjörið er síðan magnað. Það er stigvaxandi þungi í þessari sögu. Lesandinn kynnist Valborgu í köflum sem lýsa lífi hennar á þeim tíma sem hún var ung kona. Arnald­ ur dregur upp einkar eftirminnilega og samúðarfulla mynd af henni og döprum örlögum hennar. Sú saga verður æ átakanlegri eftir því sem líða fer á. Lokakaf larnir eru alveg sérlega eftirminnilegir. Það er ekki oft sem lesandi leggur frá sér glæpa­ sögu og þarf að taka sér tíma til að jafna sig eftir lesturinn. Það gerist hér, svo harmræn er saga Valborgar og barns hennar. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Einstaklega vel gerð og minnisstæð glæpasaga um óblíð örlög. Óblíð örlög 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 2 -E E 3 4 2 4 3 2 -E C F 8 2 4 3 2 -E B B C 2 4 3 2 -E A 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.