Skessuhorn - 28.09.2016, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201610
Kvartað hefur verið yfir brotum á
starfsleyfi svínaþauleldisbúsins á
Melum í Hvalfjarðarsveit. Á fundi
sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar 13.
september sl. var kynnt mál er varðar
brot á starfsleyfi búsins. Á fundinum
var fjallað um bréf til Heilbrigðiseft-
irlits Vesturlands þar sem formlega er
kvartað yfir starfsleyfisbrotunu. Þar
segir að mykju hafi verið úðað á tún
23. ágúst sl. en óheimilt er að dreifa
mykju í ágúst skv. starfsleyfinu. Einn-
ig er nefnt að niðurfelling áburðar í
svörð skuli hefjast eigi síðar en 1. maí
2013 samkvæmt starfsleyfi en ekki
hafi verið farið eftir því. „Svo sem
kunnugt er hefur salmonella ítrekað
fundist á búinu (skv. upplýsingum frá
MAST síðast Salmonella Kedougou
nú í vor) og geta fuglar borið sýk-
ingar á milli jarða,“ segir jafnframt
í áðurnefndu bréfi. Ennfremur er
bent á að fuglar sæki í mykjuna. Þá er
ítrekuð ábending til Heilbrigðiseftir-
lits Vesturlands um að grein 2.8 verði
fylgt eftir en samkvæmt henni og úr-
skurði umhverfisráðherra frá 7. mars
2012 skuli safnþrær vera yfirbyggðar.
„Það er með öllu ólíðandi að þessu
ákvæði skuli ekki hafa verið fylgt eft-
ir og er enn óskað eftir skýringum á
því hvers vegna því hefur ekki verið
fylgt eftir,“ segir að endingu í bréf-
inu sem skrifað er fyrir hönd land-
eigenda Melaleitis.
Sveitarstjórn Hvalfjarðasveitar tek-
ur undir þessar athugasemdir bréfrit-
ara og hvetur stjórn Heilbrigðiseftir-
lits Vesturlands til að taka umkvart-
anir til ítarlegrar skoðunar, að því er
segir í fundargerð.
grþ
Brot á starfsleyfi
þauleldisbús á Melum
Kvartað hefur verið yfir brotum á
starfsleyfi þauleldisbúsins á Melum en
þar er svínabú.
„Árangur í íþróttum snýst ekki að-
eins um líkamlega getu. Hann snýst
líka um að leikmenn þurfa að hafa
gott hugarfar og vera góðir liðs-
menn. Með markvissri þjálfun kar-
aktera í börnum og ungmennum þá
styrkjum við þau fyrir lífið, þátttöku
í samfélaginu og aukum líka mögu-
leika þeirra inni á íþróttavellinum,“
segir Viðar Halldórsson lektor í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands. Hann
hefur um nokkurra ára skeið þróað
leiðarvísi fyrir þjálfara til að hlúa að
og efla andlega og félagslega þætti hjá
börnum og ungmennum.
Hægt að styrkja
leiðtogafærni barna
Viðar segir mikla áherslu hafa verið
lagða í þjálfun á líkamlegri færni og
tækni og jafnvel sé búið að festa það
í námskrám íþróttafélaga hvað eigi að
læra og á hvaða ári. Þjálfun í hugar-
fari og félagsfærni sé hins vegar mjög
tilviljanakennd. „Það er vel hægt að
þjálfa og styrkja leiðtogafærni eins
og stökkkraft. Ef við gerum það með
markvissum hætti þá náum við meiri
árangri. Með þessu er íþróttahreyf-
ingin bæði að sinna uppeldisþáttum
starfsins og afreksþáttum starfsins,“
segir Viðar.
Ráðstefnan
Sýnum karakter
Viðar Halldórsson er ásamt Hafrúnu
Kristjánsdóttur, íþróttasálfræðingi og
lektor við Háskólann í Reykjavík, höf-
undur að verkefninu „Sýnum karakt-
er“. Ráðstefna með sama heiti verð-
ur haldin í Háskólanum í Reykjavík
laugardaginn 1. október næstkom-
andi. Ráðstefnan hefst klukkan 10:00
og stendur til klukkan 12:30. Þar
mun íþróttafólk og þjálfarar halda
erindi um ýmsar hliðar þjálfunar og
ræða málin í pallborði. Ráðstefnu-
gestir geta tekið þátt í umræðunum.
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
(ÍSÍ) vinna saman að verkefninu Sýn-
um karakter.
mm/umfí
Sterkari karakter nær lengra
innan sem utan vallar
Viðar Halldórsson.
Með markvissri
þjálfun er hægt að
styrkja einstakling-
ana fyrir lífið.
Mikil grútarlykt er á Rifi þessa
dagana vegna makríls sem drapst í
höfninni fyrr í þessum mánuði. Er
fjaran öll þakin grút og lyktin eft-
ir því. Kafað var í höfninni á dög-
unum til að athuga hvernig ástand-
ið væri á botninum. Töluvert magn
af dauðum makríl liggur þar og
ekki von á að ástandið batni mik-
ið í bráð. Á annarri af meðfylgjandi
myndum má sjá hvernig ástand-
ið er þar sem bátar eru teknir upp.
Er rennan þakin í grút og dauðum
makríl.
