Skessuhorn - 28.09.2016, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20166
Villtust og fundu
ekki bíl sinn
ÖNDVERÐARNES: Tvær er-
lendar stúlkur höfðu samband við
Lögregluna á Vesturland símleiðis í
vikunni og sögðu farir sínar ekki al-
veg rennisléttar. Þær hefðu ekið út
á Snæfellsnes og lagt af stað gang-
andi frá bílnum í björtu og góðu
veðri en síðan hefðu þær villst þeg-
ar farið var að skyggja og það væri
komið óveður og þær vissu ekki
hvar þær væru staddar. Þegar búið
var að spyrja stúlkurnar töluvert
út í staðhætti nefndu þær tvo vita
sem þær hefðu séð áður en myrkrið
skall á og það fór að hvessa. Stað-
kunnugir lögreglumenn áttuðu sig
á því að stúlkurnar hefðu ekið út á
Öndverðarnes, sem er vestasti tangi
Snæfellsness. Fór lögreglan því
þangað og kveikti á bláum ljósum
og það nægði til þess að stúlkurn-
ar áttuðu sig og gengu á ljósin frá
lögreglubílnum. Voru þær komnar
nokkra kílómetra frá bílnum sem
þær höfðu lagt upp frá. -mm
Utankjörfundar
atkvæðagreiðsla
er hafin
VESTURLAND: Kosið verður
til Alþingis laugardaginn 29. októ-
ber næstkomandi. Atkvæðagreiðsla
utan kjörfundar er hafin hjá sýslu-
mönnum landsins á almennum af-
greiðslutímum. Hér á Vesturlandi
er hægt að kjósa á fimm stöðum;
á Akranesi, í Borgarnesi, Búðardal
og Stykkishólmi alla virka daga, en
auk þess á afgreiðslutímum í Ólafs-
vík á þriðjudögum og fimmtudög-
um. Kosningarétt hafa íslenskir
ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára
aldri þegar kosning fer fram og
eiga lögheimili hér á landi. Enn
liggur ekki fyrir hversu mörg fram-
boð verða í boði, en áætlað er að
flokkarnir verði um það bil tíu sem
bjóða fram lista í öllum kjördæm-
um. -mm
Bílaleigan var
treg til að útvega
fleiri bíla
VESTURLAND: Alls urðu átta
umferðaróhöpp í umdæmi Lög-
reglunnar á Vesturlandi í liðinni
viku. Erlendur ferðamaður missti
bílaleigubíl sinn út af í lausamöl við
Fróðastaði í Hvítársíðu í Borgar-
firði. Bíllinn valt í vegkantinum og
hafnaði á hvolfi. Fernt var í bíln-
um og voru allir í öryggisbeltum og
sluppu án teljandi meiðsla. Bílaleig-
an var treg til að útvega ferðafólkinu
annan bíl, því að sögn starfsmanna
hennar, var þetta annar bíllinn sem
fólkið hafði tjónað á ferð sinni um
landið. Erlendir ferðamenn misstu
jeppling sinn út af Hálsasveitarvegi
í Borgarfirði í lausamöl á malarvegi
og fór bíllinn nokkrar veltur. Fólkið
var í öryggisbeltum og sakaði ekki
en bíllinn var óökufær. Þá valt bíll
í lausamöl á Laxárdal í Dölum (sjá
aðra frétt). Erlendir ferðamenn áttu
hlut að máli í fjórum af þeim átta
umferðaróhöppum sem urðu í vik-
unni. Tveir ökumenn voru teknir
fyrir meinta ölvun við akstur í um-
dæminu í vikunni. Þá tóku hraða-
myndavélar myndir af 668 öku-
mönnum víðs vegar um landið í sl.
viku. Þar af voru teknar myndir af
235 ökumönnum vegna hraðaksturs
við Fiskilæk sunnan Hafnarfjalls. Af
þessum 235 bílum voru 183 skráð-
ir bílaleigubílar og því væntanlega
erlendir ökumenn á þeim flestum.
