Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2016, Page 12

Skessuhorn - 28.09.2016, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201612 Sláturhús Vesturlands verður opnað í Stóru-Brákarey í Borgarnesi í byrj- un næsta mánaðar. Að opnun slátur- hússins stendur félag í eigu bræðr- anna Jóns, Kristins og Snorra Þor- bergssona og Guðjóns Kristjáns- sonar, sem einnig er sláturhússtjóri. Fyrstu gripunum verður slátrað í til- raunaslátrun föstudaginn 30. sept- ember næstkomandi undir eftirliti fulltrúa Matvælastofnunar. Mánu- daginn 3. október munu síðan eft- irlitsmenn frá Matís koma og taka starfsemina út. Að því loknu verð- ur formlega hægt að hefja slátrun í Sláturhúsi Vesturlands í Borgar- nesi. Skessuhorn leit við í sláturhús- inu í síðustu viku og ræddi við Guð- jón sláturhússtjóra og Aðalstein Sig- urðsson sölustjóra. Á ýmsu hefur gengið í aðdraganda opnunarinnar. Upphaflega strandaði hún á skipulagsmálum fyrir nokkr- um árum og hefur það tafið ferlið einna mest. „Ég held þetta sé í þriðja skiptið sem við reynum að opna. Við höfum oft verið nálægt því þegar við fáum eitthvert högg,“ segir Guðjón. „Einna helst hafa skipulagsmálin hjá sveitarfélaginu tafið opnunina. Eftir að Borgarnes kjötvörur hættu starf- semi í húsinu árið 2007 skipti það nokkrum sinnum um eigendur og að lokum fór svo að bankinn eignað- ist húsið. Á einhverjum tímapunkti, þegar bankinn var eigandi að hús- inu, fór Borgarbyggð að vinna að nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins og ákveðið var að breyta athafna- svæðinu í Brákarey í íbúabyggð. Enginn hjá bankanum var að spá í skipulagsmálum í Borgarbyggð og því gekk þetta í gegn,“ segir Guð- jón. „Við kaupum húsið 2011 og tveimur mánuðum síðar tekur nýtt aðalskipulag gildi. Við ætlum að hefja starfsemi og sækjum um leyfi en fáum ekki starfsleyfi, ekki frekar en við hefðum fengið leyfi til að reka sláturhús á þriðju hæð í blokk,“ bæt- ir hann við og brosir. Árlegar breytingar kostnaðarsamar Skömmu eftir að húsnæðið var keypt réðust eigendur í töluverðar endurbætur á húsinu. Bæði almennt viðhald og eins umbætur til að upp- fylla þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Síðan fyrst stóð til að opna hafa þær kröf- ur breyst og aukist lítillega ár hvert og hefur það þýtt árlegar breyting- ar á húsnæðinu í samræmi við breyt- ingar á reglugerðum. „Við gerðum breytingar á hverju ári vegna þess að við vorum alltaf alveg að fara að opna. En árlegar reglugerðarbreyt- ingar hafa kostað okkur milljónir á síðustu árum, sem er auðvitað erfitt litlu fyrirtæki,“ segir Guðjón. Þeir taka þó skýrt fram að öll samskipti þeirra við fulltrúa Matvælastofn- unar, sem sjá um eftirlit með fyrir- tækum í matvælaiðnaði, hafi verið góð. „Hjá MAST eru menn bara að vinna sína vinnu og samskipti okk- ar við starfsmenn stofnunarinn- ar hafa verið góð,“ segir Aðalsteinn og Guðjón tekur undir með honum. „Kjartan Hreinsson hjá MAST hef- ur stigið þennan dans mjög vel með okkur frá upphafi. Matvælastofnun gerir mjög stífar og strangar kröfur en sanngjarnar kröfur á fyrirtæki í matvælaiðnaði, þannig er þetta bara og þannig á það líka að vera,“ segir Guðjón. „Við viljum gera þetta eftir bókinni,“ bætir Aðalsteinn við. „Við erum ekkert án bændanna“ Málið var því lengi í kerfinu og tafð- ist af ýmsum sökum, þó skipulags- málin hafi verið hvað tafsömust. Því langa og stranga ferli er nú að ljúka og hillir undir að hægt verði að taka sláturhúsið í gagnið til frambúðar. Guðjón kveðst að vonum ánægð- ur að sú sé raunin og horfir björt- um augum til framtíðar. Hann segir viðtökurnar framar sínum björtustu vonum. „Það sem af er eru undir- tektirnar mjög góðar og pantanir eru mjög góðar, sérstaklega í ljósi þess að við komumst ekki af stað fyrr en sauðfjárbændur eru flestir byrjaðir að slátra og búnir að gera ráðstafanir með að senda fé sitt ann- að,“ segir sláturhússtjórinn. „Það er framorðið á sláturtíð og því ekki við öðru að búast og við höfum að sjálf- sögðu fullan skilning á því að bænd- ur séu búnir að panta slátrun annars staðar, það er mjög eðlilegt,“ seg- ir hann og bætir því við að af þeim sökum verði ekki afurðastöð í Borg- arnesi fyrst um sinn. „Fyrst um sinn munum við mest slátra fyrir heim- töku og slátra og afhenda fyrir þá sem selja kjöt beint frá býli. Við ætl- um að sinna því eins vel