Skessuhorn - 28.09.2016, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201616
Menntastefnan „skóli án aðgrein-
ingar“ var innleidd í grunnskóla
landsins fyrir allnokkrum árum.
Stefnunni hefur verið fylgt eftir
innan stjórnkerfis menntamála og
hafa ýmis sérúrræði, svo sem sér-
skólar af ýmsu tagi, víðast hvar
verið lögð niður. Almennir grunn-
skólar eru með mun breiðari hóp
nemenda en áður var og einn af
þeim skólum er Grundaskóli á
Akranesi. Það sem felst í skóla án
aðgreiningar er að veita nemend-
um jöfn tækifæri til náms. Hug-
myndafræðin snýst um að all-
ir nemendur eigi rétt á að stunda
nám við sitt hæfi og eiga tækifærin
að vera jöfn, óháð atgervi og að-
stæðum hvers og eins. Í aðalnáms-
skrá grunnskóla kemur fram að
þess eigi að vera gætt að tækifærin
ráðist ekki af því hvort nemandi er
af íslensku bergi brotinn eða af er-
lendum uppruna. Þau séu óháð því
hvort um drengi eða stúlkur er að
ræða, hvar nemandinn býr, hverr-
ar stéttar hann er, hvaða trúar-
brögð hann aðhyllist, hver kyn-
hneigð hans er, hvernig heilsufari
hans er háttað eða hvort hann býr
við fötlun.
Menntastefna
í virku ferli
Í Grundaskóla á Akranesi hef-
ur verið starfað eftir stefnunni til
margra ára. Nú hefur stefnan ver-
ið útvíkkuð enn frekar í skólanum
sem er nú einnig orðinn vinnu-
staður án aðgreiningar. „Gamla
módelið var þannig að grunnskól-
arnir hérna á Akranesi voru með
sameiginlega sérdeild í Brekku-
bæjarskóla. Í dag er sú deild smátt
og smátt að hverfa í því formi sem
hún var í og er nú meira stoðdeild
en sérdeild. Börnin eru komin í
bekk með sínum jafnöldrum. En
skóli án aðgreiningar er ekki eins-
dæmi hér í Grundaskóla, þetta er
menntastefna á öllu landinu. Það
sem er sérstakt hér er að við út-
víkkuðum þetta þannig að það á
við um fullorðna líka,“ segir Sig-
urður Arnar Sigurðsson skólastjóri
Grundaskóla í samtali við Skessu-
horn. Stjórn skólans býður nú upp
á sérstakt starfseflingarverkefni í
samstarfi við Vinnumálastofnun og
aðrar stofnanir sem sinna fólki sem
hefur skerta starfshæfni eða hefur
fallið út af vinnumarkaði af ein-
hverjum orsökum. „Fagmenn hjá
þessum stofnunum verða í sam-
starfi við skólann um nákvæmari
útfærslu verkefnisins. En stefnan
„skóli án aðgreiningar“ er mennta-
stefna í virku ferli í Grundaskóla,
jafnt fyrir börn sem og fullorðna,“
bætir hann við.
Gefa fólki tækifæri
Grundaskóli er stór og öflugur
vinnustaður sem hefur það mark-
mið að vera jákvætt hreyfiafl í sam-
félaginu á Akranesi. Að sögn Sig-
urðar Arnars hefur skólinn öll
starfsmannamál í stefnustýrðu ferli
og leggur áherslu á virka starfsþró-
un. „Fjölmargar stéttir úr ólík-
um stéttarfélögum starfa í skól-
anum og því má segja að vinnu-
staðurinn sé einskonar þverskurð-
ur af samfélaginu. Grundaskóli er
eftirsóttur vinnustaður og fjöldi
umsókna berst um hvert auglýst
starf. Síðustu ár hefur skólinn haft
það að markmiði að gefa einstak-
lingum, sem hafa verið um lang-
an tíma án atvinnu, tækifæri til að
koma til starfa. Fjölmargir hafa á
þann hátt komist á ný út á vinnu-
markaðinn. Í umsögn þessara að-
ila er það nefnt að það hafi ver-
ið mjög hvetjandi að fá atvinnu-
tilboð og að vera í Grundaskóla
um tíma og það hafi styrkt þá í at-
vinnuleit,“ segir Sigurður. Hann
segir markmiðið með nýja starfs-
eflingarverkefninu vera að gefa
fólki með skerta starfshæfni eða
öðrum sem hafa verið frá vinnu-
markaði um langan tíma, til dæmis
vegna örorku, tækifæri til að koma
í vinnu á fjölmennum vinnustað.
„Að gefa fólki tækifæri til að kynn-
ast öflugum skóla og fyrirmyndar
vinnustað. Að gefa fólki tækifæri
til að vera hluti af öflugri liðsheild
þar sem hver og einn hefur hlut-
verk byggt á styrkleikum sínum og
hæfni.“ Hann segir að eitt af mark-
miðum skólans sé að vera hreyfi-
afl til góðs og að hvetja fólk áfram.
„Það á að endurspeglast í starfs-
mannahópnum okkar. Við erum
að reyna að brjóta múrana með
því að opna vinnustaðinn fyrir alls
konar fólk. Það má einnig segja
að þarna komi inn fyrirmyndir, til
dæmis fyrir þau börn sem eru með
einhverja fötlun. Markmiðið með
skóla án aðgreiningar er að taka á
móti þér sem persónu, ekki sem
fötluðum einstaklingi. Með þessu
læra börnin líka að umgangast alla
sem mannverur, óháð fötlun, kyn-
hneigð, litarhætti og svo framveg-
is.“
Sjö störf í boði
Starfshugmyndirnar sem unnið er
með í verkefninu eru fjölbreyttar.