-mm
Peningur í viðhald
Heiðarskóla
HVALFJ.SV: Á fundi sveitar-
stjórnar Hvalfjarðarsveitar þriðju-
daginn 13. september var samþykkt
tillaga byggingafulltrúa og um-
sjónarmanns fasteigna um færslu
fjármuna vegna viðhaldsáætlunar
2016. Samantekið er um að ræða
færslu á 2,2 milljónum króna yfir
á Heiðarskóla, 660 þúsund krón-
um yfir á Heiðarborg og 400 þús-
und krónum á Innrimel 3, en þar er
stjórnsýsluhús Hvalfjarðarsveitar
til húsa. Að sögn Marteins Njáls-
sonar, umsjónarmanns fasteigna,
er tilfærsla peninga á viðhaldsáætl-
un tilkomin vegna ófyrirséðra upp-
ákoma við almennt viðhald á fast-
eignum. Því hafi verið ákveðið
að fresta viðhaldi eða hluta þess á
nokkrum fasteignum og nota pen-
ingana til viðhalds á þessum þrem-
ur ofangreindu stofnunum sveit-
arfélagsins. „Við gerum okkur far
um að fylgja fjárhagsáætlun og fór-
um því fram á að fjármunirnir yrðu
færðir á milli liða svo ekki yrði far-
ið fram úr áætlun,“ segir Marteinn
í samtali við Skessuhorn. -kgk
Fannst látinn í
Örlygshöfn
VESTFIRÐIR: Viðamikil leit
fór fram um miðja síðustu viku
að manni sem saknað var frá Pat-
reksfirði. Að leitinni komu björg-
unarsveitir af sunnan, norðan-
og vestanverðu landinu. Leit-
in bar árangur um hádegisbil á
miðvikudag þegar lík manns-
ins fannst í fjörunni við Örlygs-
höfn. Rannsókn á tildrögum and-
látsins er í höndum Lögreglunn-
ar á Vestfjörðum. Hinn látni hét
Guðmundur L Sverrisson. „Lög-
reglan á Vestfjörðum þakkar
þeim fjölmörgu björgunarsveit-
armönnum sem komu að leitinni
með einum eða öðrum hætti. Þá
ber að þakka atvinnurekendum
þessara sjálfboðaliða,“ segir í til-
kynningu frá lögreglu. -mm
Riðuveiki hefur verið staðfest á búi
á Skagafirði. Í tilkynningu frá Mat-
vælastofnun segir að þetta sé fjórða
tilfelli hefðbundinnar riðu sem
greinist á Norðurlandi vestra síðan
í febrúar 2015. Þá hafði ekki greinst
riða á landinu síðan árið 2010. Mat-
vælastofnun vinnur nú að öflun upp-
lýsinga og undirbúningi aðgerða.
Í síðustu viku fékk bóndinn í
Brautarholti í Skagafirði grun um
riðuveiki í kind og hafði samband við
héraðsdýralækni. Kindinni var lógað
og sýni sent til Tilraunastöðvar Há-
skóla Íslands á Keldum, sem staðfesti
á miðvikudag í þessari viku að um
hefðbundna riðuveiki væri að ræða.
Búið er í Skagahólfi en þar hefur
riðuveiki komið upp á ellefu búum
á undanförnum 20 árum og þar af á
fjórum búum í nágrenni Varmahlíð-
ar, þannig að segja má að um þekkt
riðusvæði sé að ræða. Á þessu búi var
síðast skorið niður vegna riðu árið
1987. Á bænum er nú um 290 full-
orðið fé.
Fram til ársins 2010 greindist riða
á nokkrum bæjum á landinu á hverju
ári en engin tilfelli hefðbundinnar
riðu greindust á árunum 2011, 2012
og 2013. Riðuveikin er því á undan-
haldi en ekki má sofna á verðinum.
Á undanförnum árum hafa sýni verið
tekin við slátrun úr u.þ.b. þrjú þús-
und kindum á ári. Jafnframt hafa
bændur verið hvattir til að senda
hausa til Keldna af fé sem drepst eða
er lógað heima vegna vanþrifa, slysa
eða sjúkdóma, eða hafa samband við
dýralækni um að taka sýni úr slíku fé.
Aukin áhersla er á að fá slík sýni þar
sem það eykur líkur á að finna rið-
una.
Héraðsdýralæknir vinnur nú að
öflun faraldsfræðilegra upplýsinga
og úttektar á búinu til að meta um-
fang aðgerða við förgun fjár, þrif
og sótthreinsun. Því næst fer málið
í hefðbundið ferli hvað varðar gerð
samnings um niðurskurð.
mm
Riða greinist á bæ í Skagafirði
Tveir slösuðust þegar bíll valt á
Laxárdal í Dölum um tíuleytið að
morgni síðasta föstudags. Slys-
ið varð á vegakafla þar sem verið
er að leggja nýja klæðningu. Yfir-
borð vegarins því mjög laust í sér.
Ökumaður missti stjórn á bifreið-
inni með þeim afleiðingum að hún
fór út af og valt tvær veltur. Allt
tiltækt björgunarlið var kallað út;
lögregla, tveir sjúkrabílar og tækja-
bíll Slökkviliðs Dalasýslu, en beita
þurfti klippum til að ná ökumanni
og farþega úr bílnum.
Að sögn Lögreglunnar á Ves-
turlandi var fólkinu komið undir
læknishendur. Bæði ökumaður og
farþegi voru erlendir. Eins og áður
segir varð slysið á kafla þar sem
verið er að leggja nýja klæðningu.
Lögreglan skoðar hvernig staðið
var að merkingum á þessum vegka-
fla, að sögn LVL.
kgk/Ljósm. sm.
Tveir slösuðust þegar bíll valt á Laxárdal