og við get- um, síðan vitum við ekki hvað gerist í framtíðinni,“ segir hann og bætir því við að mest um vert sé að koma starfseminni af stað. „Við erum búnir að vera þolinmóðir í fjögur ár og ætlum ekki að sigra heiminn á fyrsta degi. Við ætlum að vinna þetta í góðu samstarfi og samvinnu við bændur, því við erum ekkert án bændanna,“ segir Guðjón. Ætla að láta kjötið hanga Fyrst um sinn verður aðeins slátr- að sauðfé í Sláturhúsi Vesturlands en áformað er að taka einnig á móti stórgripum í framtíðinni. Slátur- húsið hefur leyfi til að slátra 350 fjár, 125 svínum eða 35 stórgripum á dag. Í öllu falli segja þeir að lögð verði áhersla á gæði. „Við mun- um leggja ríka áherslu á gæði kjöts- ins. Á síðustu árum hefur það færst í aukana að til dæmis lömbum sé nánast bara slátrað, kjötinu pakkað og svo sent út úr húsi. Hér höfum við möguleikann á því að láta kjötið hanga og ætlum að gera það,“ seg- ir Aðalsteinn. „Þetta verður bara eins og í gamla daga, kjötið verður svo mikið bragðbetra ef það fær að hanga,“ bætir Guðjón við. Starfsmenn sláturhússins verða um tíu hverju sinni fyrst um sinn og segja þeir að ágætlega gangi að fá fólk til starfa. „Við höfum verið að ráða fólk úr sveitunum í kring, menn sem kunna til verka. Erum þegar komnir með nokkra vana menn sem geta þá kennt handtökin og erum sennilega með einn öflugasta slátr- ara landsins,“ segir Guðjón en bætir því við að ráðningum sé ekki lokið. „Það koma til með að verða minnst fimm í sal þegar við byrjum og yf- irbyggingin eftir því. Náið eftirlit verður með öllu og hér verður dýra- læknir daglega. Bókhaldsvinna kem- ur einnig til með að verða töluverð því við þurfum að færa allar tölur inn í bændabókhaldið,“ segir Guð- jón. „Það verða því líklega einn og stundum tveir í bókhaldi á skrifstof- unni,“ bætir Aðalsteinn við. „Síðan er alveg ljóst að ef þetta siglir vel af stað þá munum við þurfa að bæta við fólki í framtíðinni,“ segja þeir að lokum. kgk Velji núverandi og fyrrverandi starfsmenn Landsbankans að selja hlutabréf í bankanum, sem þeim voru gefin árið 2013, geta þeir leyst út hátt í tvo milljarða króna, með því að selja bankanum aftur hlutabréfin. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í fréttum sínum í gær. Um 1.400 starfsmenn fengu gefin hlutabréfin og urðu viðbrögð sam- félagsins afar hörð árið 2013 þegar þetta var upplýst. Samkomulag um þennan gjafagjörning var ákveð- ið í samningi ríkisins við gamla og nýja Landbankann eftir að íslenku bankarnir urðu gjaldþrota haustið 2008. Haft er eftir forsvarsmönn- um Landsbankans að það hafi verið vilji kröfuhafa að starfsmenn fengju hvata til að hámarka verðmæti skuldabréfa sem þá ríkti óvissa um heimtur á. Framkvæmdastjórar innan Landsbankans geta hver um sig fengið allt að 5,5 milljónir króna í sinn hlut ákveði þeir að selja. mm Geta leyst út tveggja milljarða hagnað Síldarvinnslan í Neskaupstað hef- ur bætt verulega við eignarhlut sinn í Útgerðarfyrirtækinu Run- ólfi Hallfreðssyni ehf frá Akranesi, sem gerir út uppsjávarveiðiskip- ið Bjarna Ólafsson AK-70. Síldar- vinnslan á eftir kaupin 75% í fyrir- tækinu, en átti áður 38%. Morgun- blaðið greinir frá þessu í blaði sínu á laugardaginn. Í fréttinni segir að bræðurnir Gísli og Runólfur Run- ólfssynir verði áfram skipstjórar á Bjarna Ólafssyni AK og eigend- ur að um fjórðungs hlut í útgerð- inni. Önnur systkini þeirra bræðra hafa hins vegar selt Síldarvinnsl- unni eignarhluti sína. Mikið sam- starf hefur í tvo áratugi verið milli Síldarvinnslunnar og Runólfs Hall- freðssonar ehf. sem landað hefur mestu af afla Bjarna Ólafssonar AK í Neskaupstað. Það verður óbreytt. Gamli Bjarni Ólafsson var seldur árið 2015 og nýrra skip keypt frá Álasundi í Noregi. Það var smíðað árið 1999 og hét áður Fiskeskjer. mm Meirihluti í útgerðarfélaginu úr eigu fjölskyldunnar Nýverið tók áhöfn Bjarna Ólafssonar þátt í viðamikilli æfingu björgunarsveita austan við landið. Myndin var tekin þá. Ljósm. Landsbjörg. Starfsemi hefst í Sláturhúsi Vesturlands í október Húsnæði Sláturhúss Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Ljósm. úr safni. Aðalsteinn Sigurðsson sölustjóri og Guðjón Kristjánsson sláturhússtjóri. Aðalsteinn og Guðjón í sal Sláturhúss Vesturlands. Í sal sláturhússins verða fimm manns við störf hverju sinni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.