Eitt starfið felst í því að skera dag-
lega niður ávexti fyrir ávaxtastund,
á meðan annað felst í því að að-
stoða á bókasafni skólans. Þá er
einnig boðið upp á störf sem felast
í því að aðstoða í matsal og að að-
stoða nemendur við að efla lestrar-
hæfni sína. Að sögn Sigurðar eru
alls sjö störf í boði í skólanum fyr-
ir þá sem hafa skerta starfsgetu.
„Þetta er tilraunaverkefni enn sem
komið er, en við erum að fram-
kvæma þetta og höfum ekki hug á
því að hætta því. Plássin sem við
höfum eru ætluð til að efla þenn-
an hóp og koma hreyfingu á hann.
Við hugsum þetta í fjögurra til
átta vikna lotum en endurskoð-
um stöðuna á fjögurra vikna fresti.
Sumir verða svo áfram hjá okkur
í vetur á meðan aðrir eru á leið í
önnur verkefni,“ útskýrir Sigurð-
ur. Hann segir mörg önnur lít-
il verkefni vera í kringum starfs-
eflinguna, sem leiða til hvatningar
fyrir viðkomandi. „Ætlunin er að
spora brautir sem efla þessa ein-
staklinga að ýmsu leiti. Hver og
einn hefur sérsniðna leið sem ætl-
uð er til að styrkja hann.“
Laufey María Vilhelmsdótt-
ir er í starfi við að skera niður
ávexti ásamt Soffíu Ómarsdóttur.
Boðið er upp á ávexti fyrir nem-
endur bæði á yngsta stigi skólans
og á miðstigi. Alls eru 155 börn í
ávaxtastund og sjá þær stöllur um
að skera ávextina og fara með þá
inn í bekkina. „Um klukkustund
síðar sækjum við dallana. Það hef-
ur verið mjög mikil ánægja með
þetta bæði hjá börnum og foreldr-
um. Við erum samstilltar í þessu
og Laufey er mjög dugleg, þannig
að þetta gengur vel,“ segir Soffía.
Viðveran í Grundaskóla brýtur
upp daginn hjá Laufeyju, sem fer
að loknum vinnudegi í Grunda-
skóla upp í Fjöliðju þar sem hún
vinnur fram að hádegismat.
Tækifæri til eflingar
Starfseflingarverkefnið í Grunda-
skóla er alveg nýtt af nálinni. Stjórn
skólans var búin að undirbúa jarð-
veginn í eitt ár og byrjað var nú í
haust að ráða starfsfólk með þess-
um hætti. „Við erum þarna búin
að undirbúa og finna út hvern-
ig við styðjum sem best við bakið
á hverjum og einum þessara ein-
staklinga. Við erum ekki sérstak-
lega að hugsa um þennan hóp sem
vinnuafl, heldur sem viðbótarafl í
okkar starfshópi. Við erum frekar
að hugsa um að veita þeim tæki-
færi til að efla sig á vinnumarkaði.
Það getur vel verið að einhverjir
verði áfram hérna en plássin verða
svo nýtt áfram fyrir aðra þegar
fram líða stundir,“ segir Sigurður.
Hann segir verkefnið ganga mjög
vel enn sem komið er. „Þetta verð-
ur áframhaldandi verkefni en við
erum að feta okkur áfram í þess-
um málum.“
Mikilvægt að
hafa hlutverk
Gunnhildur Vilhjálmsdótt-
ir kennaranemi er í starfsþjálfun
í Grundaskóla. Hún segir starfs-
eflingarverkefnið gríðarlega mik-
ilvægt. Sjálf glímdi Gunnhildur
við kvíða og áfallastreituröskun
um árabil og var í endurhæfingu
hjá Virk í eitt og hálft ár. Eftir það
fór hún í vinnuprófun á leikskól-
ann Vallarsel. „Ég áttaði mig á því
þegar ég steig aftur inn á vinnu-
markaðinn hvað það er mikilvægt
að fara í fyrirtæki sem tekur vel á
móti manni og horfir ekki á mann
sem annars flokks. Ég kveið því
virkilega að byrja aftur að vinna
og átti von á því að litið yrði á mig
sem annars flokks manneskju. Það
var alls ekki raunin og það er gríð-
arlega mikilvægt að fá þetta tæki-
færi,“ segir Gunnhildur. Hún seg-
ir að það mikilvægasta í lífinu sé
að vera í virkni. „Það er slæmt fyr-
ir manneskju að gera ekki neitt og
hafa ekki fast verkefni. Verkefnin
þurfa ekkert að vera krefjandi, það
er bara svo mikilvægt að hafa hlut-
verk í lífinu, hvert sem verkefnið
er.“ grþ
Skóli án aðgreiningar fyrir börn og fullorðna
Grundaskóli innleiðir starfseflingarverkefni fyrir fólk með skerta starfsgetu
Grundaskóli er skóli án aðgreiningar og á það við bæði um nemendur og starfsfólk.Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri
Grundaskóla.
Laufey María Vilhelmsdóttir og Soffía Ómarsdóttir sjá um að skera ávexti fyrir
nemendur. Laufey er ein þeirra sem tekur þátt í starfseflingarverkefninu í skól-
anum.
Í síðustu viku komu gestir í heimsókn á Skagann vegna Erasmusverkefnis sem Grundaskóli tekur þátt í um skóla án að-
greiningar. Hér má sjá fulltrúa frá Grundaskóla, Brekkubæjarskóla og Þorpinu ásamt gestum frá Þýskalandi og Svíþjóð.