Skessuhorn - 28.09.2016, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 13
ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI
Eiríkur J. Ingólfsson ehf.
S
ke
ss
uh
or
n
20
13
Frjáls félagasamtök eru aldrei sterk-
ari en fólkið sem skipar þau. Þetta
á reyndar við um hvaða félagsskap
sem er, hvort heldur í leik eða starfi.
Hreyfing Rauða krossins býr að mikl-
um mannauði. Og það ber hreyfing-
unni gott vitni að ætíð nær hún að
laða til sín gott fólk, hvaðanæva að,
sem er tilbúið til að láta gott af sér
leiða í þágu mannúðarstarfs. Þetta á
við um á Íslandi og um allan heim.
Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar telja
um 20 milljónir einstaklinga en þar
af eru rúmlega 4000 talsins sem sinna
sjálfboðnu starfi á Íslandi. Það er rétt
að staldra við og þakka þessu ótrúlega
fólki.
Um þessar mundir stendur yfir
kynningarvika Rauða krossins á Ís-
landi, eins og iðulega í síðustu viku
septembermánaðar. Von Rauða
krossins er sú að verkefni og störf
sjálfboðaliðanna fái að láta ljós sitt
skína, enda er það ávallt sjálfboðið
starf sem hefur verið, er og verður,
hryggjarsúlan í starfi félagsins. Og
það er af nægu að taka. Verkefnin eru
fjölbreytt, krefjandi og gefandi.
Rauði krossinn gerir ekki greinar-
mun á skjólstæðingum eða því fólki
sem þarf á aðstoð að halda. Markmið
félagsins, og hreyfingarinnar í heild,
er ávallt að finna hvar hjálpar er þörf.
Hvar eru berskjölduðustu einstak-
lingarnir í samfélaginu? Hvernig
getum við lagt því fólki lið? Þar sem
þörfin er mest, stendur Rauði kross-
inn næst.
Sjálfboðaliðar um allt land láta gott
af sér leiða. Þeir starfa með flótta-
fólki, félagslega einangruðum, þeir
kenna skyndihjálp, þeir svara í Hjálp-
arsímann og hlusta á fólk sem á við
erfiðleika að stríða og gefa góð ráð
um hvert eigi að leita að bata. Sjálf-
boðaliðar binda saman neyðarvarnar-
kerfi Íslendinga, prjóna hlýjan fatnað
fyrir þurfandi og hjálpa til við heima-
lærdóm barna. Sjálfboðaliðar hjálpa
til við að flokka föt, elda heitan mat
handa heimilislausum eða syngja fyr-
ir aldraða. Þetta er alls ekki tæmandi
listi. En umfram allt eru verkefnin
fjölbreytt og krefjandi, en einnig
skemmtileg og gefandi.
Það er einlæg von Rauða krossins
að þú, lesandi góður, kynnir þér verk-
efni Rauða krossins. Ef til vill er eitt-
hvert þeirra sem hentar þér. Við bjóð-
um þig velkominn til liðs við okkur,
þar sem við reynum að gera heiminn
að betri stað. Eitt skref í einu.
Rauða kross deildir á Vesturlandi.
Kynningarvika
Rauða krossins
stendur yfir
Borgarfjarðarbrú hefur frá upphafi
verið næstlengsta brú landsins, en
hún er 520 metrar. Brúin var vígð
13. september 1981 og er því ný-
orðin 35 ára. Ítarlega var fjallað um
brúarsmíðina í Skessuhorni í síð-
ustu viku. Einungis Skeiðarárbrú
er lengri en brúin yfir Borgarfjörð,
en hún er nú 880 metrar, var stytt
um 24 metra vegna skemmda sem
urðu í miklu hlaupi vegna Gríms-
vatnagoss árið 1996. Skeiðarárbrú
er auk þess merk fyrir þær sakir að
við vígslu hennar 14. júlí árið 1974
lauk lagningu hringvegar umhverfis
landið. Nú ber svo við að Skeiðar-
árbrú verð-
ur aflögð
á næsta ári
enda stend-
ur þessi ríf-
lega fertuga
brú á þurru
eftir um-
brot og jök-
ulhlaup síð-
ustu ára. Ný
brú og mun
styttri er nú
í smíðum yfir Morsá. Þegar Skeið-
arárbrú verður aflögð verður hin
35 ára Borgarfjarðarbrú því lengsta
brú landsins í fyrsta skipti frá smíði
hennar.
mm
Borgarfjarðarbrúin verður á
næsta ári lengsta brú landsins
SKÓLASTEFNA
BORGARBYGGÐAR
KYNNING 06.10 KL 20-22 HJÁLMAKLETTI
DAGSKRÁ:
KYNNING Á SKÓLASTEFNU BORGARBYGGÐAR 2016-2020
Magnús Smári Snorrason
formaður fræðslunefndar Borgarbyggðar
FRAMTÍÐARSKÓLINN – HVAÐ BÍÐUR NEMENDA?
prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
SKÓLAFORELDRAR – STUÐNINGUR FORELDRA VIÐ NÁM
OG SKÓLASTARF
Nanna Kristín Christiansen,
verkefnastjóri á skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
UMRÆÐUR