þa
Grútar-
mengun í
Rifshöfn
Samtökin Birta munu halda fund
í Safnaðarheimilinu Vinaminni á
Akranesi mánudaginn 10. október
næstkomandi klukkan 20. Birta eru
landssamtök foreldra og/eða for-
ráðamanna sem misst hafa börn
eða ungmenni skyndilega. Samtök-
in voru stofnuð 7. desember 2012.
Tilgangur og markmið samtakanna
er að standa fyrir fræðslu og ýms-
um viðburðum á landsvísu, til sjálfs-
styrkingar fyrir syrgjandi foreldra
og fjölskyldur þeirra og að standa
fyrir árlegum hvíldardögum fyrir
foreldra og forráðamenn með upp-
byggjandi fræðslu og endurnærandi
hvíld að leiðarljósi. Hafa samtök-
in boðið félagsfólki að gista á hót-
eli eða gistihúsi eina helgi sem lið í
uppbyggingu eftir erfið áföll, hvort
sem langt eða stutt er liðið frá áfall-
inu. Nokkrir hafa þegið þetta boð nú
þegar og líst ánægju sinni en dvöl-
in er þeim sem njóta að kostnaðar-
lausu. Þá hafa samtökin einnig stað-
ið fyrir opnum húsum, þar sem ein-
hver sérfróður á hinum ýmsu svið-
um sálgæslu og félagsmála kemur og
flytur stutt erindi. Félagar sitja svo
yfir kaffibolla og ræða saman og leit-
ast við að veita hvert öðru stuðning.
Þá hafa nokkrir einstaklingar komið
saman nokkur kvöld í svokölluðum
stuðningshópi þar sem einn leiðir
hópinn til samræðna, frásagna af því
hvað gerðist og umræðna til styrktar
hverju öðru.
Margir sem hafa
misst ungt fólk
Fundurinn sem haldinn verð-
ur á Akranesi er kynningarfund-
ur á samtökunum og fyrir honum
fer sr. Sveinbjörn Bjarnason stjórn-
armaður í Birtu og fyrrum sóknar-
prestur á Þórshöfn. „Markmiðið er
meðal annars að fá þarna einstak-
linga sem gætu orðið nokkurs konar
tengiliðir, annars vegar við Birtu og
hins vegar við foreldra og aðstand-
endur sem misst hafa ungmenni, að
þeir geti leitað til einhvers á staðn-
um og átt samtal. Við erum svo alltaf
reiðubúin að koma inn í með okkar
reynslu. Þetta er svona í stuttu máli
það sem við viljum gera, að á Akra-
nesi verði til nokkurs konar deild úr
Birtu,“ segir Sveinbjörn í samtali
við Skessuhorn. Hann segir að stað-
reyndin sé sú að því miður séu allt
of margir sem glímt hafi við missi
ungs fólks. „Þegar við stofnuðum
samtökin á sínum tíma, þá þremur
vikum fyrir jól, þá datt okkur ekki
í hug að margir myndu mæta. En
það voru 110 manns sem mættu á
þennan stofnfund. Þar á meðal ein-
staklingar sem komnir voru á góð-
an aldur en höfðu misst barn á sín-
um yngri árum en aldrei byrjað úr-
vinnslu,“ segir hann. Hann segist í
nokkrum tilvikum hafa farið heim
til fólks eftir missi og eins hafi fólk
komið á opin hús samtakanna. Þar
hafi fólk lýst ánægju sinni með sam-
tökin. „Margir hafa sagt okkur að
samtökin hafi bjargað þeim. Að
þarna hafi það hitt fólk sem hafði
misst börn en samt staðið enn uppi.
Fólk sem gat meira að segja hlegið.
Fólk segir það hafa bjargað lífi sínu
að sjá annað fólk sem hefur verið í
sömu sporum.“
Byggja samtökin upp
Samtökin eru að ná fjögurra ára
aldri og segir Sveinbjörn að sá tími
hafi verið nýttur í að byggja samtök-
in upp. „Bæði að byggja okkur sjálf
upp, því allt var þetta nýtt fyrir okk-
ur, og að læra svolítið á hvernig við
ættum að gera þessa hluti.“ Birta eru
landssamtök og vilja því leitast við
að fara sem víðast um landið. „Einn
stjórnarmaður okkar býr á Siglufirði
og er að gera alveg stórkostlega hluti
þar, bæði á Siglufirði og á Akureyri.
Við höfum leitast við að setja okkur í
samband við presta, því við vitum að
margir leita þangað. Sumir vilja ekki
leita þangað og það er alveg í lagi.
En það er þá til einhver annar aðili
sem er tengiliður við Birtu, ef fólk
vill ræða við okkur. Við viljum gera
allt sem við getum gert til að létta
fólki þessa göngu og ég er meira en
tilbúinn til að koma á Akranes með
spjallfundi. grþ
Samtökin Birta halda
fund á Akranesi
Eru landssamtök foreldra og forráðamanna
sem misst hafa börn skyndilega
Fundur Birtu verður haldinn í Vinaminni á Akranesi.
Sr. Sveinbjörn Bjarnason í Birtu og
fyrrum sóknarprestur á Þórshöfn.
Ljósm. Jóhannes Long.