Skessuhorn - 28.09.2016, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20168
Sjómenn kjósa um
verkfallsboðun
LANDIÐ: Atkvæðagreiðsla er
hafin meðal sjómanna um ótíma-
bundið verkfall þeirra sem starfa
á fiskiskipum og fá greitt sam-
kvæmt kjarasamningi Sjómanna-
sambands Íslands og Samtaka fyr-
irtækja í sjávarútvegi (SFS). Kosn-
ingin fer samtímis fram meðal
allra aðildarfélaga Sjómannasam-
bands Íslands. Verði verkfall sam-
þykkt mun vinnustöðvun hefj-
ast kl. 23:00 fimmtudaginn 10.
nóvember hafi ekki náðst kjara-
samningar milli aðila fyrir þann
tíma. Atkvæðagreiðslan er rafræn
og fá atkvæðisbærir félagsmenn
sent bréf um framvindu samn-
ingaviðræðna við SFS auk leyni-
orðs sem nota má við atkvæða-
greiðsluna.
-mm/ Ljósm. þa.
Finna staðsetn-
ingu fyrir
hleðslustöð
STYKKISH/DALIR: Orkusal-
an hefur samþykkt að setja upp
hraðhleðslustöð í Stykkishólmi
og er nú verið að ræða um stað-
setningu stöðvarinnar. Bæjarráð
Stykkishólmsbæjar mælir með
því að stöðin verði staðsett við
Íþróttamiðstöðina og hefur falið
byggingafulltrúa að vera í sam-
bandi við Orkusöluna um nánari
staðsetningu. Bæjarstjórn hefur
samþykkt þetta. Þá hefur Dala-
byggð bæst í hóp þeirra sveitarfé-
laga sem vilja láta setja upp hrað-
hleðslustöð. Sveitarstjórn Dala-
byggðar hafði áður samþykkt að
Dalabyggð óskaði eftir samvinnu
við orkusölufyrirtæki um upp-
setningu hraðhleðslustöðvar í
Búðardal og hefur nú verið lagt
til að sveitarstjóri sæki um styrk
til Orkusjóðs til að setja upp slíka
stöð.
-grþ
Rafiðnnemar fá
spjaldtölvur að gjöf
LANDIÐ: Allir nemendur í raf-
iðngreinum á landinu, samtals
um 800 manns, fá gefins spjald-
tölvur í haust frá Samtökum raf-
verktaka (SART) og Rafiðnað-
arsambandi Íslands (RSÍ) fyr-
ir hönd allra atvinnurekenda og
launþega í rafiðnaði. Tilgangur
gjafarinnar er að tryggja að nem-
arnir geti nýtt sér það mikla úr-
val af kennsluefni sem er þegar
í boði á rafrænu formi og stuðla
að betri námsárangri og fjölg-
un nemenda í þessum greinum,
en mikil vöntun er á rafiðnaðar-
mönnum á Íslandi. Búið er að af-
henda fyrstu tölvurnar en nem-
endur í Fjölbrautaskóla Vestur-
lands fá glaðning sinn afhent-
an 30. september næstkomandi.
-mm
Óljóst um
sjón eftir
vinnuslys á sjó
AKRANES: Slys varð í Höfr-
ungi III AK-250, einum af
frystitogurum HB Granda,
miðvikudaginn 30. ágúst síð-
astliðinn. Þetta staðfestir J.
Snæfríður Einarsdóttir, for-
stöðumaður öryggismála
hjá HB granda, í samtali við
Skessuhorn. Slysið varð með
þeim hætti að maður sem var
að störfum við þrif í togar-
anum komst í snertingu við
kvoðuhreinsiefni með þeim af-
leiðingum að sjón hans skadd-
aðist. „Sjón er í lagi á hægra
auga en óljóst um sjón á vinstra
auga,“ segir J. Snæfríður. Slys-
ið átti sér stað þegar skipið var
á landleið og var siglt með hinn
slasaða í land þar sem honum
var komið undir læknishendur.
Ekki var kallað eftir sjúkraflugi
með þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar. „Viðbrögð við þessu slysi
sem og öðrum sem gerast á sjó
eru alltaf í samráði við lækni í
landi sem segir til um aðgerð-
ir. Hinn slasaði var fluttur með
sjúkrabíl á bráðamóttöku þeg-
ar skipið kom að landi,“ segir J.
Snæfríður. „Slysið hefur verið
tilkynnt lögreglu, Sjúkratrygg-
ingum Íslands og Rannsókn-
arnefnd sjóslysa sem sér um
rannsókn þess. Slysið er auk
þess í rannsókn innan fyrirtæk-
isins.“ -kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
17. - 23. september
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 1 bátur.
Heildarlöndun: 5.354 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 5.354
kg í einni löndun.
Arnarstapi 1 bátur.
Heildarlöndun: 4.207 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 4.207
kg í tveimur löndunum.
Grundarfjörður 5 bátar.
Heildarlöndun: 127.946 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
53.954 kg í einni löndun.
Ólafsvík 12 bátar.
Heildarlöndun: 87.471 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH: 19.043 kg í fjórum lönd-
unum.
Rif 7 bátar.
Heildarlöndun: 109.908 kg.
Mestur afli: Hamar SH:
41.105 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 3 bátar.
Heildarlöndun: 54.173 kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson SH: 37.585 kg í fimm
löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
53.954 kg. 20. september.
2. Grundfirðingur SH - GRU:
44.133 kg. 18. september.
3. Hamar SH - RIF:
41.105 kg. 20. september.
4. Helgi SH - GRU:
27.133 kg. 19. september.
5. Guðmundur Jensson -
ÓLA: 10.532 kg. 21. septem-
ber.
Einar Þór Lárusson hlýtur Nýsköp-
unarverðlaun Íslenska sjávarklasans
sem afhent verða við opnun Sjáv-
arútvegssýningarinnar í dag. Einar
hefur verið ötull liðsmaður og for-
ystumaður um meiri og betri nýt-
ingu íslenskra auðlinda. Í dag starfar
hann hjá Akraborg á Akranesi, Ísam,
ORA og Lýsi.
Einar á langa og merka sögu í
nýsköpun tengdri íslenskum mat-
vælaiðnaði og sjávarútvegi. Eftir
hefðbundna skólagöngu hóf hann
störf hjá niðursuðuverksmiðjunni
Ora og hóf síðan nám í niðursuðu-
fræði við Norges Hermetikkfag-
skole í Stavangri í Noregi. Þaðan
lá leiðin til Vardö í Norður-Noregi
til náms í fisktækni við Statens fag-
skola for fiskeindustri. Einar starf-
aði sem niðursuðufræðingur í Nor-
egi að námi loknu. Eftir sex ára veru
í Noregi sneri hann aftur til Íslands
og tók við verksmiðjustjórastöðu hjá
nýstofnaðri niðursuðuverksmiðju í
Grindavík. Einar rak lagmetisverk-
smiðju fyrir Fiskanes og síðar Þor-
björn í tíu ár. Á þessum árum voru
helstu framleiðsluvörurnar niður-
soðin rækja, lifur, grásleppuhrogna-
kavíar og majónessósur.
Frá síðustu aldamótum hefur Ein-
ar tekið þátt í allmörgum verkefn-
um fyrir saltfiskiðnaðinn á Íslandi
og unnið að verkefnum. Þá hefur
hann einnig komið að mótum Fisk-
tækniskólans og Codlands í Grinda-
vík. Nú síðastliðin þrjú ár hefur Ein-
ar komið að stóru verkefni á vegum
Haustaks á Reykjanesi. Þetta verk-
efni snýst um slógnýtingu og endur-
nýtingu á fiskisalti. Einar hefur lið-
sinnt fjölmörgum frumkvöðlum og
fyrirtækjum við vöruþrón á Íslandi
og erlendis. Innan Íslenska sjávar-
klasans eru mörg fyrirtæki og mat-
arfrumkvöðlar sem hafa notið að-
stoðar Einars við vöruþróun.
mm
Hlýtur nýsköpunarverðlaun sjávarklasans
Einar Þór Lárusson að störfum.
Sveitarstjórn Dalabyggðar sam-
þykkti á síðasta fundi sínum að
undirbúa sölu eigna sveitarfélags-
ins að Laugum í Sælingsdal, eins
og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætl-
un Dalabyggðar 2017-2029. Skipu-
lagsstofnun hefur heimilað að sam-
þykkt deiliskipulag fyrir Laugar
verði auglýst og því hægt að und-
irbúa sölu eigna. Eignir sveitar-
félagsins að Laugum eru helming-
ur í jörðinni Laugum, lóð skólans
(u.þ.b. 13,2 ha), hitaveita og jarð-
hitaréttindi, vatnsveita, fráveita,
Dalagisting 60% hlutur, skólahús-
næði og heimavist, fjögur íbúðar-
hús, íþróttahús og sundlaug, tjald-
svæði með þjónustuhúsum og Guð-
rúnarlaug.
Sveitarstjóra og byggingafull-
trúa hefur verið falið að ganga frá
lóðarleigusamningum, í samræmi
við deiliskipulag, og langtímaleigu-
samningi fyrir Byggðasafn Dala-
manna. Sveitarstjóra var enn frem-
ur falið að semja við fasteignasölu
um að auglýsa mannvirki Dala-
byggðar að Laugum til sölu sem og
hlutabréf sveitarfélagsins í Dalag-
istingu. Jarðeignir, Guðrúnarlaug,
jarðhitaréttindi og veitur verða ekki
seldar. kgk/ Ljósm. úr safni.
Dalabyggð hyggst selja mannvirkin
að Laugum í Sælingsdal
Byggðarráð Borgarbyggðar hef-
ur falið Umhverfis- og fram-
kvæmdasviði sveitarfélagsins að út-
búa kostnaðarmat á breytingu sal-
ar í fjölbýlishúsinu við Borgarbraut
65a í íbúðir fyrir aldraða. Þetta
kemur fram í fundargerð byggð-
arráðs. Um er að ræða tvær eða
þrjár íbúðir á hæðinni, samkvæmt
fyrirliggjandi teikningu Nýhönn-
unar ehf. Að sögn Björns Bjarka
Þorsteinssonar forseta sveitar-
stjórnar og varaformanns byggð-
arráðs er gríðarleg vöntun á leigu-
íbúðum í sveitarfélaginu, bæði fyr-
ir 60 ára og eldri en einnig á hin-
um almenna leigumarkaði. Hann
segir þó enga ákvörðun hafa verið
tekna um hvort íbúðum fyrir aldr-
aða verði fjölgað.
„Það hefur ekki verið tekin
ákvörðun um að sveitarfélagið ráð-
ist í þessa framkvæmd. Salurinn
sem um ræðir hefur verið á sölu-
skrá um allnokkurn tíma en lít-
ið verið spurst fyrir. Í ljósi þeirrar
stöðu þá ákvað byggðarráð að fá
fram kostnaðarmat til að hreyfa við
málum,“ segir Björn Bjarki. Hann
segir jafnframt að ekki hafi verið
rætt um aðra staðsetningu. „Þessi
möguleiki er fyrir hendi, okkar
fyrsti kostur er að selja salinn og þá
með þeim skilmálum að þar verði
útbúnar íbúðir. En ef ekkert hreyf-
ist í þeim málum þá munum við
skoða þann möguleika vel að sveit-
arfélagið sjái um framkvæmdina
og síðan verði skoðað með hvort
sveitarfélagið muni eiga íbúðirn-
ar eða að þær verði settar á sölu.
Velferðarnefnd hefur ályktað um
að nefndin telji að sveitarfélagið
þurfi að fjölga íbúðum í eigu þess
á þessum stað í Borgarnesi þann-
ig að við sjáum hvað setur.“ Björn
Bjarki segist vona að niðurstaða
komist í málið sem fyrst. „Vinna
við fjárhagsáætlun ársins 2017 er
komin á fullt skrið og við þurfum
að taka ákvörðun um þetta verkefni
í tengslum við þá vinnu.“ grþ
Hjúkrunarheimilið Brákarhlíð er til húsa við Borgarbraut 65 en umræddur salur
er í húsinu við Borgarbraut 65a, þar sem þjónustuíbúðir eru og félagsstarf eldri
borgara og öryrkja fer fram.
Skoða hvort fjölga eigi
íbúðum fyrir eldri borgara