Fréttablaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórn- in lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndunum, þessa táknmynd illskunnar. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Sem barn þoldi ég ekki soðinn fisk stappaðan í kartöflur. Í minningunni var rétturinn á borðum að minnsta kosti þrisvar í viku á uppeldisárum mínum. En fjarlægðin gerir fjöllin blá. Í dag grípur mig reglulega fortíðarþrá og djúpstæð löngun í stappaðan fisk. Ég kaupi stundum íslenskan þorsk hér í London þar sem ég bý. Mér dytti þó aldrei í hug að stappa hann út í óbreyttar kartöflur. Hvers vegna ekki? Kílóverðið á íslenskum þorski í stórmarkaðnum sem ég versla í er rúm 23 pund, eða 3.700 krónur. Til samanburðar er kílóverðið á kjúklingnum sem ég kaupi undir sama vörumerki 800 krónur. Í Bretlandi er verð á íslenskum þorski svipað og á góðri nautasteik. Slíkan munaðar- varning stappar maður einfaldlega ekki út í kartöflur. Í vikunni var kynnt til sögunnar við mikinn fögnuð nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag, Play. Atvinnugreinar koma og fara. Bankabólan sprakk. Túristavertíðin stendur nú sem hæst. Einn er þó sá atvinnuvegur sem er eins og rauður þráður gegnum atvinnusögu Íslendinga. Um aldamótin 1900 birtust við strendur Íslands risastór erlend skip úr stáli sem voru knúin áfram af gufuafli. Þetta voru mikil ferlíki í samanburði við litlu árabátana sem Íslendingar notuðust við. Um var að ræða breska togara. Þeir ruddust inn á fiskimiðin með botnvörpur sem hreinsuðu upp fisk eins og ryksugur eftir að hafa gert út af við þorskstofninn við eigin strendur. Ágangur þessara erlendu togskipa var svo mikill að menn höfðu á orði að ástandið væri á við að togararnir toguðu upp í kálgörðum bænda. Margir óttuðust að þessi stórvirku veiðarfæri myndu gera út af við fiskistofna við landið. Árið 1905 eignuðust Íslendingar sinn fyrsta togara. Togaraflotinn óx hratt og á fyrstu þremur áratugum 20. aldar fimmfaldaðist fiskafli Íslendinga. Fiskveiðar voru kraftaverkið sem kippti Íslandi loks út úr hinum myrku miðöldum inn í nútímann. Þær voru undir- staðan að efnahag landsins og nýfengnum auðæfum þess. Íslendingar voru staðráðnir í að leyfa engum að ógna helsta lífsviðurværi sínu. Árið 1901 gerðu Danmörk og Bretland samning um þriggja mílna landhelgi umhverfis Ísland og Færeyjar. Bresku togararnir urðu að halda sig fyrir utan það svæði. En þegar leið á öldina tóku Íslendingar sjálfir upp á því að stækka landhelgi sína. Bretar urðu brjál- aðir. Upphófst hin sögufræga barátta um fiskimiðin kringum Ísland sem hlaut heitið þorskastríðin. Fordæmalaust góðærisskeið Enn er sjávarútvegurinn ein mikilvægasta atvinnu- grein Íslendinga. Eins og undirrituð er óþyrmilega minnt á í hvert sinn sem hún kaupir í matinn fer heimsmarkaðsverð á þorski stöðugt hækkandi og eftirspurnin eykst. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir íslenskan almenning. Eða hvað? Í nýlegri úttekt á Kjarnanum fjallar ritstjórinn Þórður Snær Júlíusson um arðsemi sjávarútvegsins sem hefur átt „fordæmalaust góðærisskeið síðastliðinn áratug“. Í greininni kemur fram að frá árinu 2010 hafi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greitt eigendum sínum 92,5 milljarða króna í arð og hagur fyrirtækjanna hafi vænkast um 447,5 milljarða króna frá árinu 2008 til loka síðasta árs. Almenningur hefur þó ekki notið góðs af velgengni greinarinnar að sama marki. Frá árinu 2011 og út síðasta ár greiddi sjávarút- vegurinn 63,3 milljarða króna í veiðigjöld. Þórði Snæ reiknast til að hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins á umræddu tímabili hafi aukist um sjö sinnum þá upp- hæð sem greidd hefur verið í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni, sameign íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar eru undirstaða efnahags landsins – arðurinn gæti verið styrk undirstaða velferðar þjóðar- innar. Íslendingar ættu að berjast af jafnmikilli stað- festu fyrir eðlilegri hlutdeild í hagnaði sjávarútvegsins og þeir börðust gegn Bretum fyrir útvíkkun landhelg- innar. Má vera að kominn sé tími á nýtt þorskastríð? Baráttan um fiskimiðin Á frettabladid.is finnur þú Fréttablaðið í dag og safn eldri blaða. Lestu Fréttablaðið þegar þér hentar á frettabladid.is Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóð- skipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mann- lífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur- Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur- Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundrað- ist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnu- greinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskipta- frelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur ann- arri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart full- komið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leik- skólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöru- skort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harð- stjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja. Táknmynd illskunnar 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 2 -E 9 4 4 2 4 3 2 -E 8 0 8 2 4 3 2 -E 6 C C 2 4 3 2 -E